Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2017 23:46 Kaldur blettur er greinilegur á grafi NASA og NOAA yfir miðgildishita á jörðinni metárið 2015. NASA/NOAA Kuldapollur í Norður-Atlantshafi þar sem hnattræn hlýnun hefur haft lítil áhrif gæti verið vísbending um byrjað sé að hægja á hringrás varma í hafinu. Orsökin gæti meðal annars verið bráðnun hafíss á norðurskautinu. Vísindamenn hafa velt vöngum yfir köldum bletti sem birtist í mælingum og langtímalíkönum um hitastig jarðar sem sýna mikla hlýnun nær alls staðar annars staðar. Þessi kuldapollur er í og yfir hafinu suðvestur af Íslandi. Leiddar hafa verið líkur að því að mikið magn ferskvatns frá bráðnun íss á Grænlandi trufli veltihringrásina í Atlantshafinu (e. Atlantic Meridional Overturning Circulation (AMOC)). AMOC er nokkurs konar færiband sem færir hlýjan sjó frá miðbaugi norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Þessi hringrás hefur veruleg áhrif á loftslag í Evrópu og austanverðri Norður-Ameríku, að því er kemur fram í umfjöllum Washington Post.Bráðnun hafíssins gæti leikið hlutverk í veikingu hringrásarinnarKuldapollurinn gæti verið vísbending um að hægt hafi á þessari hringrás og minni varmi berist því í Norður-Atlantshafið. Áhyggjur manna beinast að því að áframhaldandi hnattræn hlýnun og bráðnun íss muni veikja hringrásina enn frekar. Ný rannsókn sem birtist í Nature Climate Change fann vísbendingar um að þetta sé í raun það sem er að gerast í Norður-Atlantshafi. Vísindamennirnir sem standa að henni færa einnig rök fyrir því að bráðnun hafíssins geti veikt veltihringrásina og viðhaldið kulda í þessum polli. Niðurstaða þeirra var sú að til lengri tíma litið hafi aukið flæði ferskvatns út í hafið mest áhrif á veltihringrásina. Loftslagslíkön sem þeir notuðu til að líkja eftir bráðnun hafíssins sýndu veikingu hringrásarinnar og kuldapoll eins og þann sem nú sést við Ísland og Grænland.Hafísinn á norðurskautinu hefur skroppið saman síðustu árin og áratugina. Þegar hann bráðnar getur ferskvatn bæst við hafið sem getur raskað hafstraumum.Vísir/EPAAðrir vísindamenn vara þó við að þessar niðurstöður byggist aðeins á einu líkani og enn sé óvissa um hvort að í raun hafi hægst á veltihringrásinni. „Við erum aðeins með beinar athuganir fyrir síðasta áratuginn og þó að þær hafi sýnt merki um veikingu yfir það tímabil þá hafa aðrar vísbendingar bent til þess að þetta sé sveifla frekar en áframhaldandi veiking,“ segir Laura Jackson, hafhringrásasérfræðingur við Veðurstofu Bretland við Washington Post. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Kuldapollur í Norður-Atlantshafi þar sem hnattræn hlýnun hefur haft lítil áhrif gæti verið vísbending um byrjað sé að hægja á hringrás varma í hafinu. Orsökin gæti meðal annars verið bráðnun hafíss á norðurskautinu. Vísindamenn hafa velt vöngum yfir köldum bletti sem birtist í mælingum og langtímalíkönum um hitastig jarðar sem sýna mikla hlýnun nær alls staðar annars staðar. Þessi kuldapollur er í og yfir hafinu suðvestur af Íslandi. Leiddar hafa verið líkur að því að mikið magn ferskvatns frá bráðnun íss á Grænlandi trufli veltihringrásina í Atlantshafinu (e. Atlantic Meridional Overturning Circulation (AMOC)). AMOC er nokkurs konar færiband sem færir hlýjan sjó frá miðbaugi norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Þessi hringrás hefur veruleg áhrif á loftslag í Evrópu og austanverðri Norður-Ameríku, að því er kemur fram í umfjöllum Washington Post.Bráðnun hafíssins gæti leikið hlutverk í veikingu hringrásarinnarKuldapollurinn gæti verið vísbending um að hægt hafi á þessari hringrás og minni varmi berist því í Norður-Atlantshafið. Áhyggjur manna beinast að því að áframhaldandi hnattræn hlýnun og bráðnun íss muni veikja hringrásina enn frekar. Ný rannsókn sem birtist í Nature Climate Change fann vísbendingar um að þetta sé í raun það sem er að gerast í Norður-Atlantshafi. Vísindamennirnir sem standa að henni færa einnig rök fyrir því að bráðnun hafíssins geti veikt veltihringrásina og viðhaldið kulda í þessum polli. Niðurstaða þeirra var sú að til lengri tíma litið hafi aukið flæði ferskvatns út í hafið mest áhrif á veltihringrásina. Loftslagslíkön sem þeir notuðu til að líkja eftir bráðnun hafíssins sýndu veikingu hringrásarinnar og kuldapoll eins og þann sem nú sést við Ísland og Grænland.Hafísinn á norðurskautinu hefur skroppið saman síðustu árin og áratugina. Þegar hann bráðnar getur ferskvatn bæst við hafið sem getur raskað hafstraumum.Vísir/EPAAðrir vísindamenn vara þó við að þessar niðurstöður byggist aðeins á einu líkani og enn sé óvissa um hvort að í raun hafi hægst á veltihringrásinni. „Við erum aðeins með beinar athuganir fyrir síðasta áratuginn og þó að þær hafi sýnt merki um veikingu yfir það tímabil þá hafa aðrar vísbendingar bent til þess að þetta sé sveifla frekar en áframhaldandi veiking,“ segir Laura Jackson, hafhringrásasérfræðingur við Veðurstofu Bretland við Washington Post.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04