Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Birgir Olgeirsson skrifar 18. mars 2017 13:42 „Það eru sannarlega blikur á lofti,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Anton Brink Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikið áhyggjuefni að styrking krónunnar sé að verða til þess að ferðamenn séu farnir að afbóka ferðir til Íslands. Þungt hljóð sé í mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum vegna óstöðugleika og hætta á að þau flytji úr landi með sína starfsemi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því um helmingur þeirra ferða sem ferðaheildsala í Noregi hefur bókað til Íslands í sumar hefur verið afbókaður. Ástæðan er einföld – Ísland er of dýrt. Eigandi fyrirtækisins óttast að þetta sé aðeins byrjunin og segir að meiri áhersla verði nú lögð á aðra áfangastaði í Skandinavíu. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir„Það eru sannarlega blikur á lofti, það er í það minnsta mjög þungt hljóð í mörgum, sérstaklega erlendum ferðaþjónustuheildsölum og einkum þeim sem eru að vinna á viðkvæmum mörkuðum eins og Asíu og Mið-Evrópu. Eitthvað hefur verið að berast af afbókunum en ég átta mig ekki alveg á umfangi þess í stóra samhenginu. Eins og staðan er í dag en sannarlega eru blikur á lofti. Eitt er sterk staða íslensku krónunnar eins og hún er í dag. Hitt er gengisþróunin og þessar miklu sveiflur sem hafa orðið í þróun gengisins síðustu misseri.“ Helga benti á að slíkur óstöðugleiki geri ferðaþjónustunni gríðarlega erfitt fyrir hvað varðar bókanir fram í tímann. „Það er sannarlega þungt hljóð í ferðaheildsölunum, við eigum eftir að sjá hvernig þróunin verður til framtíðar litið. Það væri gott ef það væri ein einföld lausn en við höfum talað fyrir því að það sé með afdrifaríkari hætti gengið í að lækka stýrivextina og aðra þætti. Það er engin ein einföld lausn, hins vegar er auðvitað afskaplega mikilvægt að ná ákveðnum stöðugleika, jafnvægis gengis, fyrir útflutningsgreinarnar. Ef það er ekki jafnvægi og þessar ofboðslega miklu sveiflur er einfaldlega hætta á að fyrirtæki ferðaþjónustunni eins og í öðrum útflutningsgreinum, flytji hreinlega úr landi,“ sagði Helga. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikið áhyggjuefni að styrking krónunnar sé að verða til þess að ferðamenn séu farnir að afbóka ferðir til Íslands. Þungt hljóð sé í mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum vegna óstöðugleika og hætta á að þau flytji úr landi með sína starfsemi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því um helmingur þeirra ferða sem ferðaheildsala í Noregi hefur bókað til Íslands í sumar hefur verið afbókaður. Ástæðan er einföld – Ísland er of dýrt. Eigandi fyrirtækisins óttast að þetta sé aðeins byrjunin og segir að meiri áhersla verði nú lögð á aðra áfangastaði í Skandinavíu. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir„Það eru sannarlega blikur á lofti, það er í það minnsta mjög þungt hljóð í mörgum, sérstaklega erlendum ferðaþjónustuheildsölum og einkum þeim sem eru að vinna á viðkvæmum mörkuðum eins og Asíu og Mið-Evrópu. Eitthvað hefur verið að berast af afbókunum en ég átta mig ekki alveg á umfangi þess í stóra samhenginu. Eins og staðan er í dag en sannarlega eru blikur á lofti. Eitt er sterk staða íslensku krónunnar eins og hún er í dag. Hitt er gengisþróunin og þessar miklu sveiflur sem hafa orðið í þróun gengisins síðustu misseri.“ Helga benti á að slíkur óstöðugleiki geri ferðaþjónustunni gríðarlega erfitt fyrir hvað varðar bókanir fram í tímann. „Það er sannarlega þungt hljóð í ferðaheildsölunum, við eigum eftir að sjá hvernig þróunin verður til framtíðar litið. Það væri gott ef það væri ein einföld lausn en við höfum talað fyrir því að það sé með afdrifaríkari hætti gengið í að lækka stýrivextina og aðra þætti. Það er engin ein einföld lausn, hins vegar er auðvitað afskaplega mikilvægt að ná ákveðnum stöðugleika, jafnvægis gengis, fyrir útflutningsgreinarnar. Ef það er ekki jafnvægi og þessar ofboðslega miklu sveiflur er einfaldlega hætta á að fyrirtæki ferðaþjónustunni eins og í öðrum útflutningsgreinum, flytji hreinlega úr landi,“ sagði Helga.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Sjá meira
Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54