Donald Trump harðorður í garð Írans Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2017 18:56 Trump flytur ræðu frammi fyrir leiðtogum múslimaríkja í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, í dag. Fyrir aftan hann sitja dóttir hans, Ivanka Trump, og eiginmaður hennar, Jared Kushner. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti ræðu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu í dag. Trump var sérstaklega harðorður í garð Írans, helsta keppinautar Sádi-Arabíu, í ræðu sinni og kenndi írönskum yfirvöldum um óróleikann á svæðinu. Leiðtogar 55 ríkja, í hverjum múslimar eru í meirihluta, voru viðstaddir ræðuhöldin. Í frétt BBC er afstaða Trumps gagnvart Íran sögð hafa þóknast leiðtogum Sádi-Arabíu. Þá er ræða hans einnig sögð tilraun til nokkurs konar sátta við múslimalönd en Trump olli miklum usla í kosningaherferð sinni til embættis Bandaríkjaforseta með málflutningi sínum um múslima.„Barátta á milli góðs og ills“Hvíta húsið birti hluta úr ræðu forsetans áður en hún var flutt fyrr í dag en hann sagðist ekki staddur í Sádi-Arabíu til að lesa yfir hausamótunum á leiðtogum Íslam eða koma á bandarískum siðum og venjum. Hann sakaði Íran jafnframt um að standa að baki hryðjuverkahópum í Mið-Austurlöndum, styðja þá fjárhagslega og selja þeim vopn. Trump sagði baráttuna gegn öfgamönnum ekki vera bardaga á milli mismunandi trúarbragða heldur „baráttu á milli góðs og ills.“ Þá sagði hann að betri framtíð væri aðeins möguleg „ef þjóðir ykkar reka hryðjuverkamennina í burtu, og reka í burtu öfgamennina,“ og ávarpaði þar leiðtogana sem hlýddu á ræðuna. Hann bætti þó við að löndin gætu ekki beðið eftir útspili „bandarískra afla“ og að þau þyrfti að „uppfylla sínar skyldur byrðarinnar.“Samningur Bandaríkjanna við Persaflóaríkin verði undirritaður Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín í garð múslima. Hann hefur lagt til að komið verði upp gagnagrunni, í hverjum finna megi alla múslima í Bandaríkjunum, og þá hefur hann tvisvar sinnum reynt að setja í lög að íbúum nokkurra ríkja, þar sem múslimar eru í meirihluta, yrði meinað að koma til Bandaríkjanna. Þá tilkynnti Trump að Bandaríkin, ásamt sex Persaflóaríkjum, muni undirrita samning um bann við fjárframlögum til öfgahópa á borð við ISIS. Persaflóaríkin sex, Sádi-Arabía, Katar, Kúveit, Oman, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Bahrain, hafa þó verið sökuð um að styðja hryðjuverkasamtökin og önnur sambærileg hernaðaröfl Sunni-múslima.Ræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan: Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Óman Sádi-Arabía Tengdar fréttir Mun hvetja leiðtoga Íslam til að berjast gegn öfgum „Þetta er ekki barátta á milli mismunandi trúarbragða.“ 21. maí 2017 13:05 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti ræðu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu í dag. Trump var sérstaklega harðorður í garð Írans, helsta keppinautar Sádi-Arabíu, í ræðu sinni og kenndi írönskum yfirvöldum um óróleikann á svæðinu. Leiðtogar 55 ríkja, í hverjum múslimar eru í meirihluta, voru viðstaddir ræðuhöldin. Í frétt BBC er afstaða Trumps gagnvart Íran sögð hafa þóknast leiðtogum Sádi-Arabíu. Þá er ræða hans einnig sögð tilraun til nokkurs konar sátta við múslimalönd en Trump olli miklum usla í kosningaherferð sinni til embættis Bandaríkjaforseta með málflutningi sínum um múslima.„Barátta á milli góðs og ills“Hvíta húsið birti hluta úr ræðu forsetans áður en hún var flutt fyrr í dag en hann sagðist ekki staddur í Sádi-Arabíu til að lesa yfir hausamótunum á leiðtogum Íslam eða koma á bandarískum siðum og venjum. Hann sakaði Íran jafnframt um að standa að baki hryðjuverkahópum í Mið-Austurlöndum, styðja þá fjárhagslega og selja þeim vopn. Trump sagði baráttuna gegn öfgamönnum ekki vera bardaga á milli mismunandi trúarbragða heldur „baráttu á milli góðs og ills.“ Þá sagði hann að betri framtíð væri aðeins möguleg „ef þjóðir ykkar reka hryðjuverkamennina í burtu, og reka í burtu öfgamennina,“ og ávarpaði þar leiðtogana sem hlýddu á ræðuna. Hann bætti þó við að löndin gætu ekki beðið eftir útspili „bandarískra afla“ og að þau þyrfti að „uppfylla sínar skyldur byrðarinnar.“Samningur Bandaríkjanna við Persaflóaríkin verði undirritaður Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín í garð múslima. Hann hefur lagt til að komið verði upp gagnagrunni, í hverjum finna megi alla múslima í Bandaríkjunum, og þá hefur hann tvisvar sinnum reynt að setja í lög að íbúum nokkurra ríkja, þar sem múslimar eru í meirihluta, yrði meinað að koma til Bandaríkjanna. Þá tilkynnti Trump að Bandaríkin, ásamt sex Persaflóaríkjum, muni undirrita samning um bann við fjárframlögum til öfgahópa á borð við ISIS. Persaflóaríkin sex, Sádi-Arabía, Katar, Kúveit, Oman, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Bahrain, hafa þó verið sökuð um að styðja hryðjuverkasamtökin og önnur sambærileg hernaðaröfl Sunni-múslima.Ræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan:
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Óman Sádi-Arabía Tengdar fréttir Mun hvetja leiðtoga Íslam til að berjast gegn öfgum „Þetta er ekki barátta á milli mismunandi trúarbragða.“ 21. maí 2017 13:05 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Mun hvetja leiðtoga Íslam til að berjast gegn öfgum „Þetta er ekki barátta á milli mismunandi trúarbragða.“ 21. maí 2017 13:05