Gorsuch segir Trump ekki hafinn yfir lög Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2017 14:48 Neil Gorsuch. Vísir/Getty Neil M. Gorsuch, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump, heldur því staðfastlega fram að enginn, ekki einu sinni forseti Bandaríkjanna, sé hafinn yfir lög. Þetta kom fram á öðrum degi áheyrnar hans frammi fyrir þinginu. BBC greinir frá. Aðspurður hvort Trump gæti verið sóttur til saka ef hann kæmi aftur á ólöglegum yfirheyrsluaðferðum, þ.á.m. svokallaðri „waterboarding“-aðferð, ítrekaði Gorsuch þessa skoðun sína. Þá var hann einnig spurður út í úrskurð í máli Roe v. Wade frá árinu 1973 en í kosningabaráttu sinni lagði Trump áherslu á að skipa dómara sem myndi snúa úrskurðinum við. Gorsuch svaraði einfaldlega „nei“ og að hann hefði „gengið út“ ef Trump hefði farið þess á leit við hann. Hann fullyrti enn fremur að hann hefði ekki verið beðinn um að lofa neinu varðandi dómsúrskurði. Gorsuch gaf annars lítið upp og forðaðist að fullyrða nokkuð sem gæti reynst umdeilt. Þá var hann einnig spurður út í réttindi fólks á vinnumarkaði, umdeilt ferðabann forsetans og hversu bókstaflega ætti að styðjast við stjórnarskrána í túlkun á lögum. Svör hans voru nokkuð loðin. Óvíst er hvort Demókratar reyni að standa í vegi fyrir tilnefningu Gorsuch. Ef þeir láta á það reyna gæti það reynst þeim erfitt en Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Búist er við að kosið verði um tilnefninguna fyrir 7. apríl næstkomandi. Þriðji dagur áheyrnar Gorsuch frammi fyrir þinginu fer nú fram. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gorsuch heitir sjálfstæði í Hæstarétti Hæstaréttardómaraefni Trump segist ekki hafa lofað neinu varðandi úrskurði sína. 21. mars 2017 16:50 FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00 Banki sem lánaði Trump 300 milljónir dollara í lykilhlutverki í peningaþvætti rússneskra glæpamanna Þýski bankinn Deutsche Bank sem lánaði Donald Trump 300 milljónir dollara lék lykilhlutverk í umfangsmiklu peningaþvætti sem tengist glæpastarfsemi í Rússlandi og rekja má allt til rússneskra valdhafa. 22. mars 2017 07:45 Trump segir þingsæti Repúblikana í húfi Mikill ágreiningur er meðal Repúblikana á þingi um það hvers konar löggjöf eigi að taka við af Obamacare. 22. mars 2017 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Neil M. Gorsuch, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump, heldur því staðfastlega fram að enginn, ekki einu sinni forseti Bandaríkjanna, sé hafinn yfir lög. Þetta kom fram á öðrum degi áheyrnar hans frammi fyrir þinginu. BBC greinir frá. Aðspurður hvort Trump gæti verið sóttur til saka ef hann kæmi aftur á ólöglegum yfirheyrsluaðferðum, þ.á.m. svokallaðri „waterboarding“-aðferð, ítrekaði Gorsuch þessa skoðun sína. Þá var hann einnig spurður út í úrskurð í máli Roe v. Wade frá árinu 1973 en í kosningabaráttu sinni lagði Trump áherslu á að skipa dómara sem myndi snúa úrskurðinum við. Gorsuch svaraði einfaldlega „nei“ og að hann hefði „gengið út“ ef Trump hefði farið þess á leit við hann. Hann fullyrti enn fremur að hann hefði ekki verið beðinn um að lofa neinu varðandi dómsúrskurði. Gorsuch gaf annars lítið upp og forðaðist að fullyrða nokkuð sem gæti reynst umdeilt. Þá var hann einnig spurður út í réttindi fólks á vinnumarkaði, umdeilt ferðabann forsetans og hversu bókstaflega ætti að styðjast við stjórnarskrána í túlkun á lögum. Svör hans voru nokkuð loðin. Óvíst er hvort Demókratar reyni að standa í vegi fyrir tilnefningu Gorsuch. Ef þeir láta á það reyna gæti það reynst þeim erfitt en Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Búist er við að kosið verði um tilnefninguna fyrir 7. apríl næstkomandi. Þriðji dagur áheyrnar Gorsuch frammi fyrir þinginu fer nú fram.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gorsuch heitir sjálfstæði í Hæstarétti Hæstaréttardómaraefni Trump segist ekki hafa lofað neinu varðandi úrskurði sína. 21. mars 2017 16:50 FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00 Banki sem lánaði Trump 300 milljónir dollara í lykilhlutverki í peningaþvætti rússneskra glæpamanna Þýski bankinn Deutsche Bank sem lánaði Donald Trump 300 milljónir dollara lék lykilhlutverk í umfangsmiklu peningaþvætti sem tengist glæpastarfsemi í Rússlandi og rekja má allt til rússneskra valdhafa. 22. mars 2017 07:45 Trump segir þingsæti Repúblikana í húfi Mikill ágreiningur er meðal Repúblikana á þingi um það hvers konar löggjöf eigi að taka við af Obamacare. 22. mars 2017 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Gorsuch heitir sjálfstæði í Hæstarétti Hæstaréttardómaraefni Trump segist ekki hafa lofað neinu varðandi úrskurði sína. 21. mars 2017 16:50
FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00
Banki sem lánaði Trump 300 milljónir dollara í lykilhlutverki í peningaþvætti rússneskra glæpamanna Þýski bankinn Deutsche Bank sem lánaði Donald Trump 300 milljónir dollara lék lykilhlutverk í umfangsmiklu peningaþvætti sem tengist glæpastarfsemi í Rússlandi og rekja má allt til rússneskra valdhafa. 22. mars 2017 07:45
Trump segir þingsæti Repúblikana í húfi Mikill ágreiningur er meðal Repúblikana á þingi um það hvers konar löggjöf eigi að taka við af Obamacare. 22. mars 2017 07:00