Roy Keane skoraði tvö þegar við mættum Írum síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2017 06:30 Keane var lengi vel fyrirliði írska landsliðsins. vísir/getty Ísland og Írland mætast í kvöld í Dublin í vináttulandsleik en það er orðið langt síðan þessar þjóðir mættust á knattspyrnuvellinum. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Íslenska landsliðið vann mikilvægan 2-1 sigur á Kósóvó í undankeppni HM á föstudagskvöldið en kemur við í Dublin á bakaleiðinni. Íslenska liðið spilar ekki á móti Írum á hverjum degi. Í haust verða liðin tuttugu ár síðan Írar mættu á Laugardalsvöllinn og unnu 4-2 sigur á Íslandi í undankeppni HM 1998. Þetta var fyrsti heimaleikur íslenska liðsins í keppni undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og íslenska liðið tapaði ekki heimaleik aftur fyrr en rúmur tveimur árum síðar. Liðið gerði meðal annars 1-1 jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakka og vann Rússa í Laugardalnum á þessum tveimur árum. Roy Keane, núverandi aðstoðarþjálfari Martins O’Neill hjá írska landsliðinu, var aðalstjarna leiksins í Laugardalnum 6. september 1997 en hann skoraði tvö mörk með tólf mínútna millibili í seinni hálfleik. Brynjar Björn Gunnarsson og Helgi Sigurðsson höfðu komið Íslandi í 2-1 en Keane jafnaði metin fyrst með skalla eftir horn og nýtti sér síðan varnarmistök og kom Írum í 3-2. Fjórða mark Íra kom síðan eftir að íslenska liðið hafði misst Lárus Orra Sigurðsson af velli með rautt spjald. Keane var þarna nýtekinn við fyrirliðabandinu hjá Manchester United og hann þrefaldaði markaskor sitt með landsliðinu með þessum tveimur mörkum. Landsliðsmörkin hans urðu á endanum níu talsins. Síðasti Íslendingurinn til að skora á móti Írum í Dublin var Ríkharður heitinn Jónsson sem skoraði bæði mörk Íslands í 4-2 tapi fyrir Írum í undankeppni EM í ágúst 1962. Íslensku strákarnir geta í kvöld orðið fyrstir Íslendinga til að vinna Íra í A-landsleik karla en Írar hafa unnið fimm af sjö landsleikjum þjóðanna og tveir leikjanna enduðu með jafntefli. Ári fyrir leikinn í Laugardal í september 1997 gerðu liðin markalaust jafntefli í Dublin. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Ísland og Írland mætast í kvöld í Dublin í vináttulandsleik en það er orðið langt síðan þessar þjóðir mættust á knattspyrnuvellinum. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Íslenska landsliðið vann mikilvægan 2-1 sigur á Kósóvó í undankeppni HM á föstudagskvöldið en kemur við í Dublin á bakaleiðinni. Íslenska liðið spilar ekki á móti Írum á hverjum degi. Í haust verða liðin tuttugu ár síðan Írar mættu á Laugardalsvöllinn og unnu 4-2 sigur á Íslandi í undankeppni HM 1998. Þetta var fyrsti heimaleikur íslenska liðsins í keppni undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og íslenska liðið tapaði ekki heimaleik aftur fyrr en rúmur tveimur árum síðar. Liðið gerði meðal annars 1-1 jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakka og vann Rússa í Laugardalnum á þessum tveimur árum. Roy Keane, núverandi aðstoðarþjálfari Martins O’Neill hjá írska landsliðinu, var aðalstjarna leiksins í Laugardalnum 6. september 1997 en hann skoraði tvö mörk með tólf mínútna millibili í seinni hálfleik. Brynjar Björn Gunnarsson og Helgi Sigurðsson höfðu komið Íslandi í 2-1 en Keane jafnaði metin fyrst með skalla eftir horn og nýtti sér síðan varnarmistök og kom Írum í 3-2. Fjórða mark Íra kom síðan eftir að íslenska liðið hafði misst Lárus Orra Sigurðsson af velli með rautt spjald. Keane var þarna nýtekinn við fyrirliðabandinu hjá Manchester United og hann þrefaldaði markaskor sitt með landsliðinu með þessum tveimur mörkum. Landsliðsmörkin hans urðu á endanum níu talsins. Síðasti Íslendingurinn til að skora á móti Írum í Dublin var Ríkharður heitinn Jónsson sem skoraði bæði mörk Íslands í 4-2 tapi fyrir Írum í undankeppni EM í ágúst 1962. Íslensku strákarnir geta í kvöld orðið fyrstir Íslendinga til að vinna Íra í A-landsleik karla en Írar hafa unnið fimm af sjö landsleikjum þjóðanna og tveir leikjanna enduðu með jafntefli. Ári fyrir leikinn í Laugardal í september 1997 gerðu liðin markalaust jafntefli í Dublin.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira