Stöðugri ferðamannastraumur til höfuðborgarinnar en landsbyggðarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2017 08:39 Ferðamannastraumurinn til Mývatns dregst töluvert saman á veturna en helst stöðugri á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm Fjöldi ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu er svipaður á sumrin og veturna en í öðrum landshlutum, sérstaklega fyrir utan suðvesturhornið, koma mun færri ferðamenn utan háannatíma. Þetta er á meðal þess sem lesa má út úr gögnum Rannsóknarsetur verslunarinnar sem byggjast á upplýsingum um staðsetningu og fjölda erlendra símtækja sem eru í reiki hjá Símanum. Gögnin ná frá júní 2016 til febrúar 2017.Greining Arionbanka á gögnunum sýnir að mikill munur er á árstíðarsveiflu eftir einstökum ferðamannastöðum. Þannig heimsækja ívið fleiri ferðamenn Mývatn en Þingvelli á sumrin. Þá eru á bilinu 3-4% ferðamanna á landinu staddir á hvorum stað fyrir sig. Á veturna halda Þingvellir velli með 4% ferðamanna en á Mývatni fer hlutfallið niður í 1%.Þrjú til fimm þúsund ferðamenn á ferkílómetra í miðborginniÞetta á við um aðra staði sem eru utan suðvesturhornsins. Arionbanki segir að því nær Keflavíkurflugvelli sem staðir eru, því minni sveiflur verða í ferðamannafjölda á milli árstíða. Farsímagögnin sýna einnig að þó að ferðamenn eyði nóttunni í höfuðborginni þá verja þeir deginum utan hennar. Þannig eru 45% símtækja staðsett í borginni kl. 3 að nóttu en 35% kl. 15. Fimmtungur ferðamanna dvelur í miðborginni á hverjum degi miðað við tölurnar. Arionbanki reiknar út að á bilinu þrjú til fimm þúsund ferðamenn séu á hvern ferkílómetra í miðbænum á hverri nóttu í ár.Hátt í helmingur ferðamanna á Íslandi ver nóttinni í Reykjavík á degi hverjum.Hrun í ferðaþjónustu ekki væntanlegt Bankinn telur nýjustu tölur um fjölda gistinótta erlendra ferðamanna á hótelum og ýmislegt fleira benda til þess að toppinum í vexti ferðamennsku á Íslandi hafi verið náð. Ekki sé þó samasemmerki á milli minni vaxtar og samdráttar. Hrun ferðaþjónustunnar sé því ekki fyrirsjáanlegt þó að það sé vissulega ekki ómögulegt. Eftir gríðarlega fjölgun gistinátta á hótelum á síðasta ári og byrjun þessa árs, eða 20-60% fjölgun milli ára, hægði verulega á vextinum í maí og fór hann í 6,1%, þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um tæp 18% skv. talningu Ferðamálastofu. Gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 1% milli ára í maí. Sú framvinda er að hluta til framhald af þeirri þróun sem hófst á síðasta ári þegar dvalartími ferðamanna tók að styttast þannig að gistinóttum fjölgaði hægar en ferðamönnum, að mati greinenda Arionabanka. „Það kann einnig að vera að sterkt gengi krónunnar sé að leiða til þess að ferðamenn séu í auknum mæli að kjósa ódýrari gistingu, t.d. í tjöldum, heimahúsum, í húsbílum eða á gistiheimilum,“ segir í grein bankans. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Fjöldi ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu er svipaður á sumrin og veturna en í öðrum landshlutum, sérstaklega fyrir utan suðvesturhornið, koma mun færri ferðamenn utan háannatíma. Þetta er á meðal þess sem lesa má út úr gögnum Rannsóknarsetur verslunarinnar sem byggjast á upplýsingum um staðsetningu og fjölda erlendra símtækja sem eru í reiki hjá Símanum. Gögnin ná frá júní 2016 til febrúar 2017.Greining Arionbanka á gögnunum sýnir að mikill munur er á árstíðarsveiflu eftir einstökum ferðamannastöðum. Þannig heimsækja ívið fleiri ferðamenn Mývatn en Þingvelli á sumrin. Þá eru á bilinu 3-4% ferðamanna á landinu staddir á hvorum stað fyrir sig. Á veturna halda Þingvellir velli með 4% ferðamanna en á Mývatni fer hlutfallið niður í 1%.Þrjú til fimm þúsund ferðamenn á ferkílómetra í miðborginniÞetta á við um aðra staði sem eru utan suðvesturhornsins. Arionbanki segir að því nær Keflavíkurflugvelli sem staðir eru, því minni sveiflur verða í ferðamannafjölda á milli árstíða. Farsímagögnin sýna einnig að þó að ferðamenn eyði nóttunni í höfuðborginni þá verja þeir deginum utan hennar. Þannig eru 45% símtækja staðsett í borginni kl. 3 að nóttu en 35% kl. 15. Fimmtungur ferðamanna dvelur í miðborginni á hverjum degi miðað við tölurnar. Arionbanki reiknar út að á bilinu þrjú til fimm þúsund ferðamenn séu á hvern ferkílómetra í miðbænum á hverri nóttu í ár.Hátt í helmingur ferðamanna á Íslandi ver nóttinni í Reykjavík á degi hverjum.Hrun í ferðaþjónustu ekki væntanlegt Bankinn telur nýjustu tölur um fjölda gistinótta erlendra ferðamanna á hótelum og ýmislegt fleira benda til þess að toppinum í vexti ferðamennsku á Íslandi hafi verið náð. Ekki sé þó samasemmerki á milli minni vaxtar og samdráttar. Hrun ferðaþjónustunnar sé því ekki fyrirsjáanlegt þó að það sé vissulega ekki ómögulegt. Eftir gríðarlega fjölgun gistinátta á hótelum á síðasta ári og byrjun þessa árs, eða 20-60% fjölgun milli ára, hægði verulega á vextinum í maí og fór hann í 6,1%, þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um tæp 18% skv. talningu Ferðamálastofu. Gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 1% milli ára í maí. Sú framvinda er að hluta til framhald af þeirri þróun sem hófst á síðasta ári þegar dvalartími ferðamanna tók að styttast þannig að gistinóttum fjölgaði hægar en ferðamönnum, að mati greinenda Arionabanka. „Það kann einnig að vera að sterkt gengi krónunnar sé að leiða til þess að ferðamenn séu í auknum mæli að kjósa ódýrari gistingu, t.d. í tjöldum, heimahúsum, í húsbílum eða á gistiheimilum,“ segir í grein bankans.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira