Vonar að sala á kjöti til Kína hefjist í vetur Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. ágúst 2017 06:00 Brátt brestur á með göngum og réttum og svo sláturtíð í framhaldinu. Ekki er búist við því að farga verði kindakjöti í stórum stíl. vísir/valli Vonast er til að hægt verði að hefja útflutning á lambakjöti til Kína í vetur, segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts.ta verðlækkun þar í krónum talið,“ segir hann. Svavar Halldórsson„Það er von á kínverskri sendinefnd í september sem kemur hingað og mun taka út öll sláturhúsin og fara yfir kerfið og svona. Hér hafa verið mikil samskipti í gangi í tvö eða þrjú ár. Vonandi verður það niðurstaðan að Kínamarkaður opnast einhvern tímann í vetur. Kínamarkaður er mjög flottur fyrir hliðarafurðir og einmitt þá bita sem við eigum nóg af núna,“ segir Svavar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudaginn má búast við að kindakjötsbirgðir verði um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri við upphaf sláturtíðar í haust heldur en æskilegt væri. Ástæðan er sú að útflutningur hefur dregist saman tvö ár í röð. Svavar segir niðurstöðuna þó ekki verða þá að hér þurfi að farga kjöti í stórum stíl eins og tíðkaðist á árum áður heldur verði kjötið endanlega selt á mjög lágu verði. Það séu fyrst og fremst ódýrir bitar, sem ekki eru seldir sem íslenskir, sem gengur erfiðlega að selja. „Það er alveg hægt að selja þá en það fæst lægra verð af því að það er ekki hægt að selja þá sem íslenska afurð,“ segir Svavar. Þessir ódýru hlutar séu hins vegar bróðurparturinn af því sem flutt er út. Svavar segir að samdráttur í útflutningi síðustu árin skýrist af nokkrum ólíkum þáttum. Noregsmarkaður hafi dottið út og viðskiptabann á Rússland hafi líka orðið til þess að Rússlandsmarkaður datt út. Þegar viðskiptabannið var sett á hafi önnur Evrópuríki getað leitað til Kína, en það hafi Íslendingar ekki enn getað gert. Þá skipti miklu máli að breska pundið hafi fallið um leið og krónan hækkaði og það hafi spillt mörkuðum í Bretlandi. „Bretland er stærsti innflytjandi á lambakjöti í Evrópu. Pundið féll og krónan hækkaði þannig að við erum að tala um 40-50 prósenta verðlækkun þar í krónum talið,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00 Segir offramleiðslu á kindakjöti rót vandans Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands vill stöðva gegndarlausa offramleiðslu á kindakjöti. Hann segir bændur verða að laga framleiðslu sína að markaðsaðstæðum. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Vonast er til að hægt verði að hefja útflutning á lambakjöti til Kína í vetur, segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts.ta verðlækkun þar í krónum talið,“ segir hann. Svavar Halldórsson„Það er von á kínverskri sendinefnd í september sem kemur hingað og mun taka út öll sláturhúsin og fara yfir kerfið og svona. Hér hafa verið mikil samskipti í gangi í tvö eða þrjú ár. Vonandi verður það niðurstaðan að Kínamarkaður opnast einhvern tímann í vetur. Kínamarkaður er mjög flottur fyrir hliðarafurðir og einmitt þá bita sem við eigum nóg af núna,“ segir Svavar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudaginn má búast við að kindakjötsbirgðir verði um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri við upphaf sláturtíðar í haust heldur en æskilegt væri. Ástæðan er sú að útflutningur hefur dregist saman tvö ár í röð. Svavar segir niðurstöðuna þó ekki verða þá að hér þurfi að farga kjöti í stórum stíl eins og tíðkaðist á árum áður heldur verði kjötið endanlega selt á mjög lágu verði. Það séu fyrst og fremst ódýrir bitar, sem ekki eru seldir sem íslenskir, sem gengur erfiðlega að selja. „Það er alveg hægt að selja þá en það fæst lægra verð af því að það er ekki hægt að selja þá sem íslenska afurð,“ segir Svavar. Þessir ódýru hlutar séu hins vegar bróðurparturinn af því sem flutt er út. Svavar segir að samdráttur í útflutningi síðustu árin skýrist af nokkrum ólíkum þáttum. Noregsmarkaður hafi dottið út og viðskiptabann á Rússland hafi líka orðið til þess að Rússlandsmarkaður datt út. Þegar viðskiptabannið var sett á hafi önnur Evrópuríki getað leitað til Kína, en það hafi Íslendingar ekki enn getað gert. Þá skipti miklu máli að breska pundið hafi fallið um leið og krónan hækkaði og það hafi spillt mörkuðum í Bretlandi. „Bretland er stærsti innflytjandi á lambakjöti í Evrópu. Pundið féll og krónan hækkaði þannig að við erum að tala um 40-50 prósenta verðlækkun þar í krónum talið,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00 Segir offramleiðslu á kindakjöti rót vandans Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands vill stöðva gegndarlausa offramleiðslu á kindakjöti. Hann segir bændur verða að laga framleiðslu sína að markaðsaðstæðum. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00
Segir offramleiðslu á kindakjöti rót vandans Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands vill stöðva gegndarlausa offramleiðslu á kindakjöti. Hann segir bændur verða að laga framleiðslu sína að markaðsaðstæðum. 2. ágúst 2017 06:00