Hinrik prins segir eiginkonu sína hafa haft sig að fífli Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. ágúst 2017 15:15 Hinrik prins telur sig hafa verið í skugga eiginkonu sinnar. Visir/Getty Hinrik prins er harður á því að vilja ekki láta grafa sig við hlið eiginkonu sinnar, Margrétar Þórhildar Danadrottningar, í Hróarskeldu. Hann ítrekar þetta í viðtali við vikublaðið Se og Hør - viðtali sem hefur valdið töluverðum usla í Danmörku í dag. Þar fer hann hörðum orðum um eiginkonu sína. „Hún hefur haft mig að fífli. Ég giftist ekki drottningunni til að láta grafa mig í Hróarskeldu,“ segir hinn pirraði prins í fyrsta viðtalinu eftir að í ljós kom í síðustu viku að hann myndi rjúfa aldagamla hefð um að konungshjón Danmerkur hvíli hlið við hlið. Lene Balleby, upplýsingafulltrúi drottningar, sagði í einkaviðtali við Berlingske að það sé ekkert leyndarmál að prinsinn hafi verið ósáttur við stöðu sína og þann titil sem hann ber innan konungsfjölskyldunnar í mörg ár. Óánægja hans hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Sjá einnig: Hinrik Prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur„Fyrir prinsinn er ákvörðun hans um að liggja ekki hinstu hvílu við hlið drottningar eðlilegt framhald þeirrar stöðu sem honum hefur verið úthlutað og að ekki hefur verið orðið við óskum hans um breytingu þar á. Prinsinn er einfaldlega þeirrar skoðunar að hann eigi ekki að vera við hlið drottningar í dauðanum þegar honum var meinað það í lífinu,” sagði Balleby í viðtali við Berlingske. Hinrik hnykkir á þessu í samtali við Se og Hør. „Eiginkona mín hefur ekki sýnt mér þá virðingu sem kona ætti að sýna eiginmanni sínum.“ segir hann. „Eiginkona mín hefur tekið það skýrt fram að hún vilji vera drottning og það get ég sætt mig við. En sem manneskja ætti hún að vita að þegar karl og kona eru gift þá eru þau jafningar,“ bætir prinsinn við. Hinrik undirstrikar í samtali við vikublaðið að þrátt fyrir þessi ósætti elski þau Margrét hvort annað og að þau muni verja næstu tveimur vikum saman í Frakklandi. Enn er óvíst hvar Hinriki verður fundinn grafreitur að honum látnum. Hinrik prins fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934 og er hann því 83 ára gamall. Hann og Margrét Þórhildur drottning gengu í hjónaband árið 1967. Danska krúnan hefur ekki viljað tjá sig um viðtal Hinriks í Se og Hør, sem má nálgast hér. Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Tengdar fréttir Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla saman í steinkistu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. 3. ágúst 2017 14:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Hinrik prins er harður á því að vilja ekki láta grafa sig við hlið eiginkonu sinnar, Margrétar Þórhildar Danadrottningar, í Hróarskeldu. Hann ítrekar þetta í viðtali við vikublaðið Se og Hør - viðtali sem hefur valdið töluverðum usla í Danmörku í dag. Þar fer hann hörðum orðum um eiginkonu sína. „Hún hefur haft mig að fífli. Ég giftist ekki drottningunni til að láta grafa mig í Hróarskeldu,“ segir hinn pirraði prins í fyrsta viðtalinu eftir að í ljós kom í síðustu viku að hann myndi rjúfa aldagamla hefð um að konungshjón Danmerkur hvíli hlið við hlið. Lene Balleby, upplýsingafulltrúi drottningar, sagði í einkaviðtali við Berlingske að það sé ekkert leyndarmál að prinsinn hafi verið ósáttur við stöðu sína og þann titil sem hann ber innan konungsfjölskyldunnar í mörg ár. Óánægja hans hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Sjá einnig: Hinrik Prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur„Fyrir prinsinn er ákvörðun hans um að liggja ekki hinstu hvílu við hlið drottningar eðlilegt framhald þeirrar stöðu sem honum hefur verið úthlutað og að ekki hefur verið orðið við óskum hans um breytingu þar á. Prinsinn er einfaldlega þeirrar skoðunar að hann eigi ekki að vera við hlið drottningar í dauðanum þegar honum var meinað það í lífinu,” sagði Balleby í viðtali við Berlingske. Hinrik hnykkir á þessu í samtali við Se og Hør. „Eiginkona mín hefur ekki sýnt mér þá virðingu sem kona ætti að sýna eiginmanni sínum.“ segir hann. „Eiginkona mín hefur tekið það skýrt fram að hún vilji vera drottning og það get ég sætt mig við. En sem manneskja ætti hún að vita að þegar karl og kona eru gift þá eru þau jafningar,“ bætir prinsinn við. Hinrik undirstrikar í samtali við vikublaðið að þrátt fyrir þessi ósætti elski þau Margrét hvort annað og að þau muni verja næstu tveimur vikum saman í Frakklandi. Enn er óvíst hvar Hinriki verður fundinn grafreitur að honum látnum. Hinrik prins fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934 og er hann því 83 ára gamall. Hann og Margrét Þórhildur drottning gengu í hjónaband árið 1967. Danska krúnan hefur ekki viljað tjá sig um viðtal Hinriks í Se og Hør, sem má nálgast hér.
Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Tengdar fréttir Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla saman í steinkistu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. 3. ágúst 2017 14:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla saman í steinkistu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. 3. ágúst 2017 14:09