Gruna vanskráningu á vinnuslysum í ferðaþjónustu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 20:00 Tilkynntum vinnuslysum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu áratugina. Þau voru 2701 á árunum 1987 til 1991 en 9099 á árunum 2012 til 2016. Á síðustu þrjátíu árum hafa 794 orðið óvinnufærir vegna vinnuslysa og 108 látið lífið. Vinnuslysum hefur sérstaklega fjölgað meðal ríkisstarfsmanna en þar er skráning slysa með besta móti. Tilkynnt vinnuslys í ferðaþjónustunni eru aftur á móti hlutfallslega mjög fá - miðað við að atvinnugreinin hefur þrefaldast á síðustu fimm árum með þeim afleiðingum að hver starfsmaður þjónustar allt að tvöfalt fleiri ferðamenn. „Við horfum upp á það að tilkynntu slysin í ferðaþjónustunni eru fá, sem betur fer, ef það væri rétt. En við óttumst að það sé vanskráning á ferðinni og fólk passi ekki upp á skráningu atvika og óhappa. Þetta þurfum við að nálgast af meiri festu,“ segir Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Vísbendingar Vinnueftirlitsins um vanskráningu vinnuslysa í ferðaþjónustu felast meðal annars í sextíu til sjötíu prósent fleiri komum útlendinga á Bráðamóttöku Landspítalans. Kristinn segir sannanir um að hluti sjúklinganna séu starfsmenn á Íslandi en ekki ferðamenn. Einnig sýni tölfræðin að útlendingar lendi oft í vinnuslysum. 59 vinnuslys eru skráð í veitinga- og hótelrekstri á síðasta ári. Þar af voru 25 útlendingar eða nær helmingur slasaðra. „Við sjáum að óhóflegt álag er víða á starfsmönnum ferðaþjónustunnar. Álag sem er til þess fallið að leiða til slysa. Mögulega verða slys á einstaklingum sem þekkja ekki rétt sinn, eru ekki mælandi á íslenska tungu og vita ekki hvert á að leita ef slys ber að," segir Kristinn og segir áríðandi að fyrirtæki beri ábyrgð. Á forvarnaráðstefnu VÍS á morgun verður fjallað um vinnuslys og mun Kristinn, meðal annarra, fjalla nánar um málið þar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Tilkynntum vinnuslysum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu áratugina. Þau voru 2701 á árunum 1987 til 1991 en 9099 á árunum 2012 til 2016. Á síðustu þrjátíu árum hafa 794 orðið óvinnufærir vegna vinnuslysa og 108 látið lífið. Vinnuslysum hefur sérstaklega fjölgað meðal ríkisstarfsmanna en þar er skráning slysa með besta móti. Tilkynnt vinnuslys í ferðaþjónustunni eru aftur á móti hlutfallslega mjög fá - miðað við að atvinnugreinin hefur þrefaldast á síðustu fimm árum með þeim afleiðingum að hver starfsmaður þjónustar allt að tvöfalt fleiri ferðamenn. „Við horfum upp á það að tilkynntu slysin í ferðaþjónustunni eru fá, sem betur fer, ef það væri rétt. En við óttumst að það sé vanskráning á ferðinni og fólk passi ekki upp á skráningu atvika og óhappa. Þetta þurfum við að nálgast af meiri festu,“ segir Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Vísbendingar Vinnueftirlitsins um vanskráningu vinnuslysa í ferðaþjónustu felast meðal annars í sextíu til sjötíu prósent fleiri komum útlendinga á Bráðamóttöku Landspítalans. Kristinn segir sannanir um að hluti sjúklinganna séu starfsmenn á Íslandi en ekki ferðamenn. Einnig sýni tölfræðin að útlendingar lendi oft í vinnuslysum. 59 vinnuslys eru skráð í veitinga- og hótelrekstri á síðasta ári. Þar af voru 25 útlendingar eða nær helmingur slasaðra. „Við sjáum að óhóflegt álag er víða á starfsmönnum ferðaþjónustunnar. Álag sem er til þess fallið að leiða til slysa. Mögulega verða slys á einstaklingum sem þekkja ekki rétt sinn, eru ekki mælandi á íslenska tungu og vita ekki hvert á að leita ef slys ber að," segir Kristinn og segir áríðandi að fyrirtæki beri ábyrgð. Á forvarnaráðstefnu VÍS á morgun verður fjallað um vinnuslys og mun Kristinn, meðal annarra, fjalla nánar um málið þar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira