Reikigjöldin heyra sögunni til Ólafur Arnarson skrifar 14. júní 2017 07:00 Frá og með 15. júní heyra reikigjöld vegna fjarskiptanotkunar innan EES sögunni til. Framvegis geta Evrópubúar notað símann sinn í öllum löndum EES, hvort sem um er að ræða mínútur, SMS eða gagnamagn, á nákvæmlega sömu kjörum og í sínu heimalandi. Engu máli skiptir fyrir íslenskan viðskiptavin Símans, Vodafone, Nova eða annarra fjarskiptafyrirtækja hvar í Evrópu hann notar snjallsímann sinn. Pakkinn hans á Íslandi gildir líka í öðrum Evrópulöndum. Þetta eru mikil tímamót fyrir neytendur, en Samtök evrópskra neytendasamtaka, BEUC, hafa lengi barist fyrir þessum mikilvægu hagsmunum og nú er málið í höfn og meginreglan innan Evrópu er framvegis að fólk getur reikað eins og það sé heima hjá sér. Á ensku er notuð fyrir þetta skammstöfunin RLAH, sem stendur fyrir: Roaming like at home. Neytendur verða að vera vakandi og fylgjast með að fjarskiptafyrirtæki fari eftir hinum nýju reglum. Allir neytendur eiga skilyrðislausan rétt á þessu. Hafa ber þó í huga að fjarskiptafyrirtækjum er heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum önnur kjör en enginn viðskiptavinur þarf að samþykkja slíkt. Ákveðnar undanþágur eru frá hinni nýju meginreglu en þær miða m.a. að því að koma í veg fyrir að viðskiptavinur, sem býr í einu landi, geti keypt sína fjarskiptaþjónustu í öðru landi og reikað án aukagjalds. Einnig getur í vissum tilfellum verið leyfilegt fyrir fjarskiptafyrirtæki að innheimta aukagjald fyrir gagnamagn umfram tiltekið hámark ef heildsöluverð gagnamagns í Evrópu er hærra en það gjald sem fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum í áskriftarsamningi. Þetta viðbótargjald getur hins vegar aldrei orðið hærra en svo að það brúi bilið milli áskriftarverðsins og heildsöluverðsins. Nú ríður á að hver einstakur neytandi sé á varðbergi og fylgist vel með hvort fjarskiptafyrirtækið hans virðir hina nýju meginreglu. Mikilvægt er að hafa í huga að fjarskiptafyrirtækjum er óheimilt að víkja frá meginreglunni nema að fengnu upplýstu samþykki viðskiptavinar. Neytendasamtökin munu fylgjast með framkvæmd þessara nýju reglna af hálfu fjarskiptafyrirtækja og ég hvet neytendur til að hafa samband við okkur í ns@ns.is ef þeir verða varir við að misbrestur sé á að réttum reglum sé framfylgt. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Arnarson Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Frá og með 15. júní heyra reikigjöld vegna fjarskiptanotkunar innan EES sögunni til. Framvegis geta Evrópubúar notað símann sinn í öllum löndum EES, hvort sem um er að ræða mínútur, SMS eða gagnamagn, á nákvæmlega sömu kjörum og í sínu heimalandi. Engu máli skiptir fyrir íslenskan viðskiptavin Símans, Vodafone, Nova eða annarra fjarskiptafyrirtækja hvar í Evrópu hann notar snjallsímann sinn. Pakkinn hans á Íslandi gildir líka í öðrum Evrópulöndum. Þetta eru mikil tímamót fyrir neytendur, en Samtök evrópskra neytendasamtaka, BEUC, hafa lengi barist fyrir þessum mikilvægu hagsmunum og nú er málið í höfn og meginreglan innan Evrópu er framvegis að fólk getur reikað eins og það sé heima hjá sér. Á ensku er notuð fyrir þetta skammstöfunin RLAH, sem stendur fyrir: Roaming like at home. Neytendur verða að vera vakandi og fylgjast með að fjarskiptafyrirtæki fari eftir hinum nýju reglum. Allir neytendur eiga skilyrðislausan rétt á þessu. Hafa ber þó í huga að fjarskiptafyrirtækjum er heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum önnur kjör en enginn viðskiptavinur þarf að samþykkja slíkt. Ákveðnar undanþágur eru frá hinni nýju meginreglu en þær miða m.a. að því að koma í veg fyrir að viðskiptavinur, sem býr í einu landi, geti keypt sína fjarskiptaþjónustu í öðru landi og reikað án aukagjalds. Einnig getur í vissum tilfellum verið leyfilegt fyrir fjarskiptafyrirtæki að innheimta aukagjald fyrir gagnamagn umfram tiltekið hámark ef heildsöluverð gagnamagns í Evrópu er hærra en það gjald sem fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum í áskriftarsamningi. Þetta viðbótargjald getur hins vegar aldrei orðið hærra en svo að það brúi bilið milli áskriftarverðsins og heildsöluverðsins. Nú ríður á að hver einstakur neytandi sé á varðbergi og fylgist vel með hvort fjarskiptafyrirtækið hans virðir hina nýju meginreglu. Mikilvægt er að hafa í huga að fjarskiptafyrirtækjum er óheimilt að víkja frá meginreglunni nema að fengnu upplýstu samþykki viðskiptavinar. Neytendasamtökin munu fylgjast með framkvæmd þessara nýju reglna af hálfu fjarskiptafyrirtækja og ég hvet neytendur til að hafa samband við okkur í ns@ns.is ef þeir verða varir við að misbrestur sé á að réttum reglum sé framfylgt. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar