Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2017 12:51 Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar, Malín Brand, Kolbrún Garðarsdóttir, verjandi Hlínar, og Hlín Einarsdóttir í dómasal þegar málið var þingfest. vísir/eyþór Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga er heimilt að fullnusta allt að tólf mánaða óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu með ólaunaðri samfélagsþjónustu - minnst 40 klukkustundum og mest 480 klukkustundir. Dómur systranna er innan þessa marka. Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar, segir í samtali við Vísi að dómurinn sé að hans mati of þungur og mikil vonbrigði. Í ljós verði að koma hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Níu mánuðir af tólf mánaða dóm systranna var bundinn skilorði en þrír ekki. Því má gera ráð fyrir að systurnar kjósi frekar að sinna samfélagsþjónustu í nokkrar vikur en að sitja inni í þrjá mánuði. Þær þurfa að sækja um samfélagsþjónustuna skriflega til Fangelsismálastofnunar ekki seinna en viku áður en afplánun á að hefjast.Sá sem óskar eftir að fá að sinna samfélagsþjónustu þarf bæði að teljast hæfur til þess og má ekki vera sakborningur í öðru máli fyrir dómstólum. Nánar má lesa um samfélagsþjónustu í stað fangelsisrefsingar hér.Tilraun og fullframin fjárkúgunSysturnar voru dæmdar fyrir að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí 2015. Þá voru þær jafnframt dæmdar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga Jean Claessen en þær kúguðu 700.000 krónur út úr honum með því að hóta því að kæra hann fyrir nauðgun. Dómur var kveðinn upp í máli systranna nú í hádeginu en aðalmeðferð málsins fór fram í seinasta mánuði. Þinghald í málinu var lokað en við þingfestingu þess í nóvember síðastliðnum játaði Hlín að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi. Malín neitaði samverknaði en játaði hlutdeild í málinu.Systurnar neituðu hins vegar báðar sök í þeim þætti málsins sem sneri að fjárkúgun á Helga Jean Claessen. Einnig neituðu þær bótakröfu Helga sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir króna. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45 Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga er heimilt að fullnusta allt að tólf mánaða óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu með ólaunaðri samfélagsþjónustu - minnst 40 klukkustundum og mest 480 klukkustundir. Dómur systranna er innan þessa marka. Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar, segir í samtali við Vísi að dómurinn sé að hans mati of þungur og mikil vonbrigði. Í ljós verði að koma hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Níu mánuðir af tólf mánaða dóm systranna var bundinn skilorði en þrír ekki. Því má gera ráð fyrir að systurnar kjósi frekar að sinna samfélagsþjónustu í nokkrar vikur en að sitja inni í þrjá mánuði. Þær þurfa að sækja um samfélagsþjónustuna skriflega til Fangelsismálastofnunar ekki seinna en viku áður en afplánun á að hefjast.Sá sem óskar eftir að fá að sinna samfélagsþjónustu þarf bæði að teljast hæfur til þess og má ekki vera sakborningur í öðru máli fyrir dómstólum. Nánar má lesa um samfélagsþjónustu í stað fangelsisrefsingar hér.Tilraun og fullframin fjárkúgunSysturnar voru dæmdar fyrir að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí 2015. Þá voru þær jafnframt dæmdar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga Jean Claessen en þær kúguðu 700.000 krónur út úr honum með því að hóta því að kæra hann fyrir nauðgun. Dómur var kveðinn upp í máli systranna nú í hádeginu en aðalmeðferð málsins fór fram í seinasta mánuði. Þinghald í málinu var lokað en við þingfestingu þess í nóvember síðastliðnum játaði Hlín að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi. Malín neitaði samverknaði en játaði hlutdeild í málinu.Systurnar neituðu hins vegar báðar sök í þeim þætti málsins sem sneri að fjárkúgun á Helga Jean Claessen. Einnig neituðu þær bótakröfu Helga sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir króna.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45 Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45
Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45