Aleksandra passar upp á stelpurnar okkar Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 10:30 Aleksandra stendur vaktina hjá kvennalandsliðinu í Hollandi. Hér fylgist hún með æfingu stelpnanna á dögunum. Vísir/Tom Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Eðlilega, enda spilar hún ekki með því þótt óhætt sé að segja að hún gegni mikilvægu hlutverki í EM hópnum úti í Hollandi. Aleksandra hefur fylgt stelpunum okkar eftir af þeirri ástæðu að hún er öryggisfulltrúi landsliðsins. Hún er pólsk að uppruna en talar reiprennandi íslensku. Hún hefur búið á Íslandi í yfir áratug. „Hlutverk okkar er að tryggja öryggi allsl hópsins, leikmanna, þjálfara og starfsmanna,“ segir Aleksandra í samtali við Vísi. Víðir Reynisson, verkefnastjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi sem áður starfaði hjá almannavörnum, hefur gegnt þessu hlutverki hjá landsliðum Íslands undanfarin misseri. „Víðir er algjör meistari,“ segir Aleksandra. Víðir stóð vaktina í kringum fyrsta leikinn gegn Frakklandi en svo kom Aleksandra út til Hollands og þau unnu saman í kringum leikinn gegn Sviss. Nú stendur Aleksandra vaktina ein. Víðir Reynisson, til hægri, ásamt landsliðskonunum Sif Atladóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir blaðamannafund í aðdraganda leiksins gegn Sviss í Doetinchem.Vísir/Kolbeinn Tumi„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Aleksandra sem starfar sem lögreglufulltrúi hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Ekkert hafi komið upp. „Ekki hingað til.“Hún segist hafa áhuga á fótboltanum en svo sé um krefjandi og skemmtilegt verkefni að ræða. Hún sé vön því að vinna í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld hjá alþjóðadeildinni. Hér úti vinnur hún náið með lögregluyfirvöldum þar sem er metið hvort grípa þurfi til aðgerða í kringum leikina sjálfa.Hún segir gaman að vinna í kringum stelpurnar og það sé ekkert vesen á þeim.„Þær eru frábærar.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Eðlilega, enda spilar hún ekki með því þótt óhætt sé að segja að hún gegni mikilvægu hlutverki í EM hópnum úti í Hollandi. Aleksandra hefur fylgt stelpunum okkar eftir af þeirri ástæðu að hún er öryggisfulltrúi landsliðsins. Hún er pólsk að uppruna en talar reiprennandi íslensku. Hún hefur búið á Íslandi í yfir áratug. „Hlutverk okkar er að tryggja öryggi allsl hópsins, leikmanna, þjálfara og starfsmanna,“ segir Aleksandra í samtali við Vísi. Víðir Reynisson, verkefnastjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi sem áður starfaði hjá almannavörnum, hefur gegnt þessu hlutverki hjá landsliðum Íslands undanfarin misseri. „Víðir er algjör meistari,“ segir Aleksandra. Víðir stóð vaktina í kringum fyrsta leikinn gegn Frakklandi en svo kom Aleksandra út til Hollands og þau unnu saman í kringum leikinn gegn Sviss. Nú stendur Aleksandra vaktina ein. Víðir Reynisson, til hægri, ásamt landsliðskonunum Sif Atladóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir blaðamannafund í aðdraganda leiksins gegn Sviss í Doetinchem.Vísir/Kolbeinn Tumi„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Aleksandra sem starfar sem lögreglufulltrúi hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Ekkert hafi komið upp. „Ekki hingað til.“Hún segist hafa áhuga á fótboltanum en svo sé um krefjandi og skemmtilegt verkefni að ræða. Hún sé vön því að vinna í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld hjá alþjóðadeildinni. Hér úti vinnur hún náið með lögregluyfirvöldum þar sem er metið hvort grípa þurfi til aðgerða í kringum leikina sjálfa.Hún segir gaman að vinna í kringum stelpurnar og það sé ekkert vesen á þeim.„Þær eru frábærar.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira