Búa sig undir Costco með kaupum á Olís Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Olís starfrækir um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís. vísir/gva Hagar, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, hafa keypt Olíuverzlun Íslands. Heildarvirði Olís er 15,1 milljarður króna og vaxtaberandi skuldir eru 5,9 milljarðar. Kaupverð hlutafjár er því 9,2 milljarðar króna. Olís sérhæfir sig í sölu og þjónustu með eldsneyti og aðrar olíuvörur, auk ýmissa nauðsynjavara til einstaklinga og fyrirtækja. Fyrirtækið starfrækir um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að þessi samningur skapi fjölmörg tækifæri til að bæta þjónustu við viðskiptavini. „Rekstur Olís fellur mjög vel að rekstri Haga og skapar einstakan grundvöll til sóknar og ekki síður til aukinnar hagkvæmni í breyttu samkeppnisumhverfi,“ segir Finnur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að viðræður um kaupin hafi ekki staðið yfir lengi en vill ekki segja hversu skamman tíma þau tóku. Ein stærsta breytingin á samkeppnisumhverfi Haga á næstunni er opnun bandaríska verslunarrisans Costco í Garðabæ þriðjudaginn 23. maí. Þar verður rekin eldsneytissala. Finnur svarar því ekki hvort kaupin séu bein viðbrögð við opnun Costco. „Það er alveg ljóst að við erum sterkara félag og erum betur í stakk búin til þess að takast á við samkeppni,“ segir hann. Kaupverð verður greitt annars vegar með hlutafé í Högum og hins vegar með reiðufé. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að sá hluti kaupverðsins sem greiddur er með reiðufé verði að hluta til fjármagnaður með öflun lánsfjár. Eignir Haga nema 29,7 milljörðum króna, samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Þar af nema eignir umfram skuldir 16,3 milljörðum króna. Af þessum 16,3 milljörðum króna eru 3,8 milljarðar í handbæru fé. Í tilkynningu segir að samhliða kaupunum, og áður tilkynntum kaupum félagsins á Lyfju, hafi stjórn Haga ákveðið að víkja frá áður samþykktri arðgreiðslustefnu félagsins og leggja til við aðalfund í júní að ekki verði greiddur út arður árið 2017. Hagar eru ekki eina verslunarkeðjan sem hefur hug á bensínstöðvarekstri. Festi, sem rekur Krónuna, lagði inn umsókn til Reykjavíkurborgar fyrir hartnær tveimur árum um að fá að opna bensínstöð við verslunina að Fiskislóð í Reykjavík. Dregist hefur að svara, en stefna borgaryfirvalda er að fækka bensínstöðum í Reykjavíkurborg. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, sem kom út í byrjun apríl, segir að þessi stefna og framkvæmd Reykjavíkurborgar sé samkeppnishamlandi. Beinir Samkeppniseftirlitið því til Reykjavíkurborgar að draga úr þessum hömlum. Jón Björnsson, forstjóri Festar, fagnar skýrslunni en segist aldrei hafa átt von á annarri niðurstöðu. „Enda er það alveg fáránlegt ef það er búið að gefa það út að fjórir aðilar, sem eru á markaðnum, hafi einkaleyfi á að selja eldsneyti,“ segir Jón. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira
Hagar, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, hafa keypt Olíuverzlun Íslands. Heildarvirði Olís er 15,1 milljarður króna og vaxtaberandi skuldir eru 5,9 milljarðar. Kaupverð hlutafjár er því 9,2 milljarðar króna. Olís sérhæfir sig í sölu og þjónustu með eldsneyti og aðrar olíuvörur, auk ýmissa nauðsynjavara til einstaklinga og fyrirtækja. Fyrirtækið starfrækir um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að þessi samningur skapi fjölmörg tækifæri til að bæta þjónustu við viðskiptavini. „Rekstur Olís fellur mjög vel að rekstri Haga og skapar einstakan grundvöll til sóknar og ekki síður til aukinnar hagkvæmni í breyttu samkeppnisumhverfi,“ segir Finnur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að viðræður um kaupin hafi ekki staðið yfir lengi en vill ekki segja hversu skamman tíma þau tóku. Ein stærsta breytingin á samkeppnisumhverfi Haga á næstunni er opnun bandaríska verslunarrisans Costco í Garðabæ þriðjudaginn 23. maí. Þar verður rekin eldsneytissala. Finnur svarar því ekki hvort kaupin séu bein viðbrögð við opnun Costco. „Það er alveg ljóst að við erum sterkara félag og erum betur í stakk búin til þess að takast á við samkeppni,“ segir hann. Kaupverð verður greitt annars vegar með hlutafé í Högum og hins vegar með reiðufé. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að sá hluti kaupverðsins sem greiddur er með reiðufé verði að hluta til fjármagnaður með öflun lánsfjár. Eignir Haga nema 29,7 milljörðum króna, samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Þar af nema eignir umfram skuldir 16,3 milljörðum króna. Af þessum 16,3 milljörðum króna eru 3,8 milljarðar í handbæru fé. Í tilkynningu segir að samhliða kaupunum, og áður tilkynntum kaupum félagsins á Lyfju, hafi stjórn Haga ákveðið að víkja frá áður samþykktri arðgreiðslustefnu félagsins og leggja til við aðalfund í júní að ekki verði greiddur út arður árið 2017. Hagar eru ekki eina verslunarkeðjan sem hefur hug á bensínstöðvarekstri. Festi, sem rekur Krónuna, lagði inn umsókn til Reykjavíkurborgar fyrir hartnær tveimur árum um að fá að opna bensínstöð við verslunina að Fiskislóð í Reykjavík. Dregist hefur að svara, en stefna borgaryfirvalda er að fækka bensínstöðum í Reykjavíkurborg. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, sem kom út í byrjun apríl, segir að þessi stefna og framkvæmd Reykjavíkurborgar sé samkeppnishamlandi. Beinir Samkeppniseftirlitið því til Reykjavíkurborgar að draga úr þessum hömlum. Jón Björnsson, forstjóri Festar, fagnar skýrslunni en segist aldrei hafa átt von á annarri niðurstöðu. „Enda er það alveg fáránlegt ef það er búið að gefa það út að fjórir aðilar, sem eru á markaðnum, hafi einkaleyfi á að selja eldsneyti,“ segir Jón.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira