Degi styttra í næsta gos Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. júlí 2017 20:00 Aukin hætta er á jökulhlaupi í Múlakvísl og á Mýrdalssandi eftir snarpan jarðskjálfta í Kötlu í fyrrakvöld. Almannavarnir hafa þegar lokað áningarstað við Múlakvísl og takmarkað umferð á leiðinni um gamla Mýrdalssand. Skjálfti af stærðinni 4,5 varð í Austmannsbungu í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli í fyrrakvöld og sagði Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu í gær að skjálftinn væri að mörgu leyti óvenjulegur. Lítil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu í dag og engin merki eru um gosóróa. Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi hefur jafnt og þétt farið hækkandi en þær segja til um magn jarðhitavatns í ánni og þegar hlaup af jarðhitavöldum eru í uppsiglingu tekur leiðnin í ánni að stíga. Þetta ástand getur varað í nokkra daga áður en hlaupið hefst en eftir skjálftann í fyrradag hafa tilkynningar borist um aukna brennisteinslykt á svæðinu.Hafa takmarkað umferð „Það er þessi aukna leiðni og aukið rennsli í ánni sem gefur vísbendingar um að eitthvað sé að gerast og það verður bara fylgst náið með því. Það er ómögulegt að segja hvort þetta leiði til einhvers meira heldur en er akkúrat núna,“ segir Víðir Reynisson, verkefnafulltrúi almannavarna á Suðurlandi. Almannavarnir og Vegagerðin hafa þegar gripið til ráðstafana á svæðinu. „Við lokuðum áningarstað við brúnna við Múlakvísl og erum búnir að takmarka umferð inn á gömlu leiðina inn á Mýrdalssand en þjóðvegurinn er alveg opinn og öll eðlileg umferð, hún hefur bara sinn vanagang,“ segir Víðir.Degi styttra í næsta gos Víðir segist ekki hafa upplýsingar um hvort Vísindaráð hafi komið saman vegna skjálftans en Veðurstofan fylgist grannt með gangi mála og Almannavarnir og Vegagerðin eru meðvituð um hættuna. „Eins og góður maður sagði einu sinni um Kötlu. Það eina sem við getum sagt um það hvenær næsta gos verður að þegar að þessi dagur er búinn þá er einum degi styttra í næsta gos,“ segir Víðir. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Skjálftahrinan á Reykjanesskaga ekki óvenjuleg á neinn hátt Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. 27. júlí 2017 12:03 Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Aukin hætta er á jökulhlaupi í Múlakvísl og á Mýrdalssandi eftir snarpan jarðskjálfta í Kötlu í fyrrakvöld. Almannavarnir hafa þegar lokað áningarstað við Múlakvísl og takmarkað umferð á leiðinni um gamla Mýrdalssand. Skjálfti af stærðinni 4,5 varð í Austmannsbungu í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli í fyrrakvöld og sagði Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu í gær að skjálftinn væri að mörgu leyti óvenjulegur. Lítil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu í dag og engin merki eru um gosóróa. Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi hefur jafnt og þétt farið hækkandi en þær segja til um magn jarðhitavatns í ánni og þegar hlaup af jarðhitavöldum eru í uppsiglingu tekur leiðnin í ánni að stíga. Þetta ástand getur varað í nokkra daga áður en hlaupið hefst en eftir skjálftann í fyrradag hafa tilkynningar borist um aukna brennisteinslykt á svæðinu.Hafa takmarkað umferð „Það er þessi aukna leiðni og aukið rennsli í ánni sem gefur vísbendingar um að eitthvað sé að gerast og það verður bara fylgst náið með því. Það er ómögulegt að segja hvort þetta leiði til einhvers meira heldur en er akkúrat núna,“ segir Víðir Reynisson, verkefnafulltrúi almannavarna á Suðurlandi. Almannavarnir og Vegagerðin hafa þegar gripið til ráðstafana á svæðinu. „Við lokuðum áningarstað við brúnna við Múlakvísl og erum búnir að takmarka umferð inn á gömlu leiðina inn á Mýrdalssand en þjóðvegurinn er alveg opinn og öll eðlileg umferð, hún hefur bara sinn vanagang,“ segir Víðir.Degi styttra í næsta gos Víðir segist ekki hafa upplýsingar um hvort Vísindaráð hafi komið saman vegna skjálftans en Veðurstofan fylgist grannt með gangi mála og Almannavarnir og Vegagerðin eru meðvituð um hættuna. „Eins og góður maður sagði einu sinni um Kötlu. Það eina sem við getum sagt um það hvenær næsta gos verður að þegar að þessi dagur er búinn þá er einum degi styttra í næsta gos,“ segir Víðir.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Skjálftahrinan á Reykjanesskaga ekki óvenjuleg á neinn hátt Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. 27. júlí 2017 12:03 Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14
Skjálftahrinan á Reykjanesskaga ekki óvenjuleg á neinn hátt Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. 27. júlí 2017 12:03
Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28