Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Sveinn Arnarsson skrifar 22. maí 2017 06:00 Meðlimir í Costco dældu glaðir í bragði á farartæki sín enda langt síðan svona verð hefur sést. vísir/ernir „Mér finnst þeir koma inn með mjög lágt verð miðað við það sem markaðurinn getur veitt,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands, við verðlagningu Costco á eldsneyti.Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.vísir/vilhelmCostco hóf að selja eldsneyti í gær og er verð þar langt undir því sem gengur og gerist á markaði hér á landi. 95 oktana bensín er á 169,90 krónur lítrinn og dísilolía á 164,90 krónur lítrinn. Útsöluverð hinna olíufyrirtækjanna er tæpar 200 krónur án afsláttar. Verð Costco á eldsneyti mun breyta landslaginu á íslenskum eldsneytismarkaði að mati framkvæmdastjóra FÍB. „Þetta er lifandi sönnun þess sem vakin hefur verið athygli á, bæði af okkur í FÍB og samkeppnisyfirvöldum, að álagning á eldsneyti er langt umfram það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Það er fagnaðarefni að það sé hrist upp í þessum markaði,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Þetta verð mun hafa gífurleg áhrif á klassískum helsjúkum fákeppnismarkaði. Hinir munu lækka verð um leið því þeir vilja halda áfram að vera í bissness.“ „Við höfum bara verið að bíða eftir því að þeir myndu opna og sú tímamót eru komin núna. Við munum í framhaldinu skoða hvaða áhrif þetta hefur á markaðinn áður en við tökum ákvörðun,“ segir Jón Ólafur, forstjóri Olís. „Við munum einnig þurfa að sjá hvernig Costco spilar úr þessu til lengri tíma. Við vitum ekki hvort þetta sé tilboð dagsins eða hvort þeir haldi þessu verði til streitu. Auðvitað fylgjumst við gaumgæfilega með því við viljum veita samkeppnishæf verð.“ „Hundruð nýrra viðskiptakorta eru seld á hverjum degi núna og við erum mjög spennt fyrir opnun,“ segir Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco. Hann segir verðið á eldsneyti hjá Costco vera komið til að vera. „Við erum ekki að selja eldsneyti undir kostnaðarverði. Okkar markmið er að selja hágæðavöru á sem besta verði.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bensínstöð Costco opnuð á undan búðinni Stefnt er að því að opna bensínstöð Costco við Kauptún í Garðabæ nokkrum dögum áður en verslunin sjálf verður opnuð næstkomandi þriðjudag. Þetta staðfestir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu. 18. maí 2017 07:00 Costco sýnir bensínlítrann á 170 krónur Orkan hefur lækkað verð í dag og kostar lítrinn 185,70 krónur á völdum stöðvum í höfuðborginni. 19. maí 2017 11:57 Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46 Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
„Mér finnst þeir koma inn með mjög lágt verð miðað við það sem markaðurinn getur veitt,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands, við verðlagningu Costco á eldsneyti.Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.vísir/vilhelmCostco hóf að selja eldsneyti í gær og er verð þar langt undir því sem gengur og gerist á markaði hér á landi. 95 oktana bensín er á 169,90 krónur lítrinn og dísilolía á 164,90 krónur lítrinn. Útsöluverð hinna olíufyrirtækjanna er tæpar 200 krónur án afsláttar. Verð Costco á eldsneyti mun breyta landslaginu á íslenskum eldsneytismarkaði að mati framkvæmdastjóra FÍB. „Þetta er lifandi sönnun þess sem vakin hefur verið athygli á, bæði af okkur í FÍB og samkeppnisyfirvöldum, að álagning á eldsneyti er langt umfram það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Það er fagnaðarefni að það sé hrist upp í þessum markaði,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Þetta verð mun hafa gífurleg áhrif á klassískum helsjúkum fákeppnismarkaði. Hinir munu lækka verð um leið því þeir vilja halda áfram að vera í bissness.“ „Við höfum bara verið að bíða eftir því að þeir myndu opna og sú tímamót eru komin núna. Við munum í framhaldinu skoða hvaða áhrif þetta hefur á markaðinn áður en við tökum ákvörðun,“ segir Jón Ólafur, forstjóri Olís. „Við munum einnig þurfa að sjá hvernig Costco spilar úr þessu til lengri tíma. Við vitum ekki hvort þetta sé tilboð dagsins eða hvort þeir haldi þessu verði til streitu. Auðvitað fylgjumst við gaumgæfilega með því við viljum veita samkeppnishæf verð.“ „Hundruð nýrra viðskiptakorta eru seld á hverjum degi núna og við erum mjög spennt fyrir opnun,“ segir Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco. Hann segir verðið á eldsneyti hjá Costco vera komið til að vera. „Við erum ekki að selja eldsneyti undir kostnaðarverði. Okkar markmið er að selja hágæðavöru á sem besta verði.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bensínstöð Costco opnuð á undan búðinni Stefnt er að því að opna bensínstöð Costco við Kauptún í Garðabæ nokkrum dögum áður en verslunin sjálf verður opnuð næstkomandi þriðjudag. Þetta staðfestir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu. 18. maí 2017 07:00 Costco sýnir bensínlítrann á 170 krónur Orkan hefur lækkað verð í dag og kostar lítrinn 185,70 krónur á völdum stöðvum í höfuðborginni. 19. maí 2017 11:57 Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46 Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Bensínstöð Costco opnuð á undan búðinni Stefnt er að því að opna bensínstöð Costco við Kauptún í Garðabæ nokkrum dögum áður en verslunin sjálf verður opnuð næstkomandi þriðjudag. Þetta staðfestir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu. 18. maí 2017 07:00
Costco sýnir bensínlítrann á 170 krónur Orkan hefur lækkað verð í dag og kostar lítrinn 185,70 krónur á völdum stöðvum í höfuðborginni. 19. maí 2017 11:57
Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46
Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28