Sýknuð af nauðgunarákæru í annað sinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2017 19:08 Konan sagðist haldin kynferðislegri svefnröskun. vísir Héraðsdómur sýknaði í dag konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. Hún var ákærð fyrir að hafa haft munnmök við aðra konu sem ekki hafi getað spornað við verknaðnum sökum ölvunar og svefndrunga. Málið fór í tvígang fyrir héraðsdóm, eftir að Hæstiréttur ómerkti fyrri sýknudóm yfir konunni, og sagði verulega annmarka hafa verið á meðferð málsins. Ákærða var sýknuð þar sem dómurinn taldi hana hafa skort ásetning til þess að fremja kynferðisbrot gagnvart hinni konunni, en samkvæmt dómnum höfðu þær átt í kynferðislegu sambandi um nokkurra mánaða skeið. Brotaþoli hefur glímt við áfallastreituröskun, sem sálfræðingur taldi að rekja mætti til ætlaðs kynferðisbrots, að því er segir í dómnum.Taldi sig haldna sexsomnia Konan sagðist í skýrslutöku lögreglu hafa vaknað með höfuðið á milli fóta vinkonu sinnar. Hún hafi þá reist sig upp í sjokki, hissa á hvað hefði gerst og að hin konan hefði sett fætur sína saman og snúið sér að veggnum. „Ákærða kvaðst hafa grafið höfuð sitt í koddann og sagt mörgum sinnum sorrý, sorrý og afsakið,“ segir í dómnum. Hún neitaði sök fyrir dómi og vildi lítið tjá sig um málsatvik. Krafðist hún sýknu á grundvelli þess að hún hafi verið sofandi þegar hið ætlaða brot hafi átt sér stað og kvaðst haldin kynferðislegri svefnröskun, svokallaðri sexsomnia. Geðlæknir mat það hins vegar svo að konan væri ekki haldin þessari röskun. Dómurinn taldi sannað að ákærða hafi haft munnmök við hina konuna, en að ekkert liggi fyrir um það að ölvunarástand hennar hafi verið með þeim hætti að hún hafi ekki getað spornað við kynferðismökunum, enda hafi hún sagt að hún hafi aðeins drukkið nokkra bjóra. Þá taldi dómurinn að hin konan væri ekki mótfallin kynferðislegum samskiptum við ákærðu og því verði að telja að mikill vafi leiki á því að ásetningur ákærðu hafi staðið til þess að fremja kynferðisbrot. „Því er að mati dómsins ósannað að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök. Verður því ekki hjá því komist að sýkna ákærðu af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu.“Þeir annmarkar sem Hæstiréttur sá á málinu voru meðal annars þeir að samkvæmt gögnum málsins hafi ákærða áður vakið konuna á áþekkan hátt og þær hefðu látið sér það líka vel. Tengdar fréttir Sýknudómur yfir konu vegna kynferðisbrots ómerktur Hæstiréttur ómerkti í dag sýknudóm héraðsdóms yfir konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. 13. október 2016 16:41 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Héraðsdómur sýknaði í dag konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. Hún var ákærð fyrir að hafa haft munnmök við aðra konu sem ekki hafi getað spornað við verknaðnum sökum ölvunar og svefndrunga. Málið fór í tvígang fyrir héraðsdóm, eftir að Hæstiréttur ómerkti fyrri sýknudóm yfir konunni, og sagði verulega annmarka hafa verið á meðferð málsins. Ákærða var sýknuð þar sem dómurinn taldi hana hafa skort ásetning til þess að fremja kynferðisbrot gagnvart hinni konunni, en samkvæmt dómnum höfðu þær átt í kynferðislegu sambandi um nokkurra mánaða skeið. Brotaþoli hefur glímt við áfallastreituröskun, sem sálfræðingur taldi að rekja mætti til ætlaðs kynferðisbrots, að því er segir í dómnum.Taldi sig haldna sexsomnia Konan sagðist í skýrslutöku lögreglu hafa vaknað með höfuðið á milli fóta vinkonu sinnar. Hún hafi þá reist sig upp í sjokki, hissa á hvað hefði gerst og að hin konan hefði sett fætur sína saman og snúið sér að veggnum. „Ákærða kvaðst hafa grafið höfuð sitt í koddann og sagt mörgum sinnum sorrý, sorrý og afsakið,“ segir í dómnum. Hún neitaði sök fyrir dómi og vildi lítið tjá sig um málsatvik. Krafðist hún sýknu á grundvelli þess að hún hafi verið sofandi þegar hið ætlaða brot hafi átt sér stað og kvaðst haldin kynferðislegri svefnröskun, svokallaðri sexsomnia. Geðlæknir mat það hins vegar svo að konan væri ekki haldin þessari röskun. Dómurinn taldi sannað að ákærða hafi haft munnmök við hina konuna, en að ekkert liggi fyrir um það að ölvunarástand hennar hafi verið með þeim hætti að hún hafi ekki getað spornað við kynferðismökunum, enda hafi hún sagt að hún hafi aðeins drukkið nokkra bjóra. Þá taldi dómurinn að hin konan væri ekki mótfallin kynferðislegum samskiptum við ákærðu og því verði að telja að mikill vafi leiki á því að ásetningur ákærðu hafi staðið til þess að fremja kynferðisbrot. „Því er að mati dómsins ósannað að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök. Verður því ekki hjá því komist að sýkna ákærðu af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu.“Þeir annmarkar sem Hæstiréttur sá á málinu voru meðal annars þeir að samkvæmt gögnum málsins hafi ákærða áður vakið konuna á áþekkan hátt og þær hefðu látið sér það líka vel.
Tengdar fréttir Sýknudómur yfir konu vegna kynferðisbrots ómerktur Hæstiréttur ómerkti í dag sýknudóm héraðsdóms yfir konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. 13. október 2016 16:41 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Sýknudómur yfir konu vegna kynferðisbrots ómerktur Hæstiréttur ómerkti í dag sýknudóm héraðsdóms yfir konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. 13. október 2016 16:41
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels