Stofna félagið Wintris: „Þetta er mjög lýsandi fyrir okkar vöru“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2017 13:00 Félagið Wintris ehf. er skrásett í Reykjavík. Vísir/Valli Í dag er slétt ár liðið frá því að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, greindi frá félaginu Wintris Inc., sem heldur utan um fjölskylduarf hennar, í ítarlegri stöðuuppfærslu á Facebook. Nú er svo komið að Anna Sigurlaug er ekki sú eina sem á félag að nafni Wintris heldur stofnuðu félagarnir Guðbjörn Dan Gunnarsson og Gunnlaugur Arnar Elíasson nýverið félagið Wintris ehf. Í samtali við Vísi segir Guðbjörn að um algjöra tilviljun sé að ræða, nafnið á þeirra félagi sé ekki skírskotun í félag Önnu Siguralaugar og alveg ótengt því sem hún og Sigmundur Davíð hafa tekið sér fyrir hendur. Guðbjörn segir Wintris ehf. stofnað utan um vöru sem þeir eru með í þróun á hugbúnaðarsviði og tilkynningar sé að vænta í næsta mánuði um hana. „Þetta er mjög lýsandi fyrir okkar vöru,“ segir Guðbjörn spurður hvers vegna nafnið Wintris varð fyrir valinu en segist ekki geta greint nánar frá því hver varan er að svo stöddu. Nítján dögum eftir að Anna Sigurlaug greindi frá Wintris Inc. á Facebook fór í loftið viðtalið þar sem fréttamaður sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag Granskning, Sven Bergmann, spurði Sigmund Davíð hvað hann gæti sagt honum um fyrirtæki sem heitir Wintris. Viðtalið var tekið í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík fjórum dögum áður en Anna Sigurlaug greindi frá félaginu á Facebook. Svo fór að Sigmundur Davíð yfirgaf viðtalið þegar Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavík Media, settist við hlið Bergmann og spurði Sigmund hvers vegna hann hefði ekki sagt frá félaginu Wintris. Sigmundur Davíð yfirgaf embætti forsætisráðherra vegna málsins og var boðað til kosninga til Alþingis í kjölfarið. Panama-skjölin Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Í dag er slétt ár liðið frá því að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, greindi frá félaginu Wintris Inc., sem heldur utan um fjölskylduarf hennar, í ítarlegri stöðuuppfærslu á Facebook. Nú er svo komið að Anna Sigurlaug er ekki sú eina sem á félag að nafni Wintris heldur stofnuðu félagarnir Guðbjörn Dan Gunnarsson og Gunnlaugur Arnar Elíasson nýverið félagið Wintris ehf. Í samtali við Vísi segir Guðbjörn að um algjöra tilviljun sé að ræða, nafnið á þeirra félagi sé ekki skírskotun í félag Önnu Siguralaugar og alveg ótengt því sem hún og Sigmundur Davíð hafa tekið sér fyrir hendur. Guðbjörn segir Wintris ehf. stofnað utan um vöru sem þeir eru með í þróun á hugbúnaðarsviði og tilkynningar sé að vænta í næsta mánuði um hana. „Þetta er mjög lýsandi fyrir okkar vöru,“ segir Guðbjörn spurður hvers vegna nafnið Wintris varð fyrir valinu en segist ekki geta greint nánar frá því hver varan er að svo stöddu. Nítján dögum eftir að Anna Sigurlaug greindi frá Wintris Inc. á Facebook fór í loftið viðtalið þar sem fréttamaður sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag Granskning, Sven Bergmann, spurði Sigmund Davíð hvað hann gæti sagt honum um fyrirtæki sem heitir Wintris. Viðtalið var tekið í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík fjórum dögum áður en Anna Sigurlaug greindi frá félaginu á Facebook. Svo fór að Sigmundur Davíð yfirgaf viðtalið þegar Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavík Media, settist við hlið Bergmann og spurði Sigmund hvers vegna hann hefði ekki sagt frá félaginu Wintris. Sigmundur Davíð yfirgaf embætti forsætisráðherra vegna málsins og var boðað til kosninga til Alþingis í kjölfarið.
Panama-skjölin Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira