Belgísk móðir varð fyrsta fórnarlamb árásarmannsins í Stokkhólmi Atli Ísleifsson skrifar 10. apríl 2017 08:25 Maïlys Dereymaeker. Facebook Hin belgíska Maïlys Dereymaeker varð fyrsta fórnarlamb árásarmannsins sem ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottninggatan í Stokkhólmi á föstudag. Hin 31 árs Dereymaeker var í Stokkhólmi þar sem hun hugðist hitta vini sína í borginni. Alls létu fjórir lífið í árásinni, en 39 ára úsbeskur ríkisborgari er í haldi lögreglu, grunaður um verknaðinn. Ellefu ára sænsk stúlka á leið heim úr skólanum lést einnig í árásinni, ásamt 41 árs Breta, Chris Bevington, föður sem starfaði sem yfirmaður hjá Spotify. Enn á eftir að greina frá fjórða fórnarlambinu, sem er sænskur ríkisborgari.Sudpresse segir frá því að hin 31 árs Dereymaeker hafi haldið ein til Stokkhólms til að hitta vini, en hún starfaði sem sálfræðingur og vann mikið með hælisleitendum. Hún lætur eftir sig eins árs son. Hún kom frá Lembeek í Halle, smábæ með um sjö þúsund íbúa suður af Brussel.Var tónlist hugleikin Fram hefur komið að Dirk Pieters, borgarstjóri Halle, er góður vinur foreldra Dereymaeker. „Þegar árásin átti sér stað var hún sjálf mætt á staðinn, en vinirnir sem hún hugðist hitta voru enn ekki mættir. Ég þekkti hana ekki persónulega en hafði margoft hitt hana. Ég verð fyrir áfalli í hvert sinn sem slík árás er framin, en það er enn verra þegar ég þekki foreldra hennar og get sett andlit við fórnarlömbin,“ segir Pieters við sænska blaðið Expressen.Chris Bevington.facebookExpressen segir frá því að tónlist skipaði stóran sess í lífi Dereymaeker þar sem hún spilaðu á flautu í hljómsveit og eignaðist þannig vini alls staðar að úr heiminum. Á hún einnig að hafa kennt börnum á hljóðfæri.Var eftirlýstur Úsbekinn sem grunaður er um verknaðinn hafði sótt um dvalarleyfi í Svíþjóð árið 2014. Síðasta sumar var þeirri beiðni hafnað og í desember í fyrra fékk hann mánaðarlangan frest til að yfirgefa landið. Það gerði hann ekki og var hann í kjölfarið á lista yfirvalda yfir eftirlýsta menn. Hann hafði á samfélagsmiðlum meðal annars deilt áróðursmyndböndum ISIS. Auk þeirra fjögurra sem létu lífið eru níu enn slasaðir, fjórir þeirra alvarlega. Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29 Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45 Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00 Kona frá Belgíu lést í árásinni í Stokkhólmi Búið er að bera kennsl á þrjá af þeim fjórum sem létu lífið í árásinni. 9. apríl 2017 09:25 Þúsundir söfnuðust saman við minningarathöfn í Stokkhólmi Íbúar Stokkhólms eru niðurbrotnir eftir hryðjuverkaárás á föstudag en sýndu samstöðu í miðborginni í dag. 9. apríl 2017 15:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Hin belgíska Maïlys Dereymaeker varð fyrsta fórnarlamb árásarmannsins sem ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottninggatan í Stokkhólmi á föstudag. Hin 31 árs Dereymaeker var í Stokkhólmi þar sem hun hugðist hitta vini sína í borginni. Alls létu fjórir lífið í árásinni, en 39 ára úsbeskur ríkisborgari er í haldi lögreglu, grunaður um verknaðinn. Ellefu ára sænsk stúlka á leið heim úr skólanum lést einnig í árásinni, ásamt 41 árs Breta, Chris Bevington, föður sem starfaði sem yfirmaður hjá Spotify. Enn á eftir að greina frá fjórða fórnarlambinu, sem er sænskur ríkisborgari.Sudpresse segir frá því að hin 31 árs Dereymaeker hafi haldið ein til Stokkhólms til að hitta vini, en hún starfaði sem sálfræðingur og vann mikið með hælisleitendum. Hún lætur eftir sig eins árs son. Hún kom frá Lembeek í Halle, smábæ með um sjö þúsund íbúa suður af Brussel.Var tónlist hugleikin Fram hefur komið að Dirk Pieters, borgarstjóri Halle, er góður vinur foreldra Dereymaeker. „Þegar árásin átti sér stað var hún sjálf mætt á staðinn, en vinirnir sem hún hugðist hitta voru enn ekki mættir. Ég þekkti hana ekki persónulega en hafði margoft hitt hana. Ég verð fyrir áfalli í hvert sinn sem slík árás er framin, en það er enn verra þegar ég þekki foreldra hennar og get sett andlit við fórnarlömbin,“ segir Pieters við sænska blaðið Expressen.Chris Bevington.facebookExpressen segir frá því að tónlist skipaði stóran sess í lífi Dereymaeker þar sem hún spilaðu á flautu í hljómsveit og eignaðist þannig vini alls staðar að úr heiminum. Á hún einnig að hafa kennt börnum á hljóðfæri.Var eftirlýstur Úsbekinn sem grunaður er um verknaðinn hafði sótt um dvalarleyfi í Svíþjóð árið 2014. Síðasta sumar var þeirri beiðni hafnað og í desember í fyrra fékk hann mánaðarlangan frest til að yfirgefa landið. Það gerði hann ekki og var hann í kjölfarið á lista yfirvalda yfir eftirlýsta menn. Hann hafði á samfélagsmiðlum meðal annars deilt áróðursmyndböndum ISIS. Auk þeirra fjögurra sem létu lífið eru níu enn slasaðir, fjórir þeirra alvarlega.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29 Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45 Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00 Kona frá Belgíu lést í árásinni í Stokkhólmi Búið er að bera kennsl á þrjá af þeim fjórum sem létu lífið í árásinni. 9. apríl 2017 09:25 Þúsundir söfnuðust saman við minningarathöfn í Stokkhólmi Íbúar Stokkhólms eru niðurbrotnir eftir hryðjuverkaárás á föstudag en sýndu samstöðu í miðborginni í dag. 9. apríl 2017 15:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29
Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45
Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00
Kona frá Belgíu lést í árásinni í Stokkhólmi Búið er að bera kennsl á þrjá af þeim fjórum sem létu lífið í árásinni. 9. apríl 2017 09:25
Þúsundir söfnuðust saman við minningarathöfn í Stokkhólmi Íbúar Stokkhólms eru niðurbrotnir eftir hryðjuverkaárás á föstudag en sýndu samstöðu í miðborginni í dag. 9. apríl 2017 15:00