Fyrirliði Víkings: Frétti að Gunnar Nielsen er byrjaður að vinna í fyrsta skipti á ævinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2017 11:30 Íslandsmeistarar FH mæta færeyskum meisturum í Víkingi úr Götu í kvöld í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrirliði Víkinga og markvörður FH þekkjast vel. FH klikkaði illilega í fyrra þegar liðið tapaði á þessu stigi keppninnar gegn Dundalk frá Írlandi og meistararnir úr Hafnarfirði ætla ekki að láta það gerast aftur. Þeir fengu óvæntan skell í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar gegn Ólsurum en þeir hafa upplifað margt á mörgum árum í Evrópukeppnum. „Það hefur oft verið samasem merki á milli síðasta leiks í deild og Evrópukeppni hjá okkur. Þessi leikur bara búinn. Eins og hefur komið fram er ný keppni, Evrópukeppni. Við erum reynslumiklir í henni og viljum standa okkur vel. Við erum búnir að gleyma þessum leik á föstudagskvöldið,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Færeyski landsliðsmaðurinn Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er brattur fyrir einvígið þó íslensk félagslið hafi hingað til nánast undantekningalaust haft betur í baráttu við færeysk lið. „Við erum ekki að hugsa um það sem hefur gerst heldur viljum við skrifa okkar eigin sögu. Við erum heldur ekki að hugsa um einhverjar bölvanir eða íslensku Víkingana. Við erum sjálfir Víkingar þannig að við mætum bara bjartsýnir til leiks. Þetta verður erfitt en vonandi getum við sungið hressir saman í flugvélinni á leið heim.“ Gregersen er úr Þórshöfn eins og Gunnar Nielsen, markvörður FH, og þeir spila saman með færeyska landsliðinu. Atli og Gunnar eru góðir félagar og langar miðverðinum að skora á móti góðvini sínum annað kvöld. „Hann er ágætur,“ segir Atli og hlær. „Nei, hann er virkilega góður markvörður og góður maður. Ég var að frétta það að hann er kominn í venjulega vinnu líka sem er þá í fyrsta sinn á hans ævi. Kannski verður hann þá svolítið þreyttur á morgun. En að öllu gamni slepptu er Gunnar frábær markvörður en hann er bara mannlegur,“ segir Atli Gregersen. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Sjá meira
Íslandsmeistarar FH mæta færeyskum meisturum í Víkingi úr Götu í kvöld í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrirliði Víkinga og markvörður FH þekkjast vel. FH klikkaði illilega í fyrra þegar liðið tapaði á þessu stigi keppninnar gegn Dundalk frá Írlandi og meistararnir úr Hafnarfirði ætla ekki að láta það gerast aftur. Þeir fengu óvæntan skell í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar gegn Ólsurum en þeir hafa upplifað margt á mörgum árum í Evrópukeppnum. „Það hefur oft verið samasem merki á milli síðasta leiks í deild og Evrópukeppni hjá okkur. Þessi leikur bara búinn. Eins og hefur komið fram er ný keppni, Evrópukeppni. Við erum reynslumiklir í henni og viljum standa okkur vel. Við erum búnir að gleyma þessum leik á föstudagskvöldið,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Færeyski landsliðsmaðurinn Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er brattur fyrir einvígið þó íslensk félagslið hafi hingað til nánast undantekningalaust haft betur í baráttu við færeysk lið. „Við erum ekki að hugsa um það sem hefur gerst heldur viljum við skrifa okkar eigin sögu. Við erum heldur ekki að hugsa um einhverjar bölvanir eða íslensku Víkingana. Við erum sjálfir Víkingar þannig að við mætum bara bjartsýnir til leiks. Þetta verður erfitt en vonandi getum við sungið hressir saman í flugvélinni á leið heim.“ Gregersen er úr Þórshöfn eins og Gunnar Nielsen, markvörður FH, og þeir spila saman með færeyska landsliðinu. Atli og Gunnar eru góðir félagar og langar miðverðinum að skora á móti góðvini sínum annað kvöld. „Hann er ágætur,“ segir Atli og hlær. „Nei, hann er virkilega góður markvörður og góður maður. Ég var að frétta það að hann er kominn í venjulega vinnu líka sem er þá í fyrsta sinn á hans ævi. Kannski verður hann þá svolítið þreyttur á morgun. En að öllu gamni slepptu er Gunnar frábær markvörður en hann er bara mannlegur,“ segir Atli Gregersen. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti