Hótelbyggingu á Seyðisfirði slegið á frest Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2017 07:00 Framkvæmdum vegna hótelsins Tinda á Seyðisfirði hefur verið slegið á frest. Oddviti Sjálfstæðismanna segir það bagalegt. Mynd/Aðsend Uppbyggingu hótels á Seyðisfirði hefur verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Aðalheiður Borgþórsdóttir, eigandi fyrirtækis utan um hótelreksturinn, segir aðgerðir stjórnvalda gera ferðaþjónustu erfitt fyrir fjarri höfuðborginni. Hótelið átti að skapa um 25 ársverk á Seyðisfirði. Til samanburðar myndi það þýða um 4.800 manna vinnustað í Reykjavík. „Við ætluðum að fara af stað með uppbyggingu hótels á Seyðisfirði og höfum unnið í á þriðja ár að þessari framkvæmd. Allt hefur gengið samkvæmt áætlun í því ferli. Hins vegar er áætluð hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu og sterkt gengi krónunnar að gera okkur lífið leitt. Það er bara þannig,“ segir Aðalheiður. Fjárfestingin sem um ræðir er mjög viðamikil á Seyðisfirði. Framkvæmdin sjálf, bygging hótelsins, sem átti að vera rúmlega 40 herbergi, átti að kosta allt að 900 milljónir króna. „Ferðaþjónusta á Austurlandi er í mjög erfiðri stöðu núna vegna erfiðrar stöðu krónunnar og svo bætist ofan á fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á greinina sem að mínu mati gæti skaðað greinina,“ segir Aðalheiður. Arnbjörg Sveinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Seyðisfjarðar, er sammála því að hækkun virðisaukaskatts á greinina sé ekki æskileg. „Hækkunin mun hafa slæm áhrif úti á landi fyrir þá sem eru fjærst Keflavík,“ segir Arnbjörg. „Það er fyrirséð að ferðamenn sem hingað koma munu stytta dvöl sína með hækkandi verðlagi. Þetta hótel hefði verið mjög góður kostur fyrir okkur og vonandi að þetta geti farið af stað seinna þegar óvissuástandi, eins og þau upplifa það, lýkur.“ Á Seyðisfirði voru um áramótin 650 íbúar með lögheimili. Þar af voru tæplega 450 þeirra á vinnualdri. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Uppbyggingu hótels á Seyðisfirði hefur verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Aðalheiður Borgþórsdóttir, eigandi fyrirtækis utan um hótelreksturinn, segir aðgerðir stjórnvalda gera ferðaþjónustu erfitt fyrir fjarri höfuðborginni. Hótelið átti að skapa um 25 ársverk á Seyðisfirði. Til samanburðar myndi það þýða um 4.800 manna vinnustað í Reykjavík. „Við ætluðum að fara af stað með uppbyggingu hótels á Seyðisfirði og höfum unnið í á þriðja ár að þessari framkvæmd. Allt hefur gengið samkvæmt áætlun í því ferli. Hins vegar er áætluð hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu og sterkt gengi krónunnar að gera okkur lífið leitt. Það er bara þannig,“ segir Aðalheiður. Fjárfestingin sem um ræðir er mjög viðamikil á Seyðisfirði. Framkvæmdin sjálf, bygging hótelsins, sem átti að vera rúmlega 40 herbergi, átti að kosta allt að 900 milljónir króna. „Ferðaþjónusta á Austurlandi er í mjög erfiðri stöðu núna vegna erfiðrar stöðu krónunnar og svo bætist ofan á fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á greinina sem að mínu mati gæti skaðað greinina,“ segir Aðalheiður. Arnbjörg Sveinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Seyðisfjarðar, er sammála því að hækkun virðisaukaskatts á greinina sé ekki æskileg. „Hækkunin mun hafa slæm áhrif úti á landi fyrir þá sem eru fjærst Keflavík,“ segir Arnbjörg. „Það er fyrirséð að ferðamenn sem hingað koma munu stytta dvöl sína með hækkandi verðlagi. Þetta hótel hefði verið mjög góður kostur fyrir okkur og vonandi að þetta geti farið af stað seinna þegar óvissuástandi, eins og þau upplifa það, lýkur.“ Á Seyðisfirði voru um áramótin 650 íbúar með lögheimili. Þar af voru tæplega 450 þeirra á vinnualdri.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira