Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. mars 2017 12:00 Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambandsins, segir það staðreynd að það sé dýrt að vera í íþróttum á Íslandi. Ekki bara fimleikum. „Þetta er bara ömurleg staðreynd núna árið 2017 að það er dýrt að vera í íþróttum,“ segir Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að tvær fjórtán ára stúlkur hefðu ekki fengið leyfi til að keppa á fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana, sem kosta tæplega 50 þúsund krónur hvor. Sólveig segir regluna einfalda, það þurfi allir að vera í eins búningum á mótum. „Þetta er bara eins og í handbolta og fótbolta. Það þurfa allir að vera í eins búningum,“ segir hún, en furðar sig á sama tíma á ítrekuðum málflutningi um kostnað sem fylgir fimleikaíþróttinni. Það megi vel velta því fyrir sér hvort íþróttir almennt á Íslandi séu einvörðungu fyrir efnameiri fjölskyldur. „Þetta er ekki bara í fimleikunum. Hvað kostar til dæmis að vera í fótbolta? Það þarf að kaupa búning, takkaskó og fleira og ég veit það fyrir víst að það kostar sitt.“„ Það er enginn sem vinnur í svona starfi að reyna að græða peninga. Þetta er allt rekið á núlli til þess að reyna að þjónusta krakkana sem best.“vísirAðspurð segir Sólveig sambandið ekki hafa mótað sérstaka stefnu til þess að reyna að draga úr kostnaði við íþróttina, enda sé það ekki sambandsins að segja til um hvað hlutirnir megi kosta. Hins vegar vinni sambandið stöðugt að því að lágmarka kostnað og hámarka gæði. „En það eru samt allir að gera sitt besta og reyna að draga úr kostnaði. Það er enginn sem vinnur í svona starfi að reyna að græða peninga. Þetta er allt rekið á núlli til þess að reyna að þjónusta krakkana sem best.“ Þá segir hún fimleikaumhverfið erfitt, enda sé íþróttin með lítið fjármagn á milli handanna – annað en boltagreinarnar. Sólveig veltir því fyrir sér hvort ástæðan sé mögulega sú að það séu mest megnis konur sem stundi fimleikaíþróttir. „Við erum ekki að fá neitt frá alþjóðasamböndum okkar, eins og HSÍ og KSÍ eru að fá. Við erum í miklu erfiðara umhverfi og við höfum velt því fyrir okkur hvort að ástæðan fyrir því sé að það eru mest megnis konur í þessari íþrótt. En núna er ÍSÍ að breyta reglunum sínum, það er búið að margfalda peninga í afrekssjóði, og við vonum að þetta komi til með að breyta þessu erfiða umhverfi.“ Aðspurð segir Sólveig umrædda búninga vitaskuld kostnaðarsama, en það sé þó ekki hennar að meta hvort þeir hafi verið of dýrir. Umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gær má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
„Þetta er bara ömurleg staðreynd núna árið 2017 að það er dýrt að vera í íþróttum,“ segir Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að tvær fjórtán ára stúlkur hefðu ekki fengið leyfi til að keppa á fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana, sem kosta tæplega 50 þúsund krónur hvor. Sólveig segir regluna einfalda, það þurfi allir að vera í eins búningum á mótum. „Þetta er bara eins og í handbolta og fótbolta. Það þurfa allir að vera í eins búningum,“ segir hún, en furðar sig á sama tíma á ítrekuðum málflutningi um kostnað sem fylgir fimleikaíþróttinni. Það megi vel velta því fyrir sér hvort íþróttir almennt á Íslandi séu einvörðungu fyrir efnameiri fjölskyldur. „Þetta er ekki bara í fimleikunum. Hvað kostar til dæmis að vera í fótbolta? Það þarf að kaupa búning, takkaskó og fleira og ég veit það fyrir víst að það kostar sitt.“„ Það er enginn sem vinnur í svona starfi að reyna að græða peninga. Þetta er allt rekið á núlli til þess að reyna að þjónusta krakkana sem best.“vísirAðspurð segir Sólveig sambandið ekki hafa mótað sérstaka stefnu til þess að reyna að draga úr kostnaði við íþróttina, enda sé það ekki sambandsins að segja til um hvað hlutirnir megi kosta. Hins vegar vinni sambandið stöðugt að því að lágmarka kostnað og hámarka gæði. „En það eru samt allir að gera sitt besta og reyna að draga úr kostnaði. Það er enginn sem vinnur í svona starfi að reyna að græða peninga. Þetta er allt rekið á núlli til þess að reyna að þjónusta krakkana sem best.“ Þá segir hún fimleikaumhverfið erfitt, enda sé íþróttin með lítið fjármagn á milli handanna – annað en boltagreinarnar. Sólveig veltir því fyrir sér hvort ástæðan sé mögulega sú að það séu mest megnis konur sem stundi fimleikaíþróttir. „Við erum ekki að fá neitt frá alþjóðasamböndum okkar, eins og HSÍ og KSÍ eru að fá. Við erum í miklu erfiðara umhverfi og við höfum velt því fyrir okkur hvort að ástæðan fyrir því sé að það eru mest megnis konur í þessari íþrótt. En núna er ÍSÍ að breyta reglunum sínum, það er búið að margfalda peninga í afrekssjóði, og við vonum að þetta komi til með að breyta þessu erfiða umhverfi.“ Aðspurð segir Sólveig umrædda búninga vitaskuld kostnaðarsama, en það sé þó ekki hennar að meta hvort þeir hafi verið of dýrir. Umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gær má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00