Belgísk móðir varð fyrsta fórnarlamb árásarmannsins í Stokkhólmi Atli Ísleifsson skrifar 10. apríl 2017 08:25 Maïlys Dereymaeker. Facebook Hin belgíska Maïlys Dereymaeker varð fyrsta fórnarlamb árásarmannsins sem ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottninggatan í Stokkhólmi á föstudag. Hin 31 árs Dereymaeker var í Stokkhólmi þar sem hun hugðist hitta vini sína í borginni. Alls létu fjórir lífið í árásinni, en 39 ára úsbeskur ríkisborgari er í haldi lögreglu, grunaður um verknaðinn. Ellefu ára sænsk stúlka á leið heim úr skólanum lést einnig í árásinni, ásamt 41 árs Breta, Chris Bevington, föður sem starfaði sem yfirmaður hjá Spotify. Enn á eftir að greina frá fjórða fórnarlambinu, sem er sænskur ríkisborgari.Sudpresse segir frá því að hin 31 árs Dereymaeker hafi haldið ein til Stokkhólms til að hitta vini, en hún starfaði sem sálfræðingur og vann mikið með hælisleitendum. Hún lætur eftir sig eins árs son. Hún kom frá Lembeek í Halle, smábæ með um sjö þúsund íbúa suður af Brussel.Var tónlist hugleikin Fram hefur komið að Dirk Pieters, borgarstjóri Halle, er góður vinur foreldra Dereymaeker. „Þegar árásin átti sér stað var hún sjálf mætt á staðinn, en vinirnir sem hún hugðist hitta voru enn ekki mættir. Ég þekkti hana ekki persónulega en hafði margoft hitt hana. Ég verð fyrir áfalli í hvert sinn sem slík árás er framin, en það er enn verra þegar ég þekki foreldra hennar og get sett andlit við fórnarlömbin,“ segir Pieters við sænska blaðið Expressen.Chris Bevington.facebookExpressen segir frá því að tónlist skipaði stóran sess í lífi Dereymaeker þar sem hún spilaðu á flautu í hljómsveit og eignaðist þannig vini alls staðar að úr heiminum. Á hún einnig að hafa kennt börnum á hljóðfæri.Var eftirlýstur Úsbekinn sem grunaður er um verknaðinn hafði sótt um dvalarleyfi í Svíþjóð árið 2014. Síðasta sumar var þeirri beiðni hafnað og í desember í fyrra fékk hann mánaðarlangan frest til að yfirgefa landið. Það gerði hann ekki og var hann í kjölfarið á lista yfirvalda yfir eftirlýsta menn. Hann hafði á samfélagsmiðlum meðal annars deilt áróðursmyndböndum ISIS. Auk þeirra fjögurra sem létu lífið eru níu enn slasaðir, fjórir þeirra alvarlega. Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29 Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45 Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00 Kona frá Belgíu lést í árásinni í Stokkhólmi Búið er að bera kennsl á þrjá af þeim fjórum sem létu lífið í árásinni. 9. apríl 2017 09:25 Þúsundir söfnuðust saman við minningarathöfn í Stokkhólmi Íbúar Stokkhólms eru niðurbrotnir eftir hryðjuverkaárás á föstudag en sýndu samstöðu í miðborginni í dag. 9. apríl 2017 15:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Hin belgíska Maïlys Dereymaeker varð fyrsta fórnarlamb árásarmannsins sem ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottninggatan í Stokkhólmi á föstudag. Hin 31 árs Dereymaeker var í Stokkhólmi þar sem hun hugðist hitta vini sína í borginni. Alls létu fjórir lífið í árásinni, en 39 ára úsbeskur ríkisborgari er í haldi lögreglu, grunaður um verknaðinn. Ellefu ára sænsk stúlka á leið heim úr skólanum lést einnig í árásinni, ásamt 41 árs Breta, Chris Bevington, föður sem starfaði sem yfirmaður hjá Spotify. Enn á eftir að greina frá fjórða fórnarlambinu, sem er sænskur ríkisborgari.Sudpresse segir frá því að hin 31 árs Dereymaeker hafi haldið ein til Stokkhólms til að hitta vini, en hún starfaði sem sálfræðingur og vann mikið með hælisleitendum. Hún lætur eftir sig eins árs son. Hún kom frá Lembeek í Halle, smábæ með um sjö þúsund íbúa suður af Brussel.Var tónlist hugleikin Fram hefur komið að Dirk Pieters, borgarstjóri Halle, er góður vinur foreldra Dereymaeker. „Þegar árásin átti sér stað var hún sjálf mætt á staðinn, en vinirnir sem hún hugðist hitta voru enn ekki mættir. Ég þekkti hana ekki persónulega en hafði margoft hitt hana. Ég verð fyrir áfalli í hvert sinn sem slík árás er framin, en það er enn verra þegar ég þekki foreldra hennar og get sett andlit við fórnarlömbin,“ segir Pieters við sænska blaðið Expressen.Chris Bevington.facebookExpressen segir frá því að tónlist skipaði stóran sess í lífi Dereymaeker þar sem hún spilaðu á flautu í hljómsveit og eignaðist þannig vini alls staðar að úr heiminum. Á hún einnig að hafa kennt börnum á hljóðfæri.Var eftirlýstur Úsbekinn sem grunaður er um verknaðinn hafði sótt um dvalarleyfi í Svíþjóð árið 2014. Síðasta sumar var þeirri beiðni hafnað og í desember í fyrra fékk hann mánaðarlangan frest til að yfirgefa landið. Það gerði hann ekki og var hann í kjölfarið á lista yfirvalda yfir eftirlýsta menn. Hann hafði á samfélagsmiðlum meðal annars deilt áróðursmyndböndum ISIS. Auk þeirra fjögurra sem létu lífið eru níu enn slasaðir, fjórir þeirra alvarlega.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29 Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45 Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00 Kona frá Belgíu lést í árásinni í Stokkhólmi Búið er að bera kennsl á þrjá af þeim fjórum sem létu lífið í árásinni. 9. apríl 2017 09:25 Þúsundir söfnuðust saman við minningarathöfn í Stokkhólmi Íbúar Stokkhólms eru niðurbrotnir eftir hryðjuverkaárás á föstudag en sýndu samstöðu í miðborginni í dag. 9. apríl 2017 15:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29
Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45
Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00
Kona frá Belgíu lést í árásinni í Stokkhólmi Búið er að bera kennsl á þrjá af þeim fjórum sem létu lífið í árásinni. 9. apríl 2017 09:25
Þúsundir söfnuðust saman við minningarathöfn í Stokkhólmi Íbúar Stokkhólms eru niðurbrotnir eftir hryðjuverkaárás á föstudag en sýndu samstöðu í miðborginni í dag. 9. apríl 2017 15:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent