Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 16:17 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/afp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heitir því að fá banni, sem alríkisdómari lagði á tilskipun hans um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum til Bandaríkjanna, hnekkt. BBC greinir frá. Forsetinn er æfur vegna ákvörðunarinnar. Dómarinn, sem heitir James Robart, taldi að tilskipun Trump væri ólögleg og að hún færi gegn ákvæðum bandarísku stjórnarskrárinnar, þar sem hún mismuni fólki eftir trúarbrögðum. Tilskipunin hefur hlotið gífurlega athygli og verið mjög umdeild, allt frá því að forsetinn skrifaði undir hana í síðustu viku. Robert taldi meðal annars að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni, en hann bendir á að ekki hafi orðið nein hryðjuverk í landinu fyrir tilstilli fólks frá löndunum sem tilskipunin nær til, síðan 11. september 2001.Sjá einnig: Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndumÁkvörðun dómarans hefur vakið gífurlega reiði hjá forsetanum, sem hefur, líkt og oft áður, tjáð sig um ákvörðun dómarans á Twitter aðgangi sínum og sparar hann ekki stóru orðin. Þar segir hann Robart taka rétt stjórnvalda til að halda uppi löggæslu af þeim og segir hann að ákvörðun „þessa svokallaða dómara“ sé „fáránleg og verði hnekkt.“ Fjöldi flugfélaga hefur tekið ákvörðun um að hleypa ríkisborgurum frá löndunum sjö um borð í flugvélar sínar sem fljúga til Bandaríkjanna, í ljósi ákvörðunar dómarans. Í öðru tísti frá forsetanum, sagði hann um ákvörðun dómarans að það væri alvarleg staða sem upp væri komin, „þegar land getur ekki lengur ákveðið hverjir geta, eða geta ekki, ferðast til og frá landinu.“The opinion of this so-called judge, which essentially takes law-enforcement away from our country, is ridiculous and will be overturned!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 4, 2017 When a country is no longer able to say who can, and who cannot , come in & out, especially for reasons of safety &.security - big trouble!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 4, 2017 Donald Trump Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heitir því að fá banni, sem alríkisdómari lagði á tilskipun hans um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum til Bandaríkjanna, hnekkt. BBC greinir frá. Forsetinn er æfur vegna ákvörðunarinnar. Dómarinn, sem heitir James Robart, taldi að tilskipun Trump væri ólögleg og að hún færi gegn ákvæðum bandarísku stjórnarskrárinnar, þar sem hún mismuni fólki eftir trúarbrögðum. Tilskipunin hefur hlotið gífurlega athygli og verið mjög umdeild, allt frá því að forsetinn skrifaði undir hana í síðustu viku. Robert taldi meðal annars að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni, en hann bendir á að ekki hafi orðið nein hryðjuverk í landinu fyrir tilstilli fólks frá löndunum sem tilskipunin nær til, síðan 11. september 2001.Sjá einnig: Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndumÁkvörðun dómarans hefur vakið gífurlega reiði hjá forsetanum, sem hefur, líkt og oft áður, tjáð sig um ákvörðun dómarans á Twitter aðgangi sínum og sparar hann ekki stóru orðin. Þar segir hann Robart taka rétt stjórnvalda til að halda uppi löggæslu af þeim og segir hann að ákvörðun „þessa svokallaða dómara“ sé „fáránleg og verði hnekkt.“ Fjöldi flugfélaga hefur tekið ákvörðun um að hleypa ríkisborgurum frá löndunum sjö um borð í flugvélar sínar sem fljúga til Bandaríkjanna, í ljósi ákvörðunar dómarans. Í öðru tísti frá forsetanum, sagði hann um ákvörðun dómarans að það væri alvarleg staða sem upp væri komin, „þegar land getur ekki lengur ákveðið hverjir geta, eða geta ekki, ferðast til og frá landinu.“The opinion of this so-called judge, which essentially takes law-enforcement away from our country, is ridiculous and will be overturned!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 4, 2017 When a country is no longer able to say who can, and who cannot , come in & out, especially for reasons of safety &.security - big trouble!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 4, 2017
Donald Trump Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent