McEnroe gagnrýnir Djokovic: Hann bara gafst upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 15:45 Novak Djokovic Vísir/Getty Novak Djokovic var sópað út úr opna franska meistaramótinu í tennis í gær og margir hafa gagnrýnt Djokovic fyrir frammistöðu sína á móti Austurríkismanninum Dominic Thiem. Dominic Thiem vann öll settin eða 7-6 (7-5) 6-3 og 6-0. Þetta er sem dæmi í fyrsta sinn sem Djokovic tapar setti 6-0 síðan árið 2005. Djokovic átti titil að verja á þessu risamóti en hefur nú misst alla risamótstitlana sína á síðustu tólf mánuðum. „Ég man ekki eftir að hafa séð það á síðustu sex til átta árum að Novak hafi bara hætt að reyna. Hann gafst hreinlega upp,“ sagði gamla tennisstjarnan John McEnroe í viðtali við BBC. „Í þriðja settinu leit þetta út eins og hann vildi ekki vera þarna. Hann vildi ekki keppa og það er átakanlegt fyrir mann sem hefur unnið svo mikið og leggur svona mikið stolt í að vera mikill keppnismaður,“ sagði McEnroe. Dominic Thiem hafði aldrei áður náð að vinna Novak Djokovic á tennisvellinum en Austurríkismaðurinn vann sér inn undanúrslitaleik á móti Spánverjanum Rafael Nadal. „Ég er í stöðu sem ég hef aldrei verið í áður. Undanfarna sjö til átta mánuði hef ég ekki unnið nein mót og það hefur ekki gerst í mörg ár. Maður þarf víst bara að komast í gegnum þetta, læra af þessu og finna leið til að verða sterkari. Þetta er mikil áskorun en ég er klár í að takast á við hana,“ sagði Novak Djokovic eftir leikinn. Novak Djokovic datt út í átta manna úrslitunum núna en hafði tapað í annarri umferð á opna ástralska fyrr á þessu ári. Hann spilaði síðast til úrslita á opna bandaríska mótinu síðasta sumar en vann síðast risamót á opna franska mótinu fyrir ári síðan. Tennis Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira
Novak Djokovic var sópað út úr opna franska meistaramótinu í tennis í gær og margir hafa gagnrýnt Djokovic fyrir frammistöðu sína á móti Austurríkismanninum Dominic Thiem. Dominic Thiem vann öll settin eða 7-6 (7-5) 6-3 og 6-0. Þetta er sem dæmi í fyrsta sinn sem Djokovic tapar setti 6-0 síðan árið 2005. Djokovic átti titil að verja á þessu risamóti en hefur nú misst alla risamótstitlana sína á síðustu tólf mánuðum. „Ég man ekki eftir að hafa séð það á síðustu sex til átta árum að Novak hafi bara hætt að reyna. Hann gafst hreinlega upp,“ sagði gamla tennisstjarnan John McEnroe í viðtali við BBC. „Í þriðja settinu leit þetta út eins og hann vildi ekki vera þarna. Hann vildi ekki keppa og það er átakanlegt fyrir mann sem hefur unnið svo mikið og leggur svona mikið stolt í að vera mikill keppnismaður,“ sagði McEnroe. Dominic Thiem hafði aldrei áður náð að vinna Novak Djokovic á tennisvellinum en Austurríkismaðurinn vann sér inn undanúrslitaleik á móti Spánverjanum Rafael Nadal. „Ég er í stöðu sem ég hef aldrei verið í áður. Undanfarna sjö til átta mánuði hef ég ekki unnið nein mót og það hefur ekki gerst í mörg ár. Maður þarf víst bara að komast í gegnum þetta, læra af þessu og finna leið til að verða sterkari. Þetta er mikil áskorun en ég er klár í að takast á við hana,“ sagði Novak Djokovic eftir leikinn. Novak Djokovic datt út í átta manna úrslitunum núna en hafði tapað í annarri umferð á opna ástralska fyrr á þessu ári. Hann spilaði síðast til úrslita á opna bandaríska mótinu síðasta sumar en vann síðast risamót á opna franska mótinu fyrir ári síðan.
Tennis Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira