Útlit fyrir enn eitt metið í farþegafjölda á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2017 19:00 Útlit er fyrir að enn eitt metið verði slegið á Keflavíkurflugvelli í þessum mánuði þegar um eða yfir milljón farþegar fara um flugstöðina. Ný sjálfvirk vegabréfaeftirlitshlið hafa flýtt mjög fyrir farþegum sem fara inn og út af Schengensvæðinu á flugvellinum. Keflavíkurflugvöllur er með fjölmennustu ef ekki fjölmennasti vinnustaður landsins með um sjö þúsund starfsmenn. Gríðarlegur vöxtur á fjölda farþega undanfarin áratug hafa kallað á framkvæmdir upp á hátt í fimmtíu milljarða á síðustu fjórum árum. Hér erum við í nýjasta hluta flugstöðvar leifs Eiríkssonar en hún hefur stækkað mikið á þeim þrjátíu árum frá því fyrsti hluti hennar var byggður. En hann var rúmlega tuttugu þúsund fermetrar en í dag er flugstöðin sjötíu og þrjúþúsund fermetrar. Farþegum sem fóru um flugstöðina á síðasta ári fjölgaði um 40 prósent frá árinu á undan og voru 6,8 milljónir og í ár er spáð að fjölgunin verði 28 prósent og farþegarnir 8,7 milljónir. Stór hluti farþega, um 35 prósent, eru tengifarþegar sem yfirgefa aldrei flugstöðina á milli flugvéla á leið sinni milli Norður Ameríku og Evrópu.Mikið byggt og aðstaða farþega stórbætt Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar segir að síðast liðinn vetur hafi byggingu á nýjum hluta flugstöðvarinnar lokið með sex nýjum hliðum fyrir rútur sem flytji farþega til og frá flugvélum og aðstaða farþega verið bætt. „Til dæmis hér á neðri hæðinni í suðurbyggingunni ættum við í október að vera búin að bæta við þúsund nýjum sætum fyrir skiptifarþega og auðvitað ferðamenn sem eru að fara út af Schengen svæðinu. Sem er mikil búbót því það hefur verið heldur þröngt á þingi hérna síðustu tvö árin á utan-Schengen svæðinu. Svo er líka verið að bæta verulega veitingaúrvalið á svæðinu,“ segir Guðmundur Daði.Hvað eru að fara margir um flugstöðina þegar mest er að gera á einum degi? „Stærsti dagurinn í fyrra var 34 þúsund farþegar. Við erum að gera okkur vonir um að það verði í kringum þrjátíu og fimm, sex og jafnvel sjö hér í ár.“Vaxtatölurnar á Keflavíkurflugvelli á síðustu tæpu tíu árum hafa hafa verið tveggja stafa. Eruð þið að sjá fram á met í þessum mánuði kannski? „Við vonumst til að þetta verði fyrsti mánuðurinn þar sem fara meira en milljón farþegar um flugvöllinn. Það er mikil áskorun en líka mjög skemmtilegt að vera búin að ná þeim áfanga,“ segir Guðmundur Daði. Á næstu mánuðum mun breikkun á rauða landganginum milli norður og suðurbyggingar flugstöðvarinnar ljúka sem fer þá úr 7,5 metrum í rúmlega 31 metra. En það er ekki nóg með að byggð hafi verið ný hlið því einnig hefur verið byggt við enda landgangsins sunnan megin. Í heimsókn okkar á Keflavíkurflugvöll í morgun kynntum við okkur nýjung í vegabréfaeftirliti inn og út af Schengen svæðinu. „Já hér í nýbyggingunni sem við vorum að taka í notkun í síðasta mánuði. Beint fyrir aftan okkur eru sjálvirku landamærahliðin. Þau eru fyrir farþega með vegabréf innan Evrópusambandsins, Íslands, Noregs og Sviss sem eru hér að fara út af Schengen svæðinu. Þetta hafi flýtt mjög vegabréfaeftirliti inn og út af Schengen svæðinu.Það er kostur fyrir okkur sem búa innan Evrópska efnahagssvæðisins, við getum farið hraðar í gegn? „Já nákvæmlega. Þetta er bylting á flugvellinum og mun vonandi reynast okkur gríðarlega vel bæði í ár og á næstu árum,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Útlit er fyrir að enn eitt metið verði slegið á Keflavíkurflugvelli í þessum mánuði þegar um eða yfir milljón farþegar fara um flugstöðina. Ný sjálfvirk vegabréfaeftirlitshlið hafa flýtt mjög fyrir farþegum sem fara inn og út af Schengensvæðinu á flugvellinum. Keflavíkurflugvöllur er með fjölmennustu ef ekki fjölmennasti vinnustaður landsins með um sjö þúsund starfsmenn. Gríðarlegur vöxtur á fjölda farþega undanfarin áratug hafa kallað á framkvæmdir upp á hátt í fimmtíu milljarða á síðustu fjórum árum. Hér erum við í nýjasta hluta flugstöðvar leifs Eiríkssonar en hún hefur stækkað mikið á þeim þrjátíu árum frá því fyrsti hluti hennar var byggður. En hann var rúmlega tuttugu þúsund fermetrar en í dag er flugstöðin sjötíu og þrjúþúsund fermetrar. Farþegum sem fóru um flugstöðina á síðasta ári fjölgaði um 40 prósent frá árinu á undan og voru 6,8 milljónir og í ár er spáð að fjölgunin verði 28 prósent og farþegarnir 8,7 milljónir. Stór hluti farþega, um 35 prósent, eru tengifarþegar sem yfirgefa aldrei flugstöðina á milli flugvéla á leið sinni milli Norður Ameríku og Evrópu.Mikið byggt og aðstaða farþega stórbætt Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar segir að síðast liðinn vetur hafi byggingu á nýjum hluta flugstöðvarinnar lokið með sex nýjum hliðum fyrir rútur sem flytji farþega til og frá flugvélum og aðstaða farþega verið bætt. „Til dæmis hér á neðri hæðinni í suðurbyggingunni ættum við í október að vera búin að bæta við þúsund nýjum sætum fyrir skiptifarþega og auðvitað ferðamenn sem eru að fara út af Schengen svæðinu. Sem er mikil búbót því það hefur verið heldur þröngt á þingi hérna síðustu tvö árin á utan-Schengen svæðinu. Svo er líka verið að bæta verulega veitingaúrvalið á svæðinu,“ segir Guðmundur Daði.Hvað eru að fara margir um flugstöðina þegar mest er að gera á einum degi? „Stærsti dagurinn í fyrra var 34 þúsund farþegar. Við erum að gera okkur vonir um að það verði í kringum þrjátíu og fimm, sex og jafnvel sjö hér í ár.“Vaxtatölurnar á Keflavíkurflugvelli á síðustu tæpu tíu árum hafa hafa verið tveggja stafa. Eruð þið að sjá fram á met í þessum mánuði kannski? „Við vonumst til að þetta verði fyrsti mánuðurinn þar sem fara meira en milljón farþegar um flugvöllinn. Það er mikil áskorun en líka mjög skemmtilegt að vera búin að ná þeim áfanga,“ segir Guðmundur Daði. Á næstu mánuðum mun breikkun á rauða landganginum milli norður og suðurbyggingar flugstöðvarinnar ljúka sem fer þá úr 7,5 metrum í rúmlega 31 metra. En það er ekki nóg með að byggð hafi verið ný hlið því einnig hefur verið byggt við enda landgangsins sunnan megin. Í heimsókn okkar á Keflavíkurflugvöll í morgun kynntum við okkur nýjung í vegabréfaeftirliti inn og út af Schengen svæðinu. „Já hér í nýbyggingunni sem við vorum að taka í notkun í síðasta mánuði. Beint fyrir aftan okkur eru sjálvirku landamærahliðin. Þau eru fyrir farþega með vegabréf innan Evrópusambandsins, Íslands, Noregs og Sviss sem eru hér að fara út af Schengen svæðinu. Þetta hafi flýtt mjög vegabréfaeftirliti inn og út af Schengen svæðinu.Það er kostur fyrir okkur sem búa innan Evrópska efnahagssvæðisins, við getum farið hraðar í gegn? „Já nákvæmlega. Þetta er bylting á flugvellinum og mun vonandi reynast okkur gríðarlega vel bæði í ár og á næstu árum,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira