Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2017 18:46 Donald Trump yngri við opnun Trump háhýsis í Vancouver, Kanada. Vísir/Getty Sonur og nafni forseta Bandaríkjanna, Donald Trump yngri, hefur staðfest að hann hafi hitt rússneskan lögfræðing með tengsl við rússnesk stjórnvöld á síðasta ári. BBC greinir frá.Um er að ræða fyrstu staðfestu fregnirnar af fundi einhvers úr innsta hring forsetans með aðila tengdum rússneskum stjórnvöldum. Robert Mueller, hinn sérstaki saksóknari bandarísku alríkislögreglunnar, fer nú með rannsókn á meintum tengslum Rússa við kosningateymi Bandaríkjaforseta sem og rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Trump hitti fyrir lögfræðinginn Nataliu Veselnitskaya í háhýsi Trump ásamt þeim Jared Kushner, tengdasyni Trump eldri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra föður hans, þann 9. júní 2016, einungis tveimur vikum eftir að faðir hans hafði hlotið útnefningu repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi. Í tilkynningu frá Trump yngri segir að á fundinum hafi einungis verið rætt um ættleiðingastefnu Rússlands og ákvörðun Rússa um að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn. Ekki hafi verið minnst á kosningabaráttu föður hans og enginn fundur hafi átt sér stað eftir þennan. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ákvað árið 2012 að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn geti ættleitt rússnesk börn, eftir að bandaríska þingið samþykkti lög sem kveða á um að yfirvöldum þar í landi sé heimilt að frysta eignir rússneskra aðila sem taldir eru tengjast mannréttindabrotum. Vesalnitskaya hefur gegnt lykilhlutverki í að berjast gegn þeirri lagasetningu Pútín, segir að ekki hafi verið rætt um forsetakosningarnar á umræddum fundi. „Ég hef aldrei gengið erinda rússneskra stjórnvalda og ég hef aldrei rætt þetta mál við nokkurn fulltrúa rússnesku ríkisstjórnarinnar.“Uppfært klukkan 22:40: Samkvæmt heimildum New York Times var Trump yngri lofað að honum yrði látið í tjé skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda demókrata. Ekki er ljóst hvort að Veselnitskaya hafi raunverulega haft viðkomandi gögn undir höndum né hvort hún hafi þá látið Trump hafa þau. Trump hafi þó búist við því þegar hann mætti á fundinn. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flesti ríki Bandaríkjanna neita að afhenda gögn um kjósendur Fjörutíu og fjögur af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna vilja ekki verða við beiðni "kosningasvindlsnefndar“ Donalds Trump um persónuupplýsingar um kjósendur í ríkjunum. 4. júlí 2017 19:04 Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að trufla bandarísku forsetakosningarnar Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 6. júlí 2017 20:00 Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag. 7. júlí 2017 18:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Sonur og nafni forseta Bandaríkjanna, Donald Trump yngri, hefur staðfest að hann hafi hitt rússneskan lögfræðing með tengsl við rússnesk stjórnvöld á síðasta ári. BBC greinir frá.Um er að ræða fyrstu staðfestu fregnirnar af fundi einhvers úr innsta hring forsetans með aðila tengdum rússneskum stjórnvöldum. Robert Mueller, hinn sérstaki saksóknari bandarísku alríkislögreglunnar, fer nú með rannsókn á meintum tengslum Rússa við kosningateymi Bandaríkjaforseta sem og rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Trump hitti fyrir lögfræðinginn Nataliu Veselnitskaya í háhýsi Trump ásamt þeim Jared Kushner, tengdasyni Trump eldri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra föður hans, þann 9. júní 2016, einungis tveimur vikum eftir að faðir hans hafði hlotið útnefningu repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi. Í tilkynningu frá Trump yngri segir að á fundinum hafi einungis verið rætt um ættleiðingastefnu Rússlands og ákvörðun Rússa um að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn. Ekki hafi verið minnst á kosningabaráttu föður hans og enginn fundur hafi átt sér stað eftir þennan. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ákvað árið 2012 að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn geti ættleitt rússnesk börn, eftir að bandaríska þingið samþykkti lög sem kveða á um að yfirvöldum þar í landi sé heimilt að frysta eignir rússneskra aðila sem taldir eru tengjast mannréttindabrotum. Vesalnitskaya hefur gegnt lykilhlutverki í að berjast gegn þeirri lagasetningu Pútín, segir að ekki hafi verið rætt um forsetakosningarnar á umræddum fundi. „Ég hef aldrei gengið erinda rússneskra stjórnvalda og ég hef aldrei rætt þetta mál við nokkurn fulltrúa rússnesku ríkisstjórnarinnar.“Uppfært klukkan 22:40: Samkvæmt heimildum New York Times var Trump yngri lofað að honum yrði látið í tjé skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda demókrata. Ekki er ljóst hvort að Veselnitskaya hafi raunverulega haft viðkomandi gögn undir höndum né hvort hún hafi þá látið Trump hafa þau. Trump hafi þó búist við því þegar hann mætti á fundinn.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flesti ríki Bandaríkjanna neita að afhenda gögn um kjósendur Fjörutíu og fjögur af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna vilja ekki verða við beiðni "kosningasvindlsnefndar“ Donalds Trump um persónuupplýsingar um kjósendur í ríkjunum. 4. júlí 2017 19:04 Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að trufla bandarísku forsetakosningarnar Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 6. júlí 2017 20:00 Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag. 7. júlí 2017 18:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Flesti ríki Bandaríkjanna neita að afhenda gögn um kjósendur Fjörutíu og fjögur af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna vilja ekki verða við beiðni "kosningasvindlsnefndar“ Donalds Trump um persónuupplýsingar um kjósendur í ríkjunum. 4. júlí 2017 19:04
Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að trufla bandarísku forsetakosningarnar Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 6. júlí 2017 20:00
Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag. 7. júlí 2017 18:48