Ríki neita að afhenda nefnd Trump persónugögn Samúel Karl Ólason skrifar 1. júlí 2017 16:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Fjöldi ríkja Bandaríkjanna hafa neitað að starfa að fullu með nefnd sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði til að kanna kosningasvik í Bandaríkjunum. Meðal upplýsinga sem nefndin hefur kallað eftir eru persónuupplýsingar eins og kennitölur, kjósendasaga, hvort fólk tilheyri stjórnmálaflokkum og fleira. Bæði demókratar og Repúblikanar neita að veita nefndinni upplýsingar.Trump sjálfur brást við fréttum af þessu á Twitter í morgun, eins og honum einum er lagið. „Fjölmörg ríki neita að veita upplýsingar til hinnar háttvirtu KOSNINGASVINDLNEFNDAR. Hvað eru þeir að reyna að fela?“Trump, sem fékk færri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton, hefur ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið hana ólöglega og því hefði hann í raun fengið fleiri atkvæði en hún. Embættismenn um öll Bandaríkin sem og sérfræðingar segja þetta vera kolrangt og rannsóknir hafa ekki bent til þess að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum. Umrædd nefnd sendi bréf til 50 ríkja Bandaríkjanna fyrr í vikunni og fór fram á gífurlegt magn gagna og vildi fá þau innan sextán daga. Gagnrýnendur nefndarinnar óttast að upplýsingarnar verði notaðar til að koma í veg fyrir að fólk geti kosið með auðveldum hætti. Forsvarsmenn nokkra ríkja hafa sagt að þeir muni eingöngu afhenda opin og aðgengileg gögn, samkvæmt lögum. Washington Post hefur tekið saman nokkrar af þeim ástæðum sem hafa verið gefnar fyrir því að gögn verða ekki veitt.Terry McAuliffe, Ríkisstjóri Virginíu, sagði nefndina hafa verið stofnaða vegna rangra yfirlýsinga um kosningasvindl. Í besta falli hefði hún verið stofnuð til þess að staðfesta rangar yfirlýsingar forsetans um kosningasvik og í versta falli ætti nefndin að draga úr getu fólks til að kjósa.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er formaður nefndarinnar, en Kris Kobach, embættismaður frá Kansas, er varaformaður hennar. Það var Kobach sem sendi áðurnefnt bréf til ríkjanna. Hann hefur lengi haldið því fram að kosningasvindl séu umfangsmikil í Bandaríkjunum. Þó hefur honum ekki tekist að finna sannanir fyrir því. Þar að auki koma persónuverndarlög í Kansas í veg fyrir að Kobach sjálfur geti afhent rannsóknarnefndinni þau gögn sem hann bað um, samkvæmt New York Times.Delbert Hosemann, háttsettur embættismaður í Mississippi, hefur einnig sagt að hann muni ekki afhenda umrædd gögn. Hann sagði meðlimi nefndarinnar geta hoppað út í Mexíkóflóa. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Sjá meira
Fjöldi ríkja Bandaríkjanna hafa neitað að starfa að fullu með nefnd sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði til að kanna kosningasvik í Bandaríkjunum. Meðal upplýsinga sem nefndin hefur kallað eftir eru persónuupplýsingar eins og kennitölur, kjósendasaga, hvort fólk tilheyri stjórnmálaflokkum og fleira. Bæði demókratar og Repúblikanar neita að veita nefndinni upplýsingar.Trump sjálfur brást við fréttum af þessu á Twitter í morgun, eins og honum einum er lagið. „Fjölmörg ríki neita að veita upplýsingar til hinnar háttvirtu KOSNINGASVINDLNEFNDAR. Hvað eru þeir að reyna að fela?“Trump, sem fékk færri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton, hefur ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið hana ólöglega og því hefði hann í raun fengið fleiri atkvæði en hún. Embættismenn um öll Bandaríkin sem og sérfræðingar segja þetta vera kolrangt og rannsóknir hafa ekki bent til þess að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum. Umrædd nefnd sendi bréf til 50 ríkja Bandaríkjanna fyrr í vikunni og fór fram á gífurlegt magn gagna og vildi fá þau innan sextán daga. Gagnrýnendur nefndarinnar óttast að upplýsingarnar verði notaðar til að koma í veg fyrir að fólk geti kosið með auðveldum hætti. Forsvarsmenn nokkra ríkja hafa sagt að þeir muni eingöngu afhenda opin og aðgengileg gögn, samkvæmt lögum. Washington Post hefur tekið saman nokkrar af þeim ástæðum sem hafa verið gefnar fyrir því að gögn verða ekki veitt.Terry McAuliffe, Ríkisstjóri Virginíu, sagði nefndina hafa verið stofnaða vegna rangra yfirlýsinga um kosningasvindl. Í besta falli hefði hún verið stofnuð til þess að staðfesta rangar yfirlýsingar forsetans um kosningasvik og í versta falli ætti nefndin að draga úr getu fólks til að kjósa.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er formaður nefndarinnar, en Kris Kobach, embættismaður frá Kansas, er varaformaður hennar. Það var Kobach sem sendi áðurnefnt bréf til ríkjanna. Hann hefur lengi haldið því fram að kosningasvindl séu umfangsmikil í Bandaríkjunum. Þó hefur honum ekki tekist að finna sannanir fyrir því. Þar að auki koma persónuverndarlög í Kansas í veg fyrir að Kobach sjálfur geti afhent rannsóknarnefndinni þau gögn sem hann bað um, samkvæmt New York Times.Delbert Hosemann, háttsettur embættismaður í Mississippi, hefur einnig sagt að hann muni ekki afhenda umrædd gögn. Hann sagði meðlimi nefndarinnar geta hoppað út í Mexíkóflóa.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Sjá meira