Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2025 10:32 Frank Ilett, stuðningsmaður Manchester United sem heldur úti síðunni The United Strand. Manchester United náði ekki að halda sigurgöngunni áfram í gær. Getty/ Michael Regan/@theunitedstrand Þriggja leikja sigurganga Manchester United endaði með 2-2 jafntefli á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í gær og margir hugsuðu strax til eins manns sem var kominn svo nálægt því að komast í langþráða klippingu. „Ég var svo viss um að við værum með þetta. Meira að segja alveg í blálokin þegar skoti Ahmads var bjargað á línu. Mér varð þá bókstaflega óglatt. Ég ætla ekki að ljúga, ég er algjörlega miður mín yfir deginum í dag,“ sagði Frank Ilett, stuðningsmaður Manchester United sem heldur úti síðunni The United Strand. Hann hefur lofað því að fara ekki í klippingu fyrr en Manchester United vinnur fimm leiki í röð og strákurinn er kominn með myndarlegan lubba sem og yfir sex hundruð þúsund fylgjendur á Instagram. „Auðvitað er ég þegar farinn að skoða næsta mögulega tíma fyrir klippingu og satt best að segja er ég nokkuð bjartsýnn. Næst gæti það gerst 8. desember eftir leikinn gegn Wolves, sem yrði dagur númer 429,“ sagði Ilett. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Ef þú skoðar næstu ellefu leiki okkar, þá spilum við við Spurs, Everton, Palace, West Ham, Wolves, Bournemouth, Aston Villa, Newcastle, aftur Wolves, Leeds og svo Burnley. Við hljótum að geta náð fimm sigrum í röð á þessu tímabili. Ég persónulega myndi segja að hver einasti af þessum leikjum sé vinnanlegur svo ég held að klippingin muni ekki dragast mikið á langinn,“ sagði Ilett. „Hvað varðar frammistöðuna hjá liðinu þá virtumst við detta út á köflum í leiknum en ég tel að það séu samt jákvæðir punktar sem hægt er að taka með sér. Hluti af uppbyggingu spilsins var það liprasta sem ég man eftir í töluverðan tíma. Það eru klárlega framfarir sjáanlegar en auðvitað taka svona hlutir tíma. Ég er gríðarlega vonsvikinn með úrslitin í dag og að vera kominn aftur á byrjunarreit í áskoruninni,“ sagði Ilett „Fyrir leikinn leit þetta út fyrir að verða auðveldur sigur, en við höldum áfram og ég veit að sigrarnir eru á næsta leiti,“ sagði Ilett eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Frank Ilett (The United Strand) (@theunitedstrand) Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
„Ég var svo viss um að við værum með þetta. Meira að segja alveg í blálokin þegar skoti Ahmads var bjargað á línu. Mér varð þá bókstaflega óglatt. Ég ætla ekki að ljúga, ég er algjörlega miður mín yfir deginum í dag,“ sagði Frank Ilett, stuðningsmaður Manchester United sem heldur úti síðunni The United Strand. Hann hefur lofað því að fara ekki í klippingu fyrr en Manchester United vinnur fimm leiki í röð og strákurinn er kominn með myndarlegan lubba sem og yfir sex hundruð þúsund fylgjendur á Instagram. „Auðvitað er ég þegar farinn að skoða næsta mögulega tíma fyrir klippingu og satt best að segja er ég nokkuð bjartsýnn. Næst gæti það gerst 8. desember eftir leikinn gegn Wolves, sem yrði dagur númer 429,“ sagði Ilett. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Ef þú skoðar næstu ellefu leiki okkar, þá spilum við við Spurs, Everton, Palace, West Ham, Wolves, Bournemouth, Aston Villa, Newcastle, aftur Wolves, Leeds og svo Burnley. Við hljótum að geta náð fimm sigrum í röð á þessu tímabili. Ég persónulega myndi segja að hver einasti af þessum leikjum sé vinnanlegur svo ég held að klippingin muni ekki dragast mikið á langinn,“ sagði Ilett. „Hvað varðar frammistöðuna hjá liðinu þá virtumst við detta út á köflum í leiknum en ég tel að það séu samt jákvæðir punktar sem hægt er að taka með sér. Hluti af uppbyggingu spilsins var það liprasta sem ég man eftir í töluverðan tíma. Það eru klárlega framfarir sjáanlegar en auðvitað taka svona hlutir tíma. Ég er gríðarlega vonsvikinn með úrslitin í dag og að vera kominn aftur á byrjunarreit í áskoruninni,“ sagði Ilett „Fyrir leikinn leit þetta út fyrir að verða auðveldur sigur, en við höldum áfram og ég veit að sigrarnir eru á næsta leiti,“ sagði Ilett eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Frank Ilett (The United Strand) (@theunitedstrand)
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira