Rúmir 18 milljarðar þurrkast út eftir opnun Costco Kristinn Ingi Jónsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Sala Haga hélt áfram að dragast saman í júlí. vísir/eyþór Um 18,6 milljarðar króna af markaðsvirði smásölurisans Haga hafa þurrkast út frá því að bandaríska keðjan Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í maímánuði. Forsvarsmenn Haga sendu á föstudagskvöldið frá sér sína aðra afkomuviðvörun á einum mánuði þar sem varað var við því að EBIDTA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði – verði um tuttugu prósentum lægri á öðrum fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Gengi hlutabréfa í Högum stóð í 39,4 krónum á hlut þegar markaðir lokuðu á föstudag. Hefur það lækkað um 28,7 prósent frá því að Costco opnaði verslun sína 23. maí síðastliðinn. Á sama tíma hefur markaðsvirði Haga lækkað um 28,8 prósent, úr 64,7 milljörðum í 46,1 milljarð. Gengi bréfanna fór niður í 38 um miðjan júlímánuð, skömmu eftir að félagið sendi frá sér sína fyrstu afkomuviðvörun, en fyrir utan það hefur hlutabréfaverðið ekki verið lægra í tvö ár. Sérfræðingar á fjármálamarkaði sem Fréttablaðið ræddi við telja líklegt að markaðurinn bregðist nokkuð harkalega við viðvöruninni í dag og að gengið fari langleiðina niður í 37. Líkur séu á því að sala Haga batni eftir því sem líður á árið, en þó sé ólíklegt að gengið fari aftur yfir 40 í bráð. Í viðvöruninni kom fram að sölusamdrátturinn í júlí hafi verið á sömu nótum og í júní, en þá nam hann 8,5 prósentum milli ára að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Önnur afkomuviðvörun frá Högum Hagar sendu frá sér enn eina afkomuviðvörun fyrirtækisins til Kauphallarinnar í gærkvöld. Sölusamdráttur hafi verið í júlí miðað við sama tíma í fyrra. Fyrirtækið segir ljóst að breytt staða á markaði hafi mikil áhrif á félagið. 5. ágúst 2017 13:44 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
Um 18,6 milljarðar króna af markaðsvirði smásölurisans Haga hafa þurrkast út frá því að bandaríska keðjan Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í maímánuði. Forsvarsmenn Haga sendu á föstudagskvöldið frá sér sína aðra afkomuviðvörun á einum mánuði þar sem varað var við því að EBIDTA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði – verði um tuttugu prósentum lægri á öðrum fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Gengi hlutabréfa í Högum stóð í 39,4 krónum á hlut þegar markaðir lokuðu á föstudag. Hefur það lækkað um 28,7 prósent frá því að Costco opnaði verslun sína 23. maí síðastliðinn. Á sama tíma hefur markaðsvirði Haga lækkað um 28,8 prósent, úr 64,7 milljörðum í 46,1 milljarð. Gengi bréfanna fór niður í 38 um miðjan júlímánuð, skömmu eftir að félagið sendi frá sér sína fyrstu afkomuviðvörun, en fyrir utan það hefur hlutabréfaverðið ekki verið lægra í tvö ár. Sérfræðingar á fjármálamarkaði sem Fréttablaðið ræddi við telja líklegt að markaðurinn bregðist nokkuð harkalega við viðvöruninni í dag og að gengið fari langleiðina niður í 37. Líkur séu á því að sala Haga batni eftir því sem líður á árið, en þó sé ólíklegt að gengið fari aftur yfir 40 í bráð. Í viðvöruninni kom fram að sölusamdrátturinn í júlí hafi verið á sömu nótum og í júní, en þá nam hann 8,5 prósentum milli ára að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Önnur afkomuviðvörun frá Högum Hagar sendu frá sér enn eina afkomuviðvörun fyrirtækisins til Kauphallarinnar í gærkvöld. Sölusamdráttur hafi verið í júlí miðað við sama tíma í fyrra. Fyrirtækið segir ljóst að breytt staða á markaði hafi mikil áhrif á félagið. 5. ágúst 2017 13:44 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
Önnur afkomuviðvörun frá Högum Hagar sendu frá sér enn eina afkomuviðvörun fyrirtækisins til Kauphallarinnar í gærkvöld. Sölusamdráttur hafi verið í júlí miðað við sama tíma í fyrra. Fyrirtækið segir ljóst að breytt staða á markaði hafi mikil áhrif á félagið. 5. ágúst 2017 13:44
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent