Mistök að grípa ekki strax inn í og fara fram á óháða úttekt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. mars 2017 14:29 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því við ríkislögreglustjóra að gerð verði óháð úttekt á vinnubrögðum innan embættisins. Ástæðan er að gefin hefur verið út ákæra á hendur lögreglumanni sem sakaður er um að hafa beitt fanga ofbeldi í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í maí í fyrra. Lögreglumanninum var vikið úr starfi í mars síðastliðnum, níu mánuðum eftir að meint atvik átti sér stað, líkt og Vísir greindi frá í gær. Í tilkynningu frá lögreglu segir að mistök hafi verið gerð í þeim efnum og að tryggja þurfi að mál sem þessi fái afgreiðslu strax. Hins vegar hafi ekki verið talin, í ljósi lagalegra fordæma, heimild til að víkja lögreglumanninum úr starfi þegar það kom til álita, meðal annars vegna þess hversu langt var liðið frá því að málið kom upp. „Valdbeitingarheimildum lögreglu fylgir mikil ábyrgð og það felur í sér að öll mál sem varða misbeitingu þess séu skoðuð í kjölinn. Óháð úttekt á vinnubrögðum er liður í því enda mikilvægt að leiða í ljós hvort brotalamir kunni að vera fyrir hendi við meðferð slíkra mála hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu svo tryggja megi að þau fái rétta meðferð í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Jón H.B. Snorrason, sem var starfandi lögreglustjóri í fjarveru Sigríðar á þeim tíma sem atvikið kom upp, segjast ekki hafa vitað af atvikinu fyrr en í janúar síðastliðnum, eða sjö mánuðum eftir að það var kært. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari fullyrðir hins vegar að hafa upplýst lögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir. Lögreglumaðurinn er meðal annars sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið í tvígang. Tengdar fréttir Héraðssaksóknari leiðréttir aðstoðarlögreglustjóra Héraðssaksóknari fullyrðir að hafa upplýst Jón H.B Snorrason aðstoðarlögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir á meintum brotum lögreglumanns í maí í fyrra. 30. mars 2017 11:18 Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sakaður um að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu. 27. mars 2017 11:42 Á kafi í rannsóknum á ofbeldisbrotum í níu mánuði eftir átökin á Hverfisgötu Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári var annar tveggja sem sáu að mestu um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 29. mars 2017 10:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því við ríkislögreglustjóra að gerð verði óháð úttekt á vinnubrögðum innan embættisins. Ástæðan er að gefin hefur verið út ákæra á hendur lögreglumanni sem sakaður er um að hafa beitt fanga ofbeldi í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í maí í fyrra. Lögreglumanninum var vikið úr starfi í mars síðastliðnum, níu mánuðum eftir að meint atvik átti sér stað, líkt og Vísir greindi frá í gær. Í tilkynningu frá lögreglu segir að mistök hafi verið gerð í þeim efnum og að tryggja þurfi að mál sem þessi fái afgreiðslu strax. Hins vegar hafi ekki verið talin, í ljósi lagalegra fordæma, heimild til að víkja lögreglumanninum úr starfi þegar það kom til álita, meðal annars vegna þess hversu langt var liðið frá því að málið kom upp. „Valdbeitingarheimildum lögreglu fylgir mikil ábyrgð og það felur í sér að öll mál sem varða misbeitingu þess séu skoðuð í kjölinn. Óháð úttekt á vinnubrögðum er liður í því enda mikilvægt að leiða í ljós hvort brotalamir kunni að vera fyrir hendi við meðferð slíkra mála hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu svo tryggja megi að þau fái rétta meðferð í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Jón H.B. Snorrason, sem var starfandi lögreglustjóri í fjarveru Sigríðar á þeim tíma sem atvikið kom upp, segjast ekki hafa vitað af atvikinu fyrr en í janúar síðastliðnum, eða sjö mánuðum eftir að það var kært. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari fullyrðir hins vegar að hafa upplýst lögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir. Lögreglumaðurinn er meðal annars sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið í tvígang.
Tengdar fréttir Héraðssaksóknari leiðréttir aðstoðarlögreglustjóra Héraðssaksóknari fullyrðir að hafa upplýst Jón H.B Snorrason aðstoðarlögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir á meintum brotum lögreglumanns í maí í fyrra. 30. mars 2017 11:18 Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sakaður um að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu. 27. mars 2017 11:42 Á kafi í rannsóknum á ofbeldisbrotum í níu mánuði eftir átökin á Hverfisgötu Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári var annar tveggja sem sáu að mestu um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 29. mars 2017 10:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Héraðssaksóknari leiðréttir aðstoðarlögreglustjóra Héraðssaksóknari fullyrðir að hafa upplýst Jón H.B Snorrason aðstoðarlögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir á meintum brotum lögreglumanns í maí í fyrra. 30. mars 2017 11:18
Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sakaður um að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu. 27. mars 2017 11:42
Á kafi í rannsóknum á ofbeldisbrotum í níu mánuði eftir átökin á Hverfisgötu Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári var annar tveggja sem sáu að mestu um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 29. mars 2017 10:00