Macron ætlar í mál gegn þeim sem ásaka hann um að eiga aflandsfélag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. maí 2017 07:00 Emmanuel Macron á fundi með stuðningsmönnum í Albi í gær. Nordicphotos/AFP Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche! í Frakklandi, tilkynnti í gær að hann ætlaði í mál gegn fjölmiðlum sem segja hann eiga aflandsfélag í Karíbahafinu. Greinir BBC frá því að saksóknarar í París rannsaki nú málið. „Við munum ekki hika við að sækja þá til saka sem dreifa þessum rógburði,“ sagði starfsmaður framboðs Macrons í samtali við frönsku fréttastofuna AFP í gær. Ásakanir um að Macron eigi dularfullt aflandsfélag fóru á flug á netmiðlum íhaldsmanna sem og á samfélagsmiðlum í vikunni. Á einni slíkri síðu, Zero Hedge, segir að Macron eigi aflandsfélag á eynni Nevis. Félag hans hafi átt í viðskiptum við fyrirtæki sem hafi áður gerst sekt um skattsvik. Deilt hefur verið um ágæti Zero Hedge og hún verið kölluð falsfréttasíða. Sjálfur tjáði Macron sig um fréttirnar í útvarpsviðtali í gær. Sagði hann þær falskar og lognar. Enn fremur væru sumar fréttasíðurnar sem fluttu fréttir af meintu aflandsfélagi nátengdar rússneskum hagsmunahópum.Marine Le Pen.vísir/EPAMarine Le Pen, andstæðingur Macrons og frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, vakti máls á ásökununum í sjónvarpskappræðum þeirra á miðvikudag. „Ég vona að við komumst ekki að því að þú eigir aflandsfélag. Ég vona það,“ sagði Le Pen. „Nei, fröken Le Pen, af því að það er rógburður,“ svaraði Macron. Kannanir gerðar á þeim sem horfðu á kappræðurnar birtust í gær. Segir í könnun BFMTV að 63 prósentum áhorfenda hafi þótt Macron standa sig betur. Þá hefði 58 prósentum kjósenda sósíalistans Jean-Luc Mélenchon litist betur á Macron og 58 prósentum kjósenda íhaldsmannsins Francois Fillon. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem BBC tekur saman mælist Macron nú með 59 prósenta fylgi en Le Pen 41 prósent. Kosið verður á sunnudag. Macron vonast líklega til þess að stuðningsyfirlýsing Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, tryggi honum fylgi en Obama lýsti opinberlega yfir stuðningi við Frakkann í gær. Slíka stuðningsyfirlýsingu fékk Le Pen ekki í gær. Hún þurfti hins vegar að þola eggjakast og hróp mótmælenda þegar hún var að tala við kjósendur. Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Sjá meira
Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche! í Frakklandi, tilkynnti í gær að hann ætlaði í mál gegn fjölmiðlum sem segja hann eiga aflandsfélag í Karíbahafinu. Greinir BBC frá því að saksóknarar í París rannsaki nú málið. „Við munum ekki hika við að sækja þá til saka sem dreifa þessum rógburði,“ sagði starfsmaður framboðs Macrons í samtali við frönsku fréttastofuna AFP í gær. Ásakanir um að Macron eigi dularfullt aflandsfélag fóru á flug á netmiðlum íhaldsmanna sem og á samfélagsmiðlum í vikunni. Á einni slíkri síðu, Zero Hedge, segir að Macron eigi aflandsfélag á eynni Nevis. Félag hans hafi átt í viðskiptum við fyrirtæki sem hafi áður gerst sekt um skattsvik. Deilt hefur verið um ágæti Zero Hedge og hún verið kölluð falsfréttasíða. Sjálfur tjáði Macron sig um fréttirnar í útvarpsviðtali í gær. Sagði hann þær falskar og lognar. Enn fremur væru sumar fréttasíðurnar sem fluttu fréttir af meintu aflandsfélagi nátengdar rússneskum hagsmunahópum.Marine Le Pen.vísir/EPAMarine Le Pen, andstæðingur Macrons og frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, vakti máls á ásökununum í sjónvarpskappræðum þeirra á miðvikudag. „Ég vona að við komumst ekki að því að þú eigir aflandsfélag. Ég vona það,“ sagði Le Pen. „Nei, fröken Le Pen, af því að það er rógburður,“ svaraði Macron. Kannanir gerðar á þeim sem horfðu á kappræðurnar birtust í gær. Segir í könnun BFMTV að 63 prósentum áhorfenda hafi þótt Macron standa sig betur. Þá hefði 58 prósentum kjósenda sósíalistans Jean-Luc Mélenchon litist betur á Macron og 58 prósentum kjósenda íhaldsmannsins Francois Fillon. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem BBC tekur saman mælist Macron nú með 59 prósenta fylgi en Le Pen 41 prósent. Kosið verður á sunnudag. Macron vonast líklega til þess að stuðningsyfirlýsing Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, tryggi honum fylgi en Obama lýsti opinberlega yfir stuðningi við Frakkann í gær. Slíka stuðningsyfirlýsingu fékk Le Pen ekki í gær. Hún þurfti hins vegar að þola eggjakast og hróp mótmælenda þegar hún var að tala við kjósendur.
Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“