Skattsvikin og þjóðmálaumræðan Bolli Héðinsson skrifar 4. júlí 2017 07:00 Fjármálaráðherra setur á laggirnar starfshóp til að koma með hugmyndir um hvernig draga megi úr skattsvikum. Þar er tekið á afar brýnum viðfangsefnum sem varða þjóðina alla, t.d. um milliverðlagningu móður- og dótturfélaga og útborgun launa inn á bankareikninga. Meðal tillagna nefndarinnar er einnig stungið upp á að draga úr notkun reiðufjár með því að taka stærri bankaseðla úr notkun. Allt í einu snýst hin mikilvæga umræða um skattsvik um þetta eina atriði. Aftur og aftur verðum við vitni að því hversu mikill sannleikur er fólginn í orðum Nóbelskáldsins um að Íslendingar „…leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“ Í samræmi við þessi orð skáldsins þá vitum við að í haust verður lögð fram tillaga á Alþingi um að afnema einkasölu ríkisins á áfengi. Öll þjóðmálaumræða næsta vetrar mun snúast um þessa tillögu en ekkert um brýn úrlausnarefni stjórnvalda. Hvers vegna að ræða mál eins og t.d. hlutdeild þjóðarinnar í auðlindaarðinum þegar hægt er að ræða brennivín í búðir? Auðvitað er það aðeins tímaspursmál hvenær seðlar og mynt leggjast af og öll greiðslumiðlun verður rafræn. Skýrsla starfshópsins breytir engu um það. Hvað muna margir eftir hinu algenga greiðsluformi ávísun? Það er ekki svo langt síðan að flestir gengu með tékkhefti á sér og til mikilla framfara horfði þegar búðarkassarnir prentuðu á tékkana fyrir kúnnann. Í skýrslunni til fjármálaráðherra er einnig tekið undir mikilvægi þess að þjóðinni sé séð fyrir greiðslumiðlun sem þjónusti almenning og kortanotkunin verði almenningi að kostnaðarlausu. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni og mikilvægt að hið opinbera líti á greiðslumiðlun eins og hverja aðra þjónustu sem almenningi standi til boða líkt og gildir um aðra mikilvæga innviði samfélagsins án þess að vera ofurseldur einkafyrirtækjum á þessu sviði. Í þeim efnum er ekki eftir neinu að bíða.https://www.visir.is/g/2017170308859/banki-sem-veitustofnun-almennings Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra setur á laggirnar starfshóp til að koma með hugmyndir um hvernig draga megi úr skattsvikum. Þar er tekið á afar brýnum viðfangsefnum sem varða þjóðina alla, t.d. um milliverðlagningu móður- og dótturfélaga og útborgun launa inn á bankareikninga. Meðal tillagna nefndarinnar er einnig stungið upp á að draga úr notkun reiðufjár með því að taka stærri bankaseðla úr notkun. Allt í einu snýst hin mikilvæga umræða um skattsvik um þetta eina atriði. Aftur og aftur verðum við vitni að því hversu mikill sannleikur er fólginn í orðum Nóbelskáldsins um að Íslendingar „…leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“ Í samræmi við þessi orð skáldsins þá vitum við að í haust verður lögð fram tillaga á Alþingi um að afnema einkasölu ríkisins á áfengi. Öll þjóðmálaumræða næsta vetrar mun snúast um þessa tillögu en ekkert um brýn úrlausnarefni stjórnvalda. Hvers vegna að ræða mál eins og t.d. hlutdeild þjóðarinnar í auðlindaarðinum þegar hægt er að ræða brennivín í búðir? Auðvitað er það aðeins tímaspursmál hvenær seðlar og mynt leggjast af og öll greiðslumiðlun verður rafræn. Skýrsla starfshópsins breytir engu um það. Hvað muna margir eftir hinu algenga greiðsluformi ávísun? Það er ekki svo langt síðan að flestir gengu með tékkhefti á sér og til mikilla framfara horfði þegar búðarkassarnir prentuðu á tékkana fyrir kúnnann. Í skýrslunni til fjármálaráðherra er einnig tekið undir mikilvægi þess að þjóðinni sé séð fyrir greiðslumiðlun sem þjónusti almenning og kortanotkunin verði almenningi að kostnaðarlausu. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni og mikilvægt að hið opinbera líti á greiðslumiðlun eins og hverja aðra þjónustu sem almenningi standi til boða líkt og gildir um aðra mikilvæga innviði samfélagsins án þess að vera ofurseldur einkafyrirtækjum á þessu sviði. Í þeim efnum er ekki eftir neinu að bíða.https://www.visir.is/g/2017170308859/banki-sem-veitustofnun-almennings Höfundur er hagfræðingur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun