Aleksandra passar upp á stelpurnar okkar Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 10:30 Aleksandra stendur vaktina hjá kvennalandsliðinu í Hollandi. Hér fylgist hún með æfingu stelpnanna á dögunum. Vísir/Tom Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Eðlilega, enda spilar hún ekki með því þótt óhætt sé að segja að hún gegni mikilvægu hlutverki í EM hópnum úti í Hollandi. Aleksandra hefur fylgt stelpunum okkar eftir af þeirri ástæðu að hún er öryggisfulltrúi landsliðsins. Hún er pólsk að uppruna en talar reiprennandi íslensku. Hún hefur búið á Íslandi í yfir áratug. „Hlutverk okkar er að tryggja öryggi allsl hópsins, leikmanna, þjálfara og starfsmanna,“ segir Aleksandra í samtali við Vísi. Víðir Reynisson, verkefnastjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi sem áður starfaði hjá almannavörnum, hefur gegnt þessu hlutverki hjá landsliðum Íslands undanfarin misseri. „Víðir er algjör meistari,“ segir Aleksandra. Víðir stóð vaktina í kringum fyrsta leikinn gegn Frakklandi en svo kom Aleksandra út til Hollands og þau unnu saman í kringum leikinn gegn Sviss. Nú stendur Aleksandra vaktina ein. Víðir Reynisson, til hægri, ásamt landsliðskonunum Sif Atladóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir blaðamannafund í aðdraganda leiksins gegn Sviss í Doetinchem.Vísir/Kolbeinn Tumi„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Aleksandra sem starfar sem lögreglufulltrúi hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Ekkert hafi komið upp. „Ekki hingað til.“Hún segist hafa áhuga á fótboltanum en svo sé um krefjandi og skemmtilegt verkefni að ræða. Hún sé vön því að vinna í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld hjá alþjóðadeildinni. Hér úti vinnur hún náið með lögregluyfirvöldum þar sem er metið hvort grípa þurfi til aðgerða í kringum leikina sjálfa.Hún segir gaman að vinna í kringum stelpurnar og það sé ekkert vesen á þeim.„Þær eru frábærar.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Eðlilega, enda spilar hún ekki með því þótt óhætt sé að segja að hún gegni mikilvægu hlutverki í EM hópnum úti í Hollandi. Aleksandra hefur fylgt stelpunum okkar eftir af þeirri ástæðu að hún er öryggisfulltrúi landsliðsins. Hún er pólsk að uppruna en talar reiprennandi íslensku. Hún hefur búið á Íslandi í yfir áratug. „Hlutverk okkar er að tryggja öryggi allsl hópsins, leikmanna, þjálfara og starfsmanna,“ segir Aleksandra í samtali við Vísi. Víðir Reynisson, verkefnastjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi sem áður starfaði hjá almannavörnum, hefur gegnt þessu hlutverki hjá landsliðum Íslands undanfarin misseri. „Víðir er algjör meistari,“ segir Aleksandra. Víðir stóð vaktina í kringum fyrsta leikinn gegn Frakklandi en svo kom Aleksandra út til Hollands og þau unnu saman í kringum leikinn gegn Sviss. Nú stendur Aleksandra vaktina ein. Víðir Reynisson, til hægri, ásamt landsliðskonunum Sif Atladóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir blaðamannafund í aðdraganda leiksins gegn Sviss í Doetinchem.Vísir/Kolbeinn Tumi„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Aleksandra sem starfar sem lögreglufulltrúi hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Ekkert hafi komið upp. „Ekki hingað til.“Hún segist hafa áhuga á fótboltanum en svo sé um krefjandi og skemmtilegt verkefni að ræða. Hún sé vön því að vinna í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld hjá alþjóðadeildinni. Hér úti vinnur hún náið með lögregluyfirvöldum þar sem er metið hvort grípa þurfi til aðgerða í kringum leikina sjálfa.Hún segir gaman að vinna í kringum stelpurnar og það sé ekkert vesen á þeim.„Þær eru frábærar.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira