Laun bæjarfulltrúa hækka um 44 prósent Sveinn Arnarsson skrifar 21. janúar 2017 07:00 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt 44 prósenta launahækkun kjörinna fulltrúa. vísir/gva Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar ákvað á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn miðvikudag að hækka laun sín um 44 prósent og fylgja þar með ákvörðun kjararáðs um hækkun þingfararkaups. Meirihlutinn telur að fyrst þingmenn ætli ekki að aðhafast um sína launahækkun sé það óráðið að bæjarfulltrúar hlutist til um sín laun. Eftir launahækkun kjörinna fulltrúa reiknast Fréttablaðinu til að oddviti Bjartrar framtíðar verði með rúmar 900 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir stjórnunarstörf og setu í hinum ýmsu nefndum og oddviti Sjálfstæðisflokksins verði með um 850 þúsund krónur.Rósa GuðbjartsdóttirGunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingar, gagnrýnir launahækkunina. „Við lögðum það til strax í október að þessi dæmalausa ákvörðun kjararáðs myndi ekki hafa áhrif á laun bæjarfulltrúa. Var málinu frestað þar til að Alþingi hefði tekið málið fyrir sem enn hefur ekki verið gert. Samt sem áður er þessi hækkun keyrð í gegn,“ segir Gunnar Axel. Laun kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa eru í langflestum sveitarfélögum hlutfall af þingfararkaupi þingmanna. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki tekið ákvörðun um að fara eftir hækkun kjararáðs en heimildir Fréttablaðsins herma að önnur sveitarfélög muni fylgja í humátt á eftir Hafnarfirði og hækka laun bæjarfulltrúa um 44 prósent.Gunnar Axel Axelsson„Í rauninni ákváðum við í júlí síðastliðnum að tengja laun bæjarfulltrúa við þingfararkaup einmitt til að taka þetta úr höndum kjörinna bæjarfulltrúa að ákveða laun sín sjálfir,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. „Það er óeðlilegt að kjörnir fulltrúar ákvarði sín laun sjálfir. Í kjölfar ákvörðunar kjararáðs þann 1. nóvember frestuðum við gildistöku þeirrar hækkunar til að sjá hvort Alþingi ætlaði að gera eitthvað í málinu. Þingmenn ákváðu fyrir jól að breyta ekki sínum launum og því afturkölluðum við frestunina og höldum sama striki og Alþingi,“ segir hún. „Bæjarfulltrúastarfið er aukastarf en launin í dag eru í mörgum tilvikum umtalsvert hærri en þau mánaðarlaun sem bæjarstarfsmenn fá fyrir fulla vinnu,“segir Gunnar Axel. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar ákvað á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn miðvikudag að hækka laun sín um 44 prósent og fylgja þar með ákvörðun kjararáðs um hækkun þingfararkaups. Meirihlutinn telur að fyrst þingmenn ætli ekki að aðhafast um sína launahækkun sé það óráðið að bæjarfulltrúar hlutist til um sín laun. Eftir launahækkun kjörinna fulltrúa reiknast Fréttablaðinu til að oddviti Bjartrar framtíðar verði með rúmar 900 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir stjórnunarstörf og setu í hinum ýmsu nefndum og oddviti Sjálfstæðisflokksins verði með um 850 þúsund krónur.Rósa GuðbjartsdóttirGunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingar, gagnrýnir launahækkunina. „Við lögðum það til strax í október að þessi dæmalausa ákvörðun kjararáðs myndi ekki hafa áhrif á laun bæjarfulltrúa. Var málinu frestað þar til að Alþingi hefði tekið málið fyrir sem enn hefur ekki verið gert. Samt sem áður er þessi hækkun keyrð í gegn,“ segir Gunnar Axel. Laun kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa eru í langflestum sveitarfélögum hlutfall af þingfararkaupi þingmanna. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki tekið ákvörðun um að fara eftir hækkun kjararáðs en heimildir Fréttablaðsins herma að önnur sveitarfélög muni fylgja í humátt á eftir Hafnarfirði og hækka laun bæjarfulltrúa um 44 prósent.Gunnar Axel Axelsson„Í rauninni ákváðum við í júlí síðastliðnum að tengja laun bæjarfulltrúa við þingfararkaup einmitt til að taka þetta úr höndum kjörinna bæjarfulltrúa að ákveða laun sín sjálfir,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. „Það er óeðlilegt að kjörnir fulltrúar ákvarði sín laun sjálfir. Í kjölfar ákvörðunar kjararáðs þann 1. nóvember frestuðum við gildistöku þeirrar hækkunar til að sjá hvort Alþingi ætlaði að gera eitthvað í málinu. Þingmenn ákváðu fyrir jól að breyta ekki sínum launum og því afturkölluðum við frestunina og höldum sama striki og Alþingi,“ segir hún. „Bæjarfulltrúastarfið er aukastarf en launin í dag eru í mörgum tilvikum umtalsvert hærri en þau mánaðarlaun sem bæjarstarfsmenn fá fyrir fulla vinnu,“segir Gunnar Axel. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira