Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Höfuðstöðvar lyfjasölufélagsins Medis eru í Hafnarfirði, þar sem um 85 manns starfa. vísir/eyþór Ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva hefur í hyggju að selja lyfjasölufyrirtækið Medis. Starfsmönnum Medis, sem er til húsa í Hafnarfirði, var tilkynnt um áformin í tölvupósti fyrir um þremur vikum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Um eitt hundrað manns starfa hjá Medis, þar af um 85 hér á landi. Teva eignaðist Medis þegar fyrirtækið tók yfir Actavis Generics, samheitalyfjahluta Allergan, síðasta sumar. Medis selur lyf og lyfjahugvit Actavis til annarra lyfjafyrirtækja um allan heim eða alls um 190 vörur sem seldar eru í yfir eitt hundrað löndum undir merkjum viðskiptavina Medis. Fyrirtækið var stofnað hér á landi árið 1985. Forsvarsmenn Teva staðfestu í samtali við fréttaveitu Reuters að ákveðið hafi verið að hefja söluferli á Medis. Samkvæmt heimildum fréttaveitu Bloomberg gæti fyrirtækið verið metið á milli 500 til 1.000 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 53 til 106 milljörðum króna.Valur Ragnarsson, forstjóri MedisEkki náðist í forsvarsmenn Medis við vinnslu fréttarinnar. Skuldabyrði Teva hefur þyngst verulega eftir að fyrirtækið, sem er umsvifamesti samheitalyfjaframleiðandi í heimi, tók yfir rekstur Actavis, og þar með Medis, í ágúst í fyrra. Kaupverðið var 40,5 milljarðar dala, en skuldir Teva nema nú um 32 milljörðum dala samkvæmt nýju uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í síðustu viku. Margir greinendur og fjárfestar telja að Teva hafi greitt of hátt verð fyrir Actavis, að því er segir í frétt Reuters. Sigurður Óli Ólafsson lét af starfi forstjóra samheitalyfjasviðs Teva í kjölfar yfirtökunnar á Actavis, en hann hafði gegnt forstjórastarfinu frá árinu 2014. Teva leitar nú leiða til þess að selja eignir og draga úr kostnaði og grynnka þannig á skuldum sínum. Nýverið var greint frá áformum fyrirtækisins um að segja upp sjö þúsund starfsmönnum og loka eða selja fimmtán verksmiðjur víða um heim fyrir árslok. Hlutabréf í Teva hafa fallið um næstum því fimmtíu prósent í verði frá því að félagið birti uppgjör sitt fyrir annan fjórðung ársins í síðustu viku. Hefur verðið ekki verið lægra síðan árið 2003. Hlutabréfin hafa lækkað um 95 prósent frá því í byrjun árs 2016. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva hefur í hyggju að selja lyfjasölufyrirtækið Medis. Starfsmönnum Medis, sem er til húsa í Hafnarfirði, var tilkynnt um áformin í tölvupósti fyrir um þremur vikum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Um eitt hundrað manns starfa hjá Medis, þar af um 85 hér á landi. Teva eignaðist Medis þegar fyrirtækið tók yfir Actavis Generics, samheitalyfjahluta Allergan, síðasta sumar. Medis selur lyf og lyfjahugvit Actavis til annarra lyfjafyrirtækja um allan heim eða alls um 190 vörur sem seldar eru í yfir eitt hundrað löndum undir merkjum viðskiptavina Medis. Fyrirtækið var stofnað hér á landi árið 1985. Forsvarsmenn Teva staðfestu í samtali við fréttaveitu Reuters að ákveðið hafi verið að hefja söluferli á Medis. Samkvæmt heimildum fréttaveitu Bloomberg gæti fyrirtækið verið metið á milli 500 til 1.000 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 53 til 106 milljörðum króna.Valur Ragnarsson, forstjóri MedisEkki náðist í forsvarsmenn Medis við vinnslu fréttarinnar. Skuldabyrði Teva hefur þyngst verulega eftir að fyrirtækið, sem er umsvifamesti samheitalyfjaframleiðandi í heimi, tók yfir rekstur Actavis, og þar með Medis, í ágúst í fyrra. Kaupverðið var 40,5 milljarðar dala, en skuldir Teva nema nú um 32 milljörðum dala samkvæmt nýju uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í síðustu viku. Margir greinendur og fjárfestar telja að Teva hafi greitt of hátt verð fyrir Actavis, að því er segir í frétt Reuters. Sigurður Óli Ólafsson lét af starfi forstjóra samheitalyfjasviðs Teva í kjölfar yfirtökunnar á Actavis, en hann hafði gegnt forstjórastarfinu frá árinu 2014. Teva leitar nú leiða til þess að selja eignir og draga úr kostnaði og grynnka þannig á skuldum sínum. Nýverið var greint frá áformum fyrirtækisins um að segja upp sjö þúsund starfsmönnum og loka eða selja fimmtán verksmiðjur víða um heim fyrir árslok. Hlutabréf í Teva hafa fallið um næstum því fimmtíu prósent í verði frá því að félagið birti uppgjör sitt fyrir annan fjórðung ársins í síðustu viku. Hefur verðið ekki verið lægra síðan árið 2003. Hlutabréfin hafa lækkað um 95 prósent frá því í byrjun árs 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent