Breyttar neysluvenjur ferðamanna bitni á landsbyggðinni Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. júlí 2017 12:53 Edward Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur við rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir að ferðamenn munu neyðast til að stytta dvöl sína hérlendis vegna verðlags og þar af leiðandi takmarka heimsóknarstaði innanlands. Edward hefur stundað rannsóknir á íslenskri ferðaþjónustu um árabil en hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Talið barst að háu verðlagi hér innalands en greint hefur verið frá því að hærra verðlag vegna styrkingar krónu hafi haft neikvæð áhrif á upplifun erlendra ferðamanna sem hingað koma. Edward segir að verðlag sé ekki aðal áhrifaþátturinn þegar ferðamenn taka ákvörðun um að koma hingað. Verðlag hafi fyrst og fremst áhrif á neyslumynstrið.Edward H. Huijbens.„Auðvitað blöskrar fólki þegar það sér reikninginn á veitingastaðnum en það sem gerist er það að fólk rýkur ekki úr landi og segir „Það þýðir ekkert að fara til Íslands, það er of dýrt,“ segir Edward. Fólk er hins vegar líklegra til að eyða minna þegar hingað er komið. „Fólk dvelur skemur því hér er dýrt að vera. Það hugsar: „Ég tek þetta bara á nokkrum dögum og flýti mér.“ Menn velja aðra gistimöguleika, fara heldur í airbnb eða Kúkú Campers-bíla sem menn sjá nú um allar koppagrundir því það er ódýrara en að vera á hóteli og menn versla meira í Bónus en að fara út að borða,“ segir Edward. Honum hefur verið tjáð af hóteleigendum að gestir séu „hættir að fá sér vínglas með matnum“ eins og þeir gerðu fyrr þegar verðlagið var ódýrara. Fólk muni þó halda áfram að koma. Edward segir að það sem er einna verst við að fólk breyti neyslumynstrinu er að dvöl þess verður skemmri. „Það hefur afgerandi áhrif fyrir restina af landinu utan suðvesturhornsins. Það er vegna þess að allir túristar sem hingað koma fara í gegnum Keflavík og þaðan komast þeir nær ekkert nema á einkabíl,“ sagði Edward Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna Um milljón ferðamenn hafa komið til landsins það sem af er ári. 8. júlí 2017 14:14 Ferðamenn óánægðari með dvöl sína á Íslandi Frakkar og Bretar eru óánægðastir. 8. júlí 2017 07:56 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Edward Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur við rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir að ferðamenn munu neyðast til að stytta dvöl sína hérlendis vegna verðlags og þar af leiðandi takmarka heimsóknarstaði innanlands. Edward hefur stundað rannsóknir á íslenskri ferðaþjónustu um árabil en hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Talið barst að háu verðlagi hér innalands en greint hefur verið frá því að hærra verðlag vegna styrkingar krónu hafi haft neikvæð áhrif á upplifun erlendra ferðamanna sem hingað koma. Edward segir að verðlag sé ekki aðal áhrifaþátturinn þegar ferðamenn taka ákvörðun um að koma hingað. Verðlag hafi fyrst og fremst áhrif á neyslumynstrið.Edward H. Huijbens.„Auðvitað blöskrar fólki þegar það sér reikninginn á veitingastaðnum en það sem gerist er það að fólk rýkur ekki úr landi og segir „Það þýðir ekkert að fara til Íslands, það er of dýrt,“ segir Edward. Fólk er hins vegar líklegra til að eyða minna þegar hingað er komið. „Fólk dvelur skemur því hér er dýrt að vera. Það hugsar: „Ég tek þetta bara á nokkrum dögum og flýti mér.“ Menn velja aðra gistimöguleika, fara heldur í airbnb eða Kúkú Campers-bíla sem menn sjá nú um allar koppagrundir því það er ódýrara en að vera á hóteli og menn versla meira í Bónus en að fara út að borða,“ segir Edward. Honum hefur verið tjáð af hóteleigendum að gestir séu „hættir að fá sér vínglas með matnum“ eins og þeir gerðu fyrr þegar verðlagið var ódýrara. Fólk muni þó halda áfram að koma. Edward segir að það sem er einna verst við að fólk breyti neyslumynstrinu er að dvöl þess verður skemmri. „Það hefur afgerandi áhrif fyrir restina af landinu utan suðvesturhornsins. Það er vegna þess að allir túristar sem hingað koma fara í gegnum Keflavík og þaðan komast þeir nær ekkert nema á einkabíl,“ sagði Edward Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna Um milljón ferðamenn hafa komið til landsins það sem af er ári. 8. júlí 2017 14:14 Ferðamenn óánægðari með dvöl sína á Íslandi Frakkar og Bretar eru óánægðastir. 8. júlí 2017 07:56 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna Um milljón ferðamenn hafa komið til landsins það sem af er ári. 8. júlí 2017 14:14