Skilti ætlað að halda Kínverjum frá Kvíabryggju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2017 11:57 Kvíabryggja. Vísir/Pjetur Vegagerðin hefur sett upp skilti við afleggjarann af fangelsinu við Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Skiltinu er ætlað að stemma stigu við komu erlendra ferðamanna sem hafa áhuga á því berja Kirkjufell augum sem er í næsta nágrenni við fangelsið. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, þar sem segir að undanfarin ár hafi „vandi fangavarða á Kvíabryggju aðallega legið í því að halda erlendum ferðamönnum, þá helst Kínverjum, utan við svæðið“ enda sé sjaldgæft að fangar leggi á flótta frá Kvíabryggju. Segir einnig að það sé daglegur viðburður að ferðamenn séu reknir af svæðinu og dæmi sé um að heilu rúturnar hafi komið á svæðið, allt í von um að ná sem bestri mynd af Kirkjufellinu sem er afar vinsælt viðfangsefni ljósmyndara. Í samtali við Vísi segir Birgir Guðmundsson, forstöðumaður fangelsins, að það komi vissulega fyrir að ferðamenn komi að fangelsinu og með skiltinu sé verið að reyna að fá þá til þess að snúa við.„Það er verið að sjá hvort að þetta virkar. Það er mikið af ferðafólki á ferðinni og það fer út um allt,“ segir Birgir. „Kirkjufellið er bara við þjóðveginn þannig að þeir þurfa ekkert að koma hingað.“ Birgir segir að ferðamennirnir hafi þó ekki skapað vandræði með komu sinni að Kvíabryggju en að yfirvöld vilji þó helst að fangarnir fái frið frá ágangi ferðamanna. Þá vilji hann síður láta loka veginum enda sé Kvíabryggja svokallað opið fangelsi. Facebook-færslu Afstöðu má sjá hér að neðan, sem og mynd af skiltinu góða. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Vegagerðin hefur sett upp skilti við afleggjarann af fangelsinu við Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Skiltinu er ætlað að stemma stigu við komu erlendra ferðamanna sem hafa áhuga á því berja Kirkjufell augum sem er í næsta nágrenni við fangelsið. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, þar sem segir að undanfarin ár hafi „vandi fangavarða á Kvíabryggju aðallega legið í því að halda erlendum ferðamönnum, þá helst Kínverjum, utan við svæðið“ enda sé sjaldgæft að fangar leggi á flótta frá Kvíabryggju. Segir einnig að það sé daglegur viðburður að ferðamenn séu reknir af svæðinu og dæmi sé um að heilu rúturnar hafi komið á svæðið, allt í von um að ná sem bestri mynd af Kirkjufellinu sem er afar vinsælt viðfangsefni ljósmyndara. Í samtali við Vísi segir Birgir Guðmundsson, forstöðumaður fangelsins, að það komi vissulega fyrir að ferðamenn komi að fangelsinu og með skiltinu sé verið að reyna að fá þá til þess að snúa við.„Það er verið að sjá hvort að þetta virkar. Það er mikið af ferðafólki á ferðinni og það fer út um allt,“ segir Birgir. „Kirkjufellið er bara við þjóðveginn þannig að þeir þurfa ekkert að koma hingað.“ Birgir segir að ferðamennirnir hafi þó ekki skapað vandræði með komu sinni að Kvíabryggju en að yfirvöld vilji þó helst að fangarnir fái frið frá ágangi ferðamanna. Þá vilji hann síður láta loka veginum enda sé Kvíabryggja svokallað opið fangelsi. Facebook-færslu Afstöðu má sjá hér að neðan, sem og mynd af skiltinu góða.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira