Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2017 21:26 Emmanuel Macron er nýkjörinn forseti Frakklands. Vísir/AFP Söngur Evrópusambandsins, Óðurinn til gleðinnar eftir Beethoven, ómaði um torgið fyrir framan Louvre-safnið í París þegar Emmanuel Macron gekk til móts við stuðningsmenn sína í kvöld. Lagavalið hefur vakið mikla athygli en Macron er mikill stuðningsmaður áframhaldandi veru Frakka í Evrópusambandinu. Hann ávarpaði um fimmtánþúsund manns, sem saman voru komnir til að hylla hinn nýkjörna forseta. „Verkefnið sem bíður okkar, mínir kæru samborgarar, er gríðarstórt og það hefst á morgun. Það krefst þess að við stöndum vörð um lýðræðislegan þrótt, sprautum nýju lífi í efnahaginn, byggjum upp nýjar varnir gagnvart heiminum sem umlykur okkur og gefum öllum pláss til að reisa Evrópu okkar allra upp á nýtt og tryggja öryggi allra Frakka,“ sagði Macron í ræðu sinni.Emmanuel Macron og eiginkona hans, Brigitte, við Louvre-safnið í París í kvöld.Vísir/AfpMacron ávarpaði einnig stuðningsmenn mótframbjóðanda síns, Marine Le Pen, sem var í framboði fyrir frönsku Þjóðfylkinguna. „Næstu fimm árin mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að þeir sem kusu Marine Le Pen finni sig aldrei aftur knúna til að kjósa öfgaöfl.“ Þegar Macron sagðist eiga fjölskyldu sinni sigurinn að þakka hrópaði mannfjöldinn nafn eiginkonu hans, Brigitte. Hún mætti þá manni sínum tárvot uppi á sviði. Hjónaband þeirra vakti mikla athygli í kosningabaráttunni en Brigitte er 24 árum eldri en hinn nýkjörni forseti. Macron sagði enn fremur að verkefnið sem hann ætti fyrir höndum yrði erfitt. „Við munum ekki láta undan óttanum,“ sagði Macron og kallaði um leið eftir samheldni þjóðarinnar og Frakklands alls. „Ég mun þjóna ykkur með ást,“ sagði Emmanuel Macron í lok sigurræðunnar. „Lengi lifi lýðveldið, lengi lifi Frakkland.“ Frakkland Tengdar fréttir Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40 Hamingjuóskum rignir yfir Macron Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. 7. maí 2017 18:43 Hallargarður við Louvre-safnið rýmdur Lögregla fyrirskipaði að hallargarður þar sem Emmanuel Macron ætlar að fagna á kosninganótt skyldi rýmdur í varúðarskyni vegna öryggisástæðna. 7. maí 2017 11:49 Macron: „Ég þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum“ Sigurræða Macron var alvarleg, stutt og yfirveguð. 7. maí 2017 19:24 Le Pen heitir því að halda baráttunni áfram Marine Le Pen hefur játað ósigur í frönsku forsetakosningunum eftir að fyrstu tölur birtust í dag. Hún óskaði Emmanuel Macron, sigurvegara kosninganna, góðs gengis með áskoranirnar sem Frakkland stendur frammi fyrir þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir stuttu. 7. maí 2017 19:22 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Söngur Evrópusambandsins, Óðurinn til gleðinnar eftir Beethoven, ómaði um torgið fyrir framan Louvre-safnið í París þegar Emmanuel Macron gekk til móts við stuðningsmenn sína í kvöld. Lagavalið hefur vakið mikla athygli en Macron er mikill stuðningsmaður áframhaldandi veru Frakka í Evrópusambandinu. Hann ávarpaði um fimmtánþúsund manns, sem saman voru komnir til að hylla hinn nýkjörna forseta. „Verkefnið sem bíður okkar, mínir kæru samborgarar, er gríðarstórt og það hefst á morgun. Það krefst þess að við stöndum vörð um lýðræðislegan þrótt, sprautum nýju lífi í efnahaginn, byggjum upp nýjar varnir gagnvart heiminum sem umlykur okkur og gefum öllum pláss til að reisa Evrópu okkar allra upp á nýtt og tryggja öryggi allra Frakka,“ sagði Macron í ræðu sinni.Emmanuel Macron og eiginkona hans, Brigitte, við Louvre-safnið í París í kvöld.Vísir/AfpMacron ávarpaði einnig stuðningsmenn mótframbjóðanda síns, Marine Le Pen, sem var í framboði fyrir frönsku Þjóðfylkinguna. „Næstu fimm árin mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að þeir sem kusu Marine Le Pen finni sig aldrei aftur knúna til að kjósa öfgaöfl.“ Þegar Macron sagðist eiga fjölskyldu sinni sigurinn að þakka hrópaði mannfjöldinn nafn eiginkonu hans, Brigitte. Hún mætti þá manni sínum tárvot uppi á sviði. Hjónaband þeirra vakti mikla athygli í kosningabaráttunni en Brigitte er 24 árum eldri en hinn nýkjörni forseti. Macron sagði enn fremur að verkefnið sem hann ætti fyrir höndum yrði erfitt. „Við munum ekki láta undan óttanum,“ sagði Macron og kallaði um leið eftir samheldni þjóðarinnar og Frakklands alls. „Ég mun þjóna ykkur með ást,“ sagði Emmanuel Macron í lok sigurræðunnar. „Lengi lifi lýðveldið, lengi lifi Frakkland.“
Frakkland Tengdar fréttir Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40 Hamingjuóskum rignir yfir Macron Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. 7. maí 2017 18:43 Hallargarður við Louvre-safnið rýmdur Lögregla fyrirskipaði að hallargarður þar sem Emmanuel Macron ætlar að fagna á kosninganótt skyldi rýmdur í varúðarskyni vegna öryggisástæðna. 7. maí 2017 11:49 Macron: „Ég þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum“ Sigurræða Macron var alvarleg, stutt og yfirveguð. 7. maí 2017 19:24 Le Pen heitir því að halda baráttunni áfram Marine Le Pen hefur játað ósigur í frönsku forsetakosningunum eftir að fyrstu tölur birtust í dag. Hún óskaði Emmanuel Macron, sigurvegara kosninganna, góðs gengis með áskoranirnar sem Frakkland stendur frammi fyrir þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir stuttu. 7. maí 2017 19:22 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40
Hamingjuóskum rignir yfir Macron Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. 7. maí 2017 18:43
Hallargarður við Louvre-safnið rýmdur Lögregla fyrirskipaði að hallargarður þar sem Emmanuel Macron ætlar að fagna á kosninganótt skyldi rýmdur í varúðarskyni vegna öryggisástæðna. 7. maí 2017 11:49
Macron: „Ég þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum“ Sigurræða Macron var alvarleg, stutt og yfirveguð. 7. maí 2017 19:24
Le Pen heitir því að halda baráttunni áfram Marine Le Pen hefur játað ósigur í frönsku forsetakosningunum eftir að fyrstu tölur birtust í dag. Hún óskaði Emmanuel Macron, sigurvegara kosninganna, góðs gengis með áskoranirnar sem Frakkland stendur frammi fyrir þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir stuttu. 7. maí 2017 19:22
Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“