Heimir sendi knattspyrnustjórum strákanna tóninn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2017 13:30 Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Vísir/AFP Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar ekki að gefa neitt eftir í viðskiptum sínum við knattspyrnustjórna félaganna sem íslensku landsliðsmennirnir spila með. Þetta kom fram á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem Heimir sendi stjórunum tóninn. Heimir hefur fengið að heyra einhverja gagnrýni frá stjórum vegna þess að hann þykir ekki gefa landsliðsmönnum nægilegt frí og láta þá æfa of mikið í landsliðsverkefnunum. „Við stjórnum ekki undirbúningi okkar út frá því sem aðrir segja," sagði Heimir á blaðamannafundinum og var þar óbeint að skjóta á Neil Warnock og fleiri á Englandi sem hafa kvartað undan æfingaplani íslenska liðsins fyrir leikinn. Neil Warnock er knattspyrnustjóri landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City og hefur notað Aron mikið á þessu tímabili. „Undirbúningurinn hófst hérna fyrir tveimur vikum," sagði Heimir. Strákarnir sem voru í ensku B-deildinni hafa verið að æfa með Heimi, Helga Kolviðs og styrktarþjálfaranum Sebastian. Nokkrir sem hafa ekkert verið að spila eins og Ragnar og Hörður Björgvin. Birkir Bjarnason líka að koma úr meiðslum. „Mikilvægi Sebastian er mikið. Þarna kemur hann inn með sína sérþekkingu. VIð tókum inn tæki til að mæla strákana og þetta kenndi okkur Helga mikið. Svona undirbúningur skiptir miklu máli," segir Heimir um styrktarþjálfarann Sebastian. Heimir útskýrði seinna aðeins betur afstöðu sína gagnvart knattspyrnustjórum strákanna út í Evrópu. Neil Warnock hefur gagnrýnt Heimi í tvígang fyrir að nota Aron Einar mikið í landsleikjum, þegar leikjaálagið er mikið hjá Cardiff. Heimir segist hafa enga ástæðu til að svara honum sérstaklega. Hann hefur sína skoðun. Segir að þeir vilji fá leikmenn til að skoða þá sjálfir, vilja ekki meta þá út frá augum annarra. Heimir segir að Aron Einar sé í toppformi og að álaginu á honum sé stýrt í samræmi við það. En að þeir verði að meta það sjálfir, mikilvægi leiksins sé það mikið. Heimir er ekki sammála afstöðu Warnock, en hefur skilning á henni. Heimir hefur eini sinni rætt við Warnock persónulega, það var eftir leikinn gegn Írum. Heimir segir að Warnock hafi verið mjög kurteis. Hann ræddi við fleiri stjóra Íslendingaliða í B-deildinni og voru viðbrögð þeirra misjöfn. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar ekki að gefa neitt eftir í viðskiptum sínum við knattspyrnustjórna félaganna sem íslensku landsliðsmennirnir spila með. Þetta kom fram á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem Heimir sendi stjórunum tóninn. Heimir hefur fengið að heyra einhverja gagnrýni frá stjórum vegna þess að hann þykir ekki gefa landsliðsmönnum nægilegt frí og láta þá æfa of mikið í landsliðsverkefnunum. „Við stjórnum ekki undirbúningi okkar út frá því sem aðrir segja," sagði Heimir á blaðamannafundinum og var þar óbeint að skjóta á Neil Warnock og fleiri á Englandi sem hafa kvartað undan æfingaplani íslenska liðsins fyrir leikinn. Neil Warnock er knattspyrnustjóri landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City og hefur notað Aron mikið á þessu tímabili. „Undirbúningurinn hófst hérna fyrir tveimur vikum," sagði Heimir. Strákarnir sem voru í ensku B-deildinni hafa verið að æfa með Heimi, Helga Kolviðs og styrktarþjálfaranum Sebastian. Nokkrir sem hafa ekkert verið að spila eins og Ragnar og Hörður Björgvin. Birkir Bjarnason líka að koma úr meiðslum. „Mikilvægi Sebastian er mikið. Þarna kemur hann inn með sína sérþekkingu. VIð tókum inn tæki til að mæla strákana og þetta kenndi okkur Helga mikið. Svona undirbúningur skiptir miklu máli," segir Heimir um styrktarþjálfarann Sebastian. Heimir útskýrði seinna aðeins betur afstöðu sína gagnvart knattspyrnustjórum strákanna út í Evrópu. Neil Warnock hefur gagnrýnt Heimi í tvígang fyrir að nota Aron Einar mikið í landsleikjum, þegar leikjaálagið er mikið hjá Cardiff. Heimir segist hafa enga ástæðu til að svara honum sérstaklega. Hann hefur sína skoðun. Segir að þeir vilji fá leikmenn til að skoða þá sjálfir, vilja ekki meta þá út frá augum annarra. Heimir segir að Aron Einar sé í toppformi og að álaginu á honum sé stýrt í samræmi við það. En að þeir verði að meta það sjálfir, mikilvægi leiksins sé það mikið. Heimir er ekki sammála afstöðu Warnock, en hefur skilning á henni. Heimir hefur eini sinni rætt við Warnock persónulega, það var eftir leikinn gegn Írum. Heimir segir að Warnock hafi verið mjög kurteis. Hann ræddi við fleiri stjóra Íslendingaliða í B-deildinni og voru viðbrögð þeirra misjöfn.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira