Sýna ferðamönnum hvernig hægt er að komast af í Reykjavík fyrir minna en fimm þúsund á dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. maí 2017 20:37 Að labba um Reykjavík er meðal þeirra ráða sem CNBC gefur ferðamönnum sem ætla að ferðast til Íslands Vísir/GVA Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og Ísland er á nýjan leik orðið eitt dýrasta land í heimi. Það virðist þó ekki stöðva ferðamenn í að koma hingað til lands. Kathleen Elkins, fréttakona CNBC, ferðaðist sérstaklega til Íslands til þess að fjalla um hvernig ferðamenn geta komist af í Reykjavík án þess að eyða fúlgum fjár. Segir hún að með nokkrum einföldum ráðum, sem hún deilir með lesendum vefsíðu CNBC, sé vel hægt að komast af í Reykjavík fyrir minna en 50 dollara á dag, um fimm þúsund krónur íslenskar.Kathleen Elkins í búðinni.Mynd/Skjáskot.Best að halda sig við ódýra eða ókeypis staði Segir hún að það sé nóg að gera í Reykjavík á einum degi. Segist hún hafa labbað um hafnarsvæðið, niður Laugaveginn að Hörpu auk þess sem hún skoðaði Sólfarið og Höfða. Þá leyfði hún sér að fara upp í turn Hallgrímskirkju og greytt fyrir það um 9 dollara eða 900 krónur. Þrátt fyrir að hafa ekki eytt háum fjárhæðum í að fara í Bláa lónið eða annað álíka sem kosti mikinn pening hafi henni aldrei fundist eins og hún hafi verið að missa af einhverju. Hún bendir þó lesendum sínum á það að taka með sér flösku og fylla hana af vatni þegar tækifæri gefst, enda sé engin ástæða til þess að eyða pening í að kaupa vatn í búðum þegar kranavatnið sé fullkomnlega drykkjarhæft.Labba frekar en að taka leigubíl og fara í sund Að mati Elkins er Reykjavík mjög hentug til þess að labba um og það kosti lítið sem ekkert. Ekki nóg með að það sé góð æfing heldur fylgi því einnig frelsi til þess að stoppa hvar sem er og skoða það sem sé áhugavert. Það sé þó mikilvægt að hafa regnhlíf og föt með sér, enda sé veðrið á Íslandi óútreiknanlegt. Eftir göngutúrinn segir Elkins svo að það sé afar gott ráð að skella sér í sund. Það sé ódýrt og mögnuð upplifun, auk þess sem að þar geti maður kynnst heimamönnum, sem stundi sundið af miklum móð.Versla í stórmörkuðum og borða pylsur Þegar kemur að mat nefnir Elkins að það geti verið dýrt að fara út að borða og því sé gáfulegt að fara í stórmarkað til þess að versla sér í gogginn. Fór hún í Krónuna og keypti sér nægan mat fyrir daginn fyrir minni pening en ein máltíð á veitingastað hefði kostað. Vilji ferðamenn hins vegar skella sér út að borða mælir Elkins eindregið með því að fá sér pylsu með öllu. Það sé ódýrasti skyndibitinn og þar að auki óopinber þjóðarréttur Íslendinga. Mælir hún sérstaklega með pylsu með öllu. Þegar allt var tekið saman eyddi Elkins um 38 dollurum yfir daginn. Hún segir vissulega að hún hafi ekki fengið sér svakalega sjávarréttarmáltíð eða farið á söfn, henni hafi þó aldrei fundist eins og hún hafi misst af einhverju. Segir hún því að ferðamenn geti farið létt með að upplifa Reykjavík án þess að þurfa að greiða háar fjárhæðir fyrir. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Myndu dvelja lengur á landinu ef ekki væri fyrir verðið Reykjavík er sextánda dýrasta borg í heimi 26. mars 2017 21:44 Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00 Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. 21. mars 2017 23:30 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og Ísland er á nýjan leik orðið eitt dýrasta land í heimi. Það virðist þó ekki stöðva ferðamenn í að koma hingað til lands. Kathleen Elkins, fréttakona CNBC, ferðaðist sérstaklega til Íslands til þess að fjalla um hvernig ferðamenn geta komist af í Reykjavík án þess að eyða fúlgum fjár. Segir hún að með nokkrum einföldum ráðum, sem hún deilir með lesendum vefsíðu CNBC, sé vel hægt að komast af í Reykjavík fyrir minna en 50 dollara á dag, um fimm þúsund krónur íslenskar.Kathleen Elkins í búðinni.Mynd/Skjáskot.Best að halda sig við ódýra eða ókeypis staði Segir hún að það sé nóg að gera í Reykjavík á einum degi. Segist hún hafa labbað um hafnarsvæðið, niður Laugaveginn að Hörpu auk þess sem hún skoðaði Sólfarið og Höfða. Þá leyfði hún sér að fara upp í turn Hallgrímskirkju og greytt fyrir það um 9 dollara eða 900 krónur. Þrátt fyrir að hafa ekki eytt háum fjárhæðum í að fara í Bláa lónið eða annað álíka sem kosti mikinn pening hafi henni aldrei fundist eins og hún hafi verið að missa af einhverju. Hún bendir þó lesendum sínum á það að taka með sér flösku og fylla hana af vatni þegar tækifæri gefst, enda sé engin ástæða til þess að eyða pening í að kaupa vatn í búðum þegar kranavatnið sé fullkomnlega drykkjarhæft.Labba frekar en að taka leigubíl og fara í sund Að mati Elkins er Reykjavík mjög hentug til þess að labba um og það kosti lítið sem ekkert. Ekki nóg með að það sé góð æfing heldur fylgi því einnig frelsi til þess að stoppa hvar sem er og skoða það sem sé áhugavert. Það sé þó mikilvægt að hafa regnhlíf og föt með sér, enda sé veðrið á Íslandi óútreiknanlegt. Eftir göngutúrinn segir Elkins svo að það sé afar gott ráð að skella sér í sund. Það sé ódýrt og mögnuð upplifun, auk þess sem að þar geti maður kynnst heimamönnum, sem stundi sundið af miklum móð.Versla í stórmörkuðum og borða pylsur Þegar kemur að mat nefnir Elkins að það geti verið dýrt að fara út að borða og því sé gáfulegt að fara í stórmarkað til þess að versla sér í gogginn. Fór hún í Krónuna og keypti sér nægan mat fyrir daginn fyrir minni pening en ein máltíð á veitingastað hefði kostað. Vilji ferðamenn hins vegar skella sér út að borða mælir Elkins eindregið með því að fá sér pylsu með öllu. Það sé ódýrasti skyndibitinn og þar að auki óopinber þjóðarréttur Íslendinga. Mælir hún sérstaklega með pylsu með öllu. Þegar allt var tekið saman eyddi Elkins um 38 dollurum yfir daginn. Hún segir vissulega að hún hafi ekki fengið sér svakalega sjávarréttarmáltíð eða farið á söfn, henni hafi þó aldrei fundist eins og hún hafi misst af einhverju. Segir hún því að ferðamenn geti farið létt með að upplifa Reykjavík án þess að þurfa að greiða háar fjárhæðir fyrir.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Myndu dvelja lengur á landinu ef ekki væri fyrir verðið Reykjavík er sextánda dýrasta borg í heimi 26. mars 2017 21:44 Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00 Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. 21. mars 2017 23:30 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Myndu dvelja lengur á landinu ef ekki væri fyrir verðið Reykjavík er sextánda dýrasta borg í heimi 26. mars 2017 21:44
Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00
Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. 21. mars 2017 23:30
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent