Sýknaður af drápinu á Philando Castile Kjartan Kjartansson skrifar 17. júní 2017 10:20 Valerie Castile, móðir Philando, ræðir við fréttamenn eftir niðurstöðu dómsins í gær. Vísir/EPA Lögreglumaðurinn sem skaut Philando Castile til bana í borginni St. Paul í Minnesota í fyrra var sýknaður af drápinu í gær. Dómurinn hefur vakið reiði og lokuðu mótmælendur meðal annars götum í borginni eftir að hann féll. Castile var skotinn af lögreglumanninum Jeronimo Yanez þar sem hann sat í bíl sínum með kærustunni sinni í júlí í fyrra. Yanez hafði stöðvað þau vegna þess að afturljós á bíl þeirra var bilað. Diamond Reynolds, kærasta Castile, sendi atvikið út beint á Facebook, þar á meðal þegar hann var skotinn fjórum skotum. Milljónir manna um allan heim sáu myndbandið, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Reynolds bar vitni um að Castile hafi verið að teygja sig í skráningarskjöl bílsins þegar Yanez skaut hann.Snýr ekki aftur í lögreglunaMóðir Castile sagði að bandaríska réttarkerfið héldi áfram að bregðast svörtu fólki þegar niðurstaðan varð ljós í gær samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Dráp Castile er eitt fjölda mála í Bandaríkjunum þar sem svartir karlmenn hafa verið skotnir til bana af lögreglumönnum undanfarin misseri. Hörð mótmæli hafa átt sér stað í mörgum borgum vegna mála þessu tagi. Yanez var ákærður fyrir manndráp að óyfirlögðu ráði. Hann bar vitni um að hann hefði óttast um líf sitt og sagði að Castile hefði ekki fylgt fyrirmælum sínum. Þrátt fyrir sýknudóminn mun Yanez ekki snúa aftur til starfa hjá lögreglunni. Borgaryfirvöld hafa sagt að það væri almenningi fyrir bestu að Yanez starfi ekki lengur sem lögreglumaður. Tengdar fréttir Lögregluþjónn vestanhafs ákærður fyrir manndráp Skaut Philando Castile fjórum sinnum inn um glugga bíls en kærasta hans var í beinni á Facebook 16. nóvember 2016 17:06 Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Lögreglumaðurinn sem skaut Philando Castile til bana í borginni St. Paul í Minnesota í fyrra var sýknaður af drápinu í gær. Dómurinn hefur vakið reiði og lokuðu mótmælendur meðal annars götum í borginni eftir að hann féll. Castile var skotinn af lögreglumanninum Jeronimo Yanez þar sem hann sat í bíl sínum með kærustunni sinni í júlí í fyrra. Yanez hafði stöðvað þau vegna þess að afturljós á bíl þeirra var bilað. Diamond Reynolds, kærasta Castile, sendi atvikið út beint á Facebook, þar á meðal þegar hann var skotinn fjórum skotum. Milljónir manna um allan heim sáu myndbandið, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Reynolds bar vitni um að Castile hafi verið að teygja sig í skráningarskjöl bílsins þegar Yanez skaut hann.Snýr ekki aftur í lögreglunaMóðir Castile sagði að bandaríska réttarkerfið héldi áfram að bregðast svörtu fólki þegar niðurstaðan varð ljós í gær samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Dráp Castile er eitt fjölda mála í Bandaríkjunum þar sem svartir karlmenn hafa verið skotnir til bana af lögreglumönnum undanfarin misseri. Hörð mótmæli hafa átt sér stað í mörgum borgum vegna mála þessu tagi. Yanez var ákærður fyrir manndráp að óyfirlögðu ráði. Hann bar vitni um að hann hefði óttast um líf sitt og sagði að Castile hefði ekki fylgt fyrirmælum sínum. Þrátt fyrir sýknudóminn mun Yanez ekki snúa aftur til starfa hjá lögreglunni. Borgaryfirvöld hafa sagt að það væri almenningi fyrir bestu að Yanez starfi ekki lengur sem lögreglumaður.
Tengdar fréttir Lögregluþjónn vestanhafs ákærður fyrir manndráp Skaut Philando Castile fjórum sinnum inn um glugga bíls en kærasta hans var í beinni á Facebook 16. nóvember 2016 17:06 Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Lögregluþjónn vestanhafs ákærður fyrir manndráp Skaut Philando Castile fjórum sinnum inn um glugga bíls en kærasta hans var í beinni á Facebook 16. nóvember 2016 17:06
Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00
Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00
Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48