Aðeins einn úr byrjunarliðinu í Zagreb er ekki valinn núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2017 14:19 Theodór Elmar Bjarnason í leik með landsliðinu. Vísir/Getty Theodór Elmar Bjarnason var í byrjunarliðinu þegar Ísland mætti Króatíu í Zagreb í nóvember síðastliðnum en hann kemst ekki í hópinn fyrir seinni leikinn sem fer fram eftir níu daga. Ísland tapaði 2-0 fyrir Króatíu á Maksimir-leikvanginum í Zagreb 12. nóvember síðastliðinn en Króatar náðu með því þriggja stiga forystu á Ísland þegar fimm umferðir eru að baki í riðli liðanna í undankeppni HM 2018. Theodór Elmar er eini leikmaðurinn sem byrjaði inná í Zagreb sem er ekki valinn núna en þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Bjarnason koma báðir aftur inn eftir meiðsli eftir að hafa misst af síðasta verkefni. Hinir byrjunarliðsmennirnir á Maksimir-leikvanginum 12. nóvember 2016 voru þeir: Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Kári Árnason, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon og Jón Daði Böðvarsson sem eru allir í hópnum sem var tilkynntur í dag. Theodór Elmar Bjarnason var tekinn af velli á 75. mínútu í leiknum og inn kom Arnór Ingvi Traustason sem er í hópnum núna. Theodór Elmar var með á China Cup í janúar en þetta annað landsliðsverkefnið í röð þar sem hann er utan landsliðshópsins. Theodór Elmar spilar með danska liðinu AGF og hjálpaði á dögunum liðinu að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var spurður út í fjarveru Theódórs Elmars á blaðamannafundi í dag. „Það eru komnir nýir menn og svo eru aðrir sem eru komnir inn eftir meiðsli og þá þurfa aðrir að víkja,“ svaraði Heimir. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Heimis í Laugardalnum Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hópinn sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 þann 11. júní. 2. júní 2017 13:45 Aston Villa hjálpaði Heimi með Birki Heimir Hallgrímsson sagði frá því á blaðamannafundi í dag að landsliðsþjálfarinn hafi fengið góða hjálp frá enska félaginu Aston Villa við að það að gera Birki Bjarnason leikfæran fyrir leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM. 2. júní 2017 13:54 Heimir sendi knattspyrnustjórum strákanna tóninn Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar ekki að gefa neitt eftir í viðskiptum sínum við knattspyrnustjórna félaganna sem íslensku landsliðsmennirnir spila með. 2. júní 2017 13:30 Heimir búinn að velja liðið fyrir Króatíuleikinn | Svona lítur hópurinn út Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Bjarnason koma allir inn í landsliðið á nýjan leik eftir meiðsli. 2. júní 2017 13:38 Viðar Örn ekki í landsliðshópnum: Ég legg ekki árar í bát Viðar Örn Kjartansson er ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 annan sunnudag. 2. júní 2017 11:02 Heimir: Hópurinn þolir alveg að heyra um mikilvægi leiksins Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að leikurinn gegn Króatíu 11. júní sé úrslitaleikur um það hvort Ísland geti barist um efsta sætið í I-riðli undankeppni HM 2018. 2. júní 2017 14:03 Sýna Króatíuleikinn á risaskjá fyrir utan Laugardalsvöllinn Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem eru ekki með miða á leik Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi geta engu að síður mætt í Laugardalinn og fengið stemmninguna beint í æð. 2. júní 2017 13:23 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Theodór Elmar Bjarnason var í byrjunarliðinu þegar Ísland mætti Króatíu í Zagreb í nóvember síðastliðnum en hann kemst ekki í hópinn fyrir seinni leikinn sem fer fram eftir níu daga. Ísland tapaði 2-0 fyrir Króatíu á Maksimir-leikvanginum í Zagreb 12. nóvember síðastliðinn en Króatar náðu með því þriggja stiga forystu á Ísland þegar fimm umferðir eru að baki í riðli liðanna í undankeppni HM 2018. Theodór Elmar er eini leikmaðurinn sem byrjaði inná í Zagreb sem er ekki valinn núna en þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Bjarnason koma báðir aftur inn eftir meiðsli eftir að hafa misst af síðasta verkefni. Hinir byrjunarliðsmennirnir á Maksimir-leikvanginum 12. nóvember 2016 voru þeir: Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Kári Árnason, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon og Jón Daði Böðvarsson sem eru allir í hópnum sem var tilkynntur í dag. Theodór Elmar Bjarnason var tekinn af velli á 75. mínútu í leiknum og inn kom Arnór Ingvi Traustason sem er í hópnum núna. Theodór Elmar var með á China Cup í janúar en þetta annað landsliðsverkefnið í röð þar sem hann er utan landsliðshópsins. Theodór Elmar spilar með danska liðinu AGF og hjálpaði á dögunum liðinu að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var spurður út í fjarveru Theódórs Elmars á blaðamannafundi í dag. „Það eru komnir nýir menn og svo eru aðrir sem eru komnir inn eftir meiðsli og þá þurfa aðrir að víkja,“ svaraði Heimir.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Heimis í Laugardalnum Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hópinn sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 þann 11. júní. 2. júní 2017 13:45 Aston Villa hjálpaði Heimi með Birki Heimir Hallgrímsson sagði frá því á blaðamannafundi í dag að landsliðsþjálfarinn hafi fengið góða hjálp frá enska félaginu Aston Villa við að það að gera Birki Bjarnason leikfæran fyrir leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM. 2. júní 2017 13:54 Heimir sendi knattspyrnustjórum strákanna tóninn Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar ekki að gefa neitt eftir í viðskiptum sínum við knattspyrnustjórna félaganna sem íslensku landsliðsmennirnir spila með. 2. júní 2017 13:30 Heimir búinn að velja liðið fyrir Króatíuleikinn | Svona lítur hópurinn út Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Bjarnason koma allir inn í landsliðið á nýjan leik eftir meiðsli. 2. júní 2017 13:38 Viðar Örn ekki í landsliðshópnum: Ég legg ekki árar í bát Viðar Örn Kjartansson er ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 annan sunnudag. 2. júní 2017 11:02 Heimir: Hópurinn þolir alveg að heyra um mikilvægi leiksins Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að leikurinn gegn Króatíu 11. júní sé úrslitaleikur um það hvort Ísland geti barist um efsta sætið í I-riðli undankeppni HM 2018. 2. júní 2017 14:03 Sýna Króatíuleikinn á risaskjá fyrir utan Laugardalsvöllinn Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem eru ekki með miða á leik Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi geta engu að síður mætt í Laugardalinn og fengið stemmninguna beint í æð. 2. júní 2017 13:23 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Heimis í Laugardalnum Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hópinn sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 þann 11. júní. 2. júní 2017 13:45
Aston Villa hjálpaði Heimi með Birki Heimir Hallgrímsson sagði frá því á blaðamannafundi í dag að landsliðsþjálfarinn hafi fengið góða hjálp frá enska félaginu Aston Villa við að það að gera Birki Bjarnason leikfæran fyrir leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM. 2. júní 2017 13:54
Heimir sendi knattspyrnustjórum strákanna tóninn Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar ekki að gefa neitt eftir í viðskiptum sínum við knattspyrnustjórna félaganna sem íslensku landsliðsmennirnir spila með. 2. júní 2017 13:30
Heimir búinn að velja liðið fyrir Króatíuleikinn | Svona lítur hópurinn út Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Bjarnason koma allir inn í landsliðið á nýjan leik eftir meiðsli. 2. júní 2017 13:38
Viðar Örn ekki í landsliðshópnum: Ég legg ekki árar í bát Viðar Örn Kjartansson er ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 annan sunnudag. 2. júní 2017 11:02
Heimir: Hópurinn þolir alveg að heyra um mikilvægi leiksins Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að leikurinn gegn Króatíu 11. júní sé úrslitaleikur um það hvort Ísland geti barist um efsta sætið í I-riðli undankeppni HM 2018. 2. júní 2017 14:03
Sýna Króatíuleikinn á risaskjá fyrir utan Laugardalsvöllinn Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem eru ekki með miða á leik Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi geta engu að síður mætt í Laugardalinn og fengið stemmninguna beint í æð. 2. júní 2017 13:23