Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Aron Guðmundsson skrifar 6. nóvember 2025 11:02 Orri Steinn Óskarsson hefur verið að glíma við krefjandi meiðsli og varð fyrir bakslagi á dögunum. Stefan Ivanovic/Pixsell/MB Media/Getty Images Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir það mikið áfall að hafa landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson hafi ekkert geta spilað með liðinu í undankeppni HM. Hákon Arnar Haraldsson hafi hins vegar vaxið mikið í fyrirliðahlutverkinu í hans fjarveru. Á blaðamannafundi í gær, þar sem að landsliðshópur Íslands fyrri lokaleikina mikilvægu gegn Aserbaíjan og Úkraínu í undankeppni HM var opinberaður, greindi Arnar frá því að Orri Steinn hafi orðið fyrir bakslagi í endurkomu sinni á völlinn. Orri, sem hefur verið að glíma við meiðsli í læri hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum með liði sínu Real Sociedad á Spáni á yfirstandandi tímabili. Klippa: „Virkilega erfitt að heyra það“ „Það er virkilega erfitt að heyra hvað hann hefur verið að þjást mikið út af þessum meiðslum,“ segir Arnar um Orra sem hann heyrir reglulega í. „Það sem hefðu kannski átt að vera einföld meiðsli til að byrja með eru orðin virkilega flókin. Því miður varð hann fyrir bakslagi í sínum bata. Hann var með okkur í mínum fyrsta glugga en hefur síðan þá misst af þremur landsleikjagluggum í röð þar sem er mikið í húfi. Hann er fyrirliðinn okkar og leiðtogi, þetta er bara áfall en sem betur fer virkar þetta bara þannig í íþróttum að það kemur maður í manns stað.“ Eigi ekki að flytja Winston Churchill ræður Og hefur Arnar verið gríðarlega sáttur með það hvernig Hákon Arnar Haraldsson hefur stigið upp í fjarveru Orra Steins. Hákon Arnar Haraldsson með fyrirliðabandið í leik gegn Frökkum á dögunumvísir / anton brink „Þeir sem hafa sinnt hans hlutverki hafa staðið sig mjög vel. Ég verð að nefna varafyrirliðann Hákon Arnar sem hefur sinnt hlutverki fyrirliða í undanförnum leikjum. Hann hefur vaxið gríðarlega mikið í þessu hlutverki. Hann var mjög skemmtilega reynslulítill í fyrsta glugganum og gerði óspart grin að sjálfum sér fyrir það. Ég er ekki að ætlast til þess að hann sé í þessu hlutverki að fara með einhverjar Winston Churchill ræður. Hans fyrirliðahlutverk er að vera geggjaður inn á velli, sýna gott fordæmi á æfingasvæðinu sem og í leikjum. Hann hefur bara vaxið gríðarlega mikið sem fyrirliði og persóna.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Á blaðamannafundi í gær, þar sem að landsliðshópur Íslands fyrri lokaleikina mikilvægu gegn Aserbaíjan og Úkraínu í undankeppni HM var opinberaður, greindi Arnar frá því að Orri Steinn hafi orðið fyrir bakslagi í endurkomu sinni á völlinn. Orri, sem hefur verið að glíma við meiðsli í læri hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum með liði sínu Real Sociedad á Spáni á yfirstandandi tímabili. Klippa: „Virkilega erfitt að heyra það“ „Það er virkilega erfitt að heyra hvað hann hefur verið að þjást mikið út af þessum meiðslum,“ segir Arnar um Orra sem hann heyrir reglulega í. „Það sem hefðu kannski átt að vera einföld meiðsli til að byrja með eru orðin virkilega flókin. Því miður varð hann fyrir bakslagi í sínum bata. Hann var með okkur í mínum fyrsta glugga en hefur síðan þá misst af þremur landsleikjagluggum í röð þar sem er mikið í húfi. Hann er fyrirliðinn okkar og leiðtogi, þetta er bara áfall en sem betur fer virkar þetta bara þannig í íþróttum að það kemur maður í manns stað.“ Eigi ekki að flytja Winston Churchill ræður Og hefur Arnar verið gríðarlega sáttur með það hvernig Hákon Arnar Haraldsson hefur stigið upp í fjarveru Orra Steins. Hákon Arnar Haraldsson með fyrirliðabandið í leik gegn Frökkum á dögunumvísir / anton brink „Þeir sem hafa sinnt hans hlutverki hafa staðið sig mjög vel. Ég verð að nefna varafyrirliðann Hákon Arnar sem hefur sinnt hlutverki fyrirliða í undanförnum leikjum. Hann hefur vaxið gríðarlega mikið í þessu hlutverki. Hann var mjög skemmtilega reynslulítill í fyrsta glugganum og gerði óspart grin að sjálfum sér fyrir það. Ég er ekki að ætlast til þess að hann sé í þessu hlutverki að fara með einhverjar Winston Churchill ræður. Hans fyrirliðahlutverk er að vera geggjaður inn á velli, sýna gott fordæmi á æfingasvæðinu sem og í leikjum. Hann hefur bara vaxið gríðarlega mikið sem fyrirliði og persóna.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira