Niðurstaðan ekki óvænt segir saksóknari Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. maí 2017 07:00 Mannréttindadómstóllinn telur að ríkið hafi brotið gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni. vísir/gva Íslenska ríkið braut á mannréttindum þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar kaupsýslumanns og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs, þegar þeir voru ákærðir fyrir skattalagabrot í svokölluðu Baugsmáli. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem dæmdi í málinu í gær. Það er niðurstaða Mannréttindadómstólsins að óheimilt hafi verið að refsa þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva tvisvar vegna vangoldinna skatta. Annars vegar lagði yfirskattanefnd á 25 prósenta álag en síðar var þeim gerð refsing fyrir Hæstarétti.Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari„Maður átti alveg eins von á þessari niðurstöðu og ástæðan fyrir þessari niðurstöðu núna er breytt framkvæmd Mannréttindadómstólsins, hvað hann telur mannréttindabrot,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Helgi Magnús segir að Mannréttindadómstóllinn hafi fallist á þessa aðferðafræði árið 2004 í máli sem var höfðað gegn sænska ríkinu. Nú þrettán árum síðar slái hann því föstu að þessi fyrrnefnda aðferðafræði sé mannréttindabrot. Helgi Magnús segir að dómur sem Mannréttindadómstóllinn kvað upp í máli gegn rússneska ríkinu í nóvember árið 2009 hafi gefið vísbendingar um að dómstóllinn myndi komast að þeirri niðurstöðu sem hann komst að í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva gegn íslenska ríkinu. Engu að síður hafi málið gegn þeim farið fyrir Hæstarétt og hann komist að þeirri niðurstöðu árið 2010 að rétta skyldi í því. „Hann er okkar fyrirmynd og við héldum því áfram enda ekkert annað að gera,“ segir Helgi Magnús. Enda hafi íslensk lög ekki gefið tilefni til neins annars en að halda málinu áfram. Endanleg niðurstaða Hæstaréttar varð svo að dæma Tryggva og Jón í skilorðsbundið fangelsi og til hárra sektargreiðslna. Helgi Magnús segir að dómurinn muni hafa víðtæk áhrif, en ekkert liggi fyrir um hvernig unnið verður úr þeim málum sem þegar hefur verið dæmt í. Hæstiréttur Íslands eigi eftir að fella dóm þar sem hann tekur afstöðu til þess að hvaða marki þessi dómur Mannréttindadómstólsins hefur áhrif. „Það má búast við því að Hæstiréttur fylgi þessu fordæmi í meginatriðum, en við skulum átta okkur á því að dómar Mannréttindadómstólsins eru ekki bindandi fyrir Hæstarétt,“ segir hann. Þá bætir Helgi við að niðurstaðan í Baugsmálinu varði tekjuskatt einstaklinga en því hafi ekki enn verið svarað hvaða áhrif dómur Mannréttindadómstólsins hefur á álag á virðisaukaskatt. Hæstiréttur þurfi að svara því. Helgi segir að taki Hæstiréttur mið af sjónarmiðum Mannréttindadómstólsins í næsta dómi sínum, þá komi vissulega til greina að taka þau mál upp aftur sem þegar hefur verið dæmt í. „Eiginlega er eina leiðin til þess að vinda ofan af þeim að fella dómana úr gildi og vísa málum frá að því marki sem þau stangast á við reglur mannréttindasáttmálans,“ segir Helgi, en bætir við að í ljósi þess að um nýja dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins sé að ræða þurfi að svara þeirri spurningu hvenær þessi aðferðafræði sem beitt var í Baugsmálinu varð ekki í lagi. „Það eina sem við vitum er að þetta var í lagi árið 2004,“ segir Helgi. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir dóminn yfir Jóni Ásgeiri og Tryggva fordæmisgefandi "Það er þannig að samkvæmt þessum dómi þá hefur Jóni Ásgeiri og Tryggva verið refsað tvisvar sinnum fyrir sama atvikið,“ segir Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 18. maí 2017 14:30 Jón Ásgeir opnar nýjan vef þar sem hann bregst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið.“ 18. maí 2017 13:31 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Íslenska ríkið braut á mannréttindum þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar kaupsýslumanns og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs, þegar þeir voru ákærðir fyrir skattalagabrot í svokölluðu Baugsmáli. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem dæmdi í málinu í gær. Það er niðurstaða Mannréttindadómstólsins að óheimilt hafi verið að refsa þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva tvisvar vegna vangoldinna skatta. Annars vegar lagði yfirskattanefnd á 25 prósenta álag en síðar var þeim gerð refsing fyrir Hæstarétti.Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari„Maður átti alveg eins von á þessari niðurstöðu og ástæðan fyrir þessari niðurstöðu núna er breytt framkvæmd Mannréttindadómstólsins, hvað hann telur mannréttindabrot,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Helgi Magnús segir að Mannréttindadómstóllinn hafi fallist á þessa aðferðafræði árið 2004 í máli sem var höfðað gegn sænska ríkinu. Nú þrettán árum síðar slái hann því föstu að þessi fyrrnefnda aðferðafræði sé mannréttindabrot. Helgi Magnús segir að dómur sem Mannréttindadómstóllinn kvað upp í máli gegn rússneska ríkinu í nóvember árið 2009 hafi gefið vísbendingar um að dómstóllinn myndi komast að þeirri niðurstöðu sem hann komst að í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva gegn íslenska ríkinu. Engu að síður hafi málið gegn þeim farið fyrir Hæstarétt og hann komist að þeirri niðurstöðu árið 2010 að rétta skyldi í því. „Hann er okkar fyrirmynd og við héldum því áfram enda ekkert annað að gera,“ segir Helgi Magnús. Enda hafi íslensk lög ekki gefið tilefni til neins annars en að halda málinu áfram. Endanleg niðurstaða Hæstaréttar varð svo að dæma Tryggva og Jón í skilorðsbundið fangelsi og til hárra sektargreiðslna. Helgi Magnús segir að dómurinn muni hafa víðtæk áhrif, en ekkert liggi fyrir um hvernig unnið verður úr þeim málum sem þegar hefur verið dæmt í. Hæstiréttur Íslands eigi eftir að fella dóm þar sem hann tekur afstöðu til þess að hvaða marki þessi dómur Mannréttindadómstólsins hefur áhrif. „Það má búast við því að Hæstiréttur fylgi þessu fordæmi í meginatriðum, en við skulum átta okkur á því að dómar Mannréttindadómstólsins eru ekki bindandi fyrir Hæstarétt,“ segir hann. Þá bætir Helgi við að niðurstaðan í Baugsmálinu varði tekjuskatt einstaklinga en því hafi ekki enn verið svarað hvaða áhrif dómur Mannréttindadómstólsins hefur á álag á virðisaukaskatt. Hæstiréttur þurfi að svara því. Helgi segir að taki Hæstiréttur mið af sjónarmiðum Mannréttindadómstólsins í næsta dómi sínum, þá komi vissulega til greina að taka þau mál upp aftur sem þegar hefur verið dæmt í. „Eiginlega er eina leiðin til þess að vinda ofan af þeim að fella dómana úr gildi og vísa málum frá að því marki sem þau stangast á við reglur mannréttindasáttmálans,“ segir Helgi, en bætir við að í ljósi þess að um nýja dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins sé að ræða þurfi að svara þeirri spurningu hvenær þessi aðferðafræði sem beitt var í Baugsmálinu varð ekki í lagi. „Það eina sem við vitum er að þetta var í lagi árið 2004,“ segir Helgi.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir dóminn yfir Jóni Ásgeiri og Tryggva fordæmisgefandi "Það er þannig að samkvæmt þessum dómi þá hefur Jóni Ásgeiri og Tryggva verið refsað tvisvar sinnum fyrir sama atvikið,“ segir Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 18. maí 2017 14:30 Jón Ásgeir opnar nýjan vef þar sem hann bregst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið.“ 18. maí 2017 13:31 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Segir dóminn yfir Jóni Ásgeiri og Tryggva fordæmisgefandi "Það er þannig að samkvæmt þessum dómi þá hefur Jóni Ásgeiri og Tryggva verið refsað tvisvar sinnum fyrir sama atvikið,“ segir Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 18. maí 2017 14:30
Jón Ásgeir opnar nýjan vef þar sem hann bregst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið.“ 18. maí 2017 13:31