McEnroe gagnrýnir Djokovic: Hann bara gafst upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 15:45 Novak Djokovic Vísir/Getty Novak Djokovic var sópað út úr opna franska meistaramótinu í tennis í gær og margir hafa gagnrýnt Djokovic fyrir frammistöðu sína á móti Austurríkismanninum Dominic Thiem. Dominic Thiem vann öll settin eða 7-6 (7-5) 6-3 og 6-0. Þetta er sem dæmi í fyrsta sinn sem Djokovic tapar setti 6-0 síðan árið 2005. Djokovic átti titil að verja á þessu risamóti en hefur nú misst alla risamótstitlana sína á síðustu tólf mánuðum. „Ég man ekki eftir að hafa séð það á síðustu sex til átta árum að Novak hafi bara hætt að reyna. Hann gafst hreinlega upp,“ sagði gamla tennisstjarnan John McEnroe í viðtali við BBC. „Í þriðja settinu leit þetta út eins og hann vildi ekki vera þarna. Hann vildi ekki keppa og það er átakanlegt fyrir mann sem hefur unnið svo mikið og leggur svona mikið stolt í að vera mikill keppnismaður,“ sagði McEnroe. Dominic Thiem hafði aldrei áður náð að vinna Novak Djokovic á tennisvellinum en Austurríkismaðurinn vann sér inn undanúrslitaleik á móti Spánverjanum Rafael Nadal. „Ég er í stöðu sem ég hef aldrei verið í áður. Undanfarna sjö til átta mánuði hef ég ekki unnið nein mót og það hefur ekki gerst í mörg ár. Maður þarf víst bara að komast í gegnum þetta, læra af þessu og finna leið til að verða sterkari. Þetta er mikil áskorun en ég er klár í að takast á við hana,“ sagði Novak Djokovic eftir leikinn. Novak Djokovic datt út í átta manna úrslitunum núna en hafði tapað í annarri umferð á opna ástralska fyrr á þessu ári. Hann spilaði síðast til úrslita á opna bandaríska mótinu síðasta sumar en vann síðast risamót á opna franska mótinu fyrir ári síðan. Tennis Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Sjá meira
Novak Djokovic var sópað út úr opna franska meistaramótinu í tennis í gær og margir hafa gagnrýnt Djokovic fyrir frammistöðu sína á móti Austurríkismanninum Dominic Thiem. Dominic Thiem vann öll settin eða 7-6 (7-5) 6-3 og 6-0. Þetta er sem dæmi í fyrsta sinn sem Djokovic tapar setti 6-0 síðan árið 2005. Djokovic átti titil að verja á þessu risamóti en hefur nú misst alla risamótstitlana sína á síðustu tólf mánuðum. „Ég man ekki eftir að hafa séð það á síðustu sex til átta árum að Novak hafi bara hætt að reyna. Hann gafst hreinlega upp,“ sagði gamla tennisstjarnan John McEnroe í viðtali við BBC. „Í þriðja settinu leit þetta út eins og hann vildi ekki vera þarna. Hann vildi ekki keppa og það er átakanlegt fyrir mann sem hefur unnið svo mikið og leggur svona mikið stolt í að vera mikill keppnismaður,“ sagði McEnroe. Dominic Thiem hafði aldrei áður náð að vinna Novak Djokovic á tennisvellinum en Austurríkismaðurinn vann sér inn undanúrslitaleik á móti Spánverjanum Rafael Nadal. „Ég er í stöðu sem ég hef aldrei verið í áður. Undanfarna sjö til átta mánuði hef ég ekki unnið nein mót og það hefur ekki gerst í mörg ár. Maður þarf víst bara að komast í gegnum þetta, læra af þessu og finna leið til að verða sterkari. Þetta er mikil áskorun en ég er klár í að takast á við hana,“ sagði Novak Djokovic eftir leikinn. Novak Djokovic datt út í átta manna úrslitunum núna en hafði tapað í annarri umferð á opna ástralska fyrr á þessu ári. Hann spilaði síðast til úrslita á opna bandaríska mótinu síðasta sumar en vann síðast risamót á opna franska mótinu fyrir ári síðan.
Tennis Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins