Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga Sæunn Gísladóttir skrifar 29. júlí 2017 07:00 United Silicon þarf að greiða ÍAV fyrir lok næstu viku. VÍSIR/VILHELM Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. „Við getum ekki svarað þessu, það er verið að vinna í málinu og það er engin niðurstaða komin í þetta,“ segir Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, spurður um hvernig félagið hyggst greiða fjárhæðina. „Það er enn verið að fara yfir dóminn og skoða alls kyns forsendur og svo eru lögmenn félagsins að vinna í málinu,“ segir hann. Hluthafaskrá United Silicon hefur ekki verið uppfærð og ekki fengust upplýsingar um hverjir væru núverandi eigendur þegar óskað var eftir því. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð frá Festu lífeyrissjóði, hluthafa í kísilverinu, til að greiða fjárhæðina. „Það hefur ekki verið óskað eftir því við okkur. Slíkar fyrirspurnir fara fyrir stjórn hjá lífeyrissjóðnum og fjárfestingaákvarðanir eru teknar út frá fyrirliggjandi upplýsingum og stjórnarákvörðun,“ segir Baldur Snorrason, sjóðsstjóri hjá Festu lífeyrissjóði. Fyrirspurn var send á Frjálsa lífeyrissjóðinn sem á hlut í kísilverinu en ekki náðist samband við framkvæmdastjórann vegna málsins. Ekki fengust upplýsingar frá Arion banka sem á hlut í United Silicon um hvort bankinn myndi veita fyrirtækinu lán eða annars konar fjárhagsaðstoð. Arion banki er jafnframt stærsti lánveitandi verkefnisins. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. „Við getum ekki svarað þessu, það er verið að vinna í málinu og það er engin niðurstaða komin í þetta,“ segir Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, spurður um hvernig félagið hyggst greiða fjárhæðina. „Það er enn verið að fara yfir dóminn og skoða alls kyns forsendur og svo eru lögmenn félagsins að vinna í málinu,“ segir hann. Hluthafaskrá United Silicon hefur ekki verið uppfærð og ekki fengust upplýsingar um hverjir væru núverandi eigendur þegar óskað var eftir því. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð frá Festu lífeyrissjóði, hluthafa í kísilverinu, til að greiða fjárhæðina. „Það hefur ekki verið óskað eftir því við okkur. Slíkar fyrirspurnir fara fyrir stjórn hjá lífeyrissjóðnum og fjárfestingaákvarðanir eru teknar út frá fyrirliggjandi upplýsingum og stjórnarákvörðun,“ segir Baldur Snorrason, sjóðsstjóri hjá Festu lífeyrissjóði. Fyrirspurn var send á Frjálsa lífeyrissjóðinn sem á hlut í kísilverinu en ekki náðist samband við framkvæmdastjórann vegna málsins. Ekki fengust upplýsingar frá Arion banka sem á hlut í United Silicon um hvort bankinn myndi veita fyrirtækinu lán eða annars konar fjárhagsaðstoð. Arion banki er jafnframt stærsti lánveitandi verkefnisins.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira