Trump bað yfirmenn leyniþjónustunnar um að hreinsa sig opinberlega Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2017 11:00 Daniel Coats (t.v.) og Mike Rogers (t.h.) komu fyrir þingnefnd 7. júní en sögðu fátt. Vísir/EPA Tveir æðstu yfirmenn leyniþjónustumála í Bandaríkjunum sögðu sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins og þingnefnd að Donald Trump forseti hefði beðið þá um að lýsa því yfir opinberlega að ekkert samráð hafi átt sér stað á milli framboðs hans og Rússa. Vitnisburður þeirra Dan Coats, yfirmanns leyniþjónustumála, og Mike Rogers, forstjóra Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA), hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa, og leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, fór fram fyrir luktum dyrum í síðustu viku.CNN hefur eftir heimildamönnum að báðir hafi þeir sagt að bón Trump hafi verið „undarleg“ og „óþægileg“. Þeir hafi hins vegar ekki talið að forsetinn væri að skipa þeim fyrir og þeir hafi ekki orðið við óskum hans.Létu lítið uppi á opnum nefndarfundiCoats og Rogers báru einnig á opnum fundi leyniþjónustunefndarinnar fyrr í þessum mánuði. Það létu þeir hins vegar lítið uppi og vildu ekki greina frá samskiptum sínum við Trump. Ástæðan fyrir því er sögð vera sú að þeir báðu Hvíta húsið um leiðbeiningar um hvort að forsetinn krefðist þess að trúnaður ríkti um samskipti þeirra. Engin svör bárust hins vegar áður en þeir komu fyrir nefndina. Því hafi þeir farið undan í flæmingi þegar þingmenn spurðu þá um samtöl við Trump.James Comey sagði Trump þrisvar að hann væri ekki til rannsóknar en vildi engu að síður ekki lýsa því yfir opinberlega því þá hefði FBI skyldu til að leiðrétta það ef staða forsetans breyttist.Vísir/GettyJames Comey, sem Trump rak sem forstjóra alríkislögreglunnar (FBI) vegna rannsóknar hans á kosningateyminum og tengslum þess við Rússa, hafði áður lýst því við þingnefndina að forsetinn hefði sagst vona að hann hætti rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Ólíkt Coats og Rogers upplifði Comey orð forsetans þannig að hann væri að biðja hann um að hætta rannsókninni. Taldi hann Trump hafa rekið sig vegna rannsóknarinnar á Rússatengslunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59 Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50 Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Tveir æðstu yfirmenn leyniþjónustumála í Bandaríkjunum sögðu sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins og þingnefnd að Donald Trump forseti hefði beðið þá um að lýsa því yfir opinberlega að ekkert samráð hafi átt sér stað á milli framboðs hans og Rússa. Vitnisburður þeirra Dan Coats, yfirmanns leyniþjónustumála, og Mike Rogers, forstjóra Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA), hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa, og leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, fór fram fyrir luktum dyrum í síðustu viku.CNN hefur eftir heimildamönnum að báðir hafi þeir sagt að bón Trump hafi verið „undarleg“ og „óþægileg“. Þeir hafi hins vegar ekki talið að forsetinn væri að skipa þeim fyrir og þeir hafi ekki orðið við óskum hans.Létu lítið uppi á opnum nefndarfundiCoats og Rogers báru einnig á opnum fundi leyniþjónustunefndarinnar fyrr í þessum mánuði. Það létu þeir hins vegar lítið uppi og vildu ekki greina frá samskiptum sínum við Trump. Ástæðan fyrir því er sögð vera sú að þeir báðu Hvíta húsið um leiðbeiningar um hvort að forsetinn krefðist þess að trúnaður ríkti um samskipti þeirra. Engin svör bárust hins vegar áður en þeir komu fyrir nefndina. Því hafi þeir farið undan í flæmingi þegar þingmenn spurðu þá um samtöl við Trump.James Comey sagði Trump þrisvar að hann væri ekki til rannsóknar en vildi engu að síður ekki lýsa því yfir opinberlega því þá hefði FBI skyldu til að leiðrétta það ef staða forsetans breyttist.Vísir/GettyJames Comey, sem Trump rak sem forstjóra alríkislögreglunnar (FBI) vegna rannsóknar hans á kosningateyminum og tengslum þess við Rússa, hafði áður lýst því við þingnefndina að forsetinn hefði sagst vona að hann hætti rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Ólíkt Coats og Rogers upplifði Comey orð forsetans þannig að hann væri að biðja hann um að hætta rannsókninni. Taldi hann Trump hafa rekið sig vegna rannsóknarinnar á Rússatengslunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59 Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50 Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30
Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59
Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50
Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45