Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 16:17 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/afp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heitir því að fá banni, sem alríkisdómari lagði á tilskipun hans um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum til Bandaríkjanna, hnekkt. BBC greinir frá. Forsetinn er æfur vegna ákvörðunarinnar. Dómarinn, sem heitir James Robart, taldi að tilskipun Trump væri ólögleg og að hún færi gegn ákvæðum bandarísku stjórnarskrárinnar, þar sem hún mismuni fólki eftir trúarbrögðum. Tilskipunin hefur hlotið gífurlega athygli og verið mjög umdeild, allt frá því að forsetinn skrifaði undir hana í síðustu viku. Robert taldi meðal annars að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni, en hann bendir á að ekki hafi orðið nein hryðjuverk í landinu fyrir tilstilli fólks frá löndunum sem tilskipunin nær til, síðan 11. september 2001.Sjá einnig: Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndumÁkvörðun dómarans hefur vakið gífurlega reiði hjá forsetanum, sem hefur, líkt og oft áður, tjáð sig um ákvörðun dómarans á Twitter aðgangi sínum og sparar hann ekki stóru orðin. Þar segir hann Robart taka rétt stjórnvalda til að halda uppi löggæslu af þeim og segir hann að ákvörðun „þessa svokallaða dómara“ sé „fáránleg og verði hnekkt.“ Fjöldi flugfélaga hefur tekið ákvörðun um að hleypa ríkisborgurum frá löndunum sjö um borð í flugvélar sínar sem fljúga til Bandaríkjanna, í ljósi ákvörðunar dómarans. Í öðru tísti frá forsetanum, sagði hann um ákvörðun dómarans að það væri alvarleg staða sem upp væri komin, „þegar land getur ekki lengur ákveðið hverjir geta, eða geta ekki, ferðast til og frá landinu.“The opinion of this so-called judge, which essentially takes law-enforcement away from our country, is ridiculous and will be overturned!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 4, 2017 When a country is no longer able to say who can, and who cannot , come in & out, especially for reasons of safety &.security - big trouble!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 4, 2017 Donald Trump Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heitir því að fá banni, sem alríkisdómari lagði á tilskipun hans um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum til Bandaríkjanna, hnekkt. BBC greinir frá. Forsetinn er æfur vegna ákvörðunarinnar. Dómarinn, sem heitir James Robart, taldi að tilskipun Trump væri ólögleg og að hún færi gegn ákvæðum bandarísku stjórnarskrárinnar, þar sem hún mismuni fólki eftir trúarbrögðum. Tilskipunin hefur hlotið gífurlega athygli og verið mjög umdeild, allt frá því að forsetinn skrifaði undir hana í síðustu viku. Robert taldi meðal annars að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni, en hann bendir á að ekki hafi orðið nein hryðjuverk í landinu fyrir tilstilli fólks frá löndunum sem tilskipunin nær til, síðan 11. september 2001.Sjá einnig: Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndumÁkvörðun dómarans hefur vakið gífurlega reiði hjá forsetanum, sem hefur, líkt og oft áður, tjáð sig um ákvörðun dómarans á Twitter aðgangi sínum og sparar hann ekki stóru orðin. Þar segir hann Robart taka rétt stjórnvalda til að halda uppi löggæslu af þeim og segir hann að ákvörðun „þessa svokallaða dómara“ sé „fáránleg og verði hnekkt.“ Fjöldi flugfélaga hefur tekið ákvörðun um að hleypa ríkisborgurum frá löndunum sjö um borð í flugvélar sínar sem fljúga til Bandaríkjanna, í ljósi ákvörðunar dómarans. Í öðru tísti frá forsetanum, sagði hann um ákvörðun dómarans að það væri alvarleg staða sem upp væri komin, „þegar land getur ekki lengur ákveðið hverjir geta, eða geta ekki, ferðast til og frá landinu.“The opinion of this so-called judge, which essentially takes law-enforcement away from our country, is ridiculous and will be overturned!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 4, 2017 When a country is no longer able to say who can, and who cannot , come in & out, especially for reasons of safety &.security - big trouble!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 4, 2017
Donald Trump Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Sjá meira