Endurreisn þorrablótsins: Viðskiptahugmynd sem sló í gegn Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 22. janúar 2017 13:30 Þorramaturinn gerður tilbúinn Vísir/Anton Brink Nú er þorrinn genginn í garð og landsmenn eru á kafi ofan í súrtunnunum, byrjaðir að kæla brennivínið, raða í trogin og hita upp raddböndin fyrir Þorraþrælinn.Þorrablótin hafa tíðkast á Íslandi í fjölda ára en það kann að koma mörgum á óvart að þorrablótin, eins og við þekkjum þau í dag, eiga uppruna sinn, eða í raun endurreisn sína, fyrir um það bil 60 árum. Vísir heyrði í Árna Björnssyni, þjóðháttafræðingi, og spurði hann út í íslensku þorrablótin. Endurreisn þorrablótsins „Þetta er ekkert ofsalega gamalt. Það er ekki nema 60 ár síðan þetta kom til,“ segir Árni og talar hann þá um sérstaka endurreisn þorrablóta enda hafi þorramaturinn verið hversdagsmatur hér á árum áður og ekki verið bundinn við neina sérstaka hátíð. Endurreisn svokallaðra þorrablóta hefur því átt sér stað um miðbik 20. aldar en Árni nefnir að þorrablótin hafi þó vitaskuld verið til í heiðnum sið líkt og orðið gefur til kynna. Hann nefnir að ekki mikið sé vitað um hvernig blótunum var háttað í þá daga. „Það eina sem við vitum er að það var einhvers konar veisla um þetta leiti árs í heiðnum sið,“ segir Árni en segir það þó ekki vitað nákvæmlega hvernig það fór fram. Blót sem þessi voru bönnuð við kristnitöku en Árni nefnir að það hafi haldist við meðal almennings á sveitabæjum.Viðskiptahugmynd sem sló í gegnÍ raun má segja að þorrablótin, eins og við þekkjum þau í dag, hafi verið endurvakin árið 1958 þegar Naustið tók upp á því að halda þorrablót á Þorranum. Halldór Gröndal, veitingamaður á Naustinu velti fyrir sér hvernig í ósköpunum hann gæti aukið aðsókn á veturna en yfirleitt var lítið að gera yfir vetrartímann á meðan að viðskiptin blómstruðu á sumrin. „Hann dettur niður á þessa hugmynd að endurvekja þorrablót í Naustinu og þetta sló í gegn. Þetta er snjöll hugdetta hjá veitingamanni, af því að hann var í vandræðum og þessi nútímaþorrablót byrja þarna.“ Árni segist ekkert vilja spá fyrir um framtíð þorrablóta en svo mikið er víst að nóg virðist vera að gera hjá verslunum bæjarins sem selja súrmatinn.Árni Björnsson er þjóðháttafræðingur og hefur meðal annars gefið út rit um þorrablót á Íslandi.Vísir/gvaBrjálað að gera „Þú hittir bara á mig á kafi ofan í súrtunnunum. Hérna vinnur fólk dag og nótt,“ segir Jóhannes Stefánsson sjálfskipaður Þorrakóngur Múlakaffis glaður í bragði. Það var gríðarleg stemmning á Múlakaffi þegar Vísir heyrði í Jóhannesi í gær en þau hjá Múlakaffi eru búin að vera að bjóða upp á þorratrogin í 55 ár. Jóhannes nefnir að aðsóknin í þorramatinn hafi ekkert minnkað. „Það bara bætir í hjá okkur,“ segir hann og nefnir að fólk á öllum aldri sé að koma til þeirra. „Það er náttúrulega farið að vera svolítið mikið af nýjum mat í þessum stóru veislum. Þetta er náttúrulega ekki bara þorramaturinn. Það er verið að reyna að gera öllum til hæfis,“ segir Jóhannes. Því hafi þeir tekið upp á því að bjóða einnig upp á lambalæri og salöt enda séu blótin orðin stór og margt um manninn. Þannig eru þorrablótin að nútímavæðast og þróast smátt og smátt með hverri kynslóð. „Það eru kannski svona 30 réttir á svona þorraveislu sem er að fara og af þeim eru kannski sjö súrir,“ segir Jóhannes og heldur áfram að raða í trogin og draga upp úr tunnunum.Börnin og þorramaturinnFréttastofa Stöðvar 2 heimsótti leikskólabörn á leikskólanum Nóaborg á föstudaginn og voru viðbrögð barnanna misjöfn. Sumir brosti og voru spenntir á meðan aðrir kærðu sig ekkert um matinn. Hugrakkir krakkar ásamt hugrökkum fréttamanni létu vaða og skelltu sér í súrmatinn. Hægt er að skoða fréttaklippuna hér að neðan. Þorrablót Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira
Nú er þorrinn genginn í garð og landsmenn eru á kafi ofan í súrtunnunum, byrjaðir að kæla brennivínið, raða í trogin og hita upp raddböndin fyrir Þorraþrælinn.Þorrablótin hafa tíðkast á Íslandi í fjölda ára en það kann að koma mörgum á óvart að þorrablótin, eins og við þekkjum þau í dag, eiga uppruna sinn, eða í raun endurreisn sína, fyrir um það bil 60 árum. Vísir heyrði í Árna Björnssyni, þjóðháttafræðingi, og spurði hann út í íslensku þorrablótin. Endurreisn þorrablótsins „Þetta er ekkert ofsalega gamalt. Það er ekki nema 60 ár síðan þetta kom til,“ segir Árni og talar hann þá um sérstaka endurreisn þorrablóta enda hafi þorramaturinn verið hversdagsmatur hér á árum áður og ekki verið bundinn við neina sérstaka hátíð. Endurreisn svokallaðra þorrablóta hefur því átt sér stað um miðbik 20. aldar en Árni nefnir að þorrablótin hafi þó vitaskuld verið til í heiðnum sið líkt og orðið gefur til kynna. Hann nefnir að ekki mikið sé vitað um hvernig blótunum var háttað í þá daga. „Það eina sem við vitum er að það var einhvers konar veisla um þetta leiti árs í heiðnum sið,“ segir Árni en segir það þó ekki vitað nákvæmlega hvernig það fór fram. Blót sem þessi voru bönnuð við kristnitöku en Árni nefnir að það hafi haldist við meðal almennings á sveitabæjum.Viðskiptahugmynd sem sló í gegnÍ raun má segja að þorrablótin, eins og við þekkjum þau í dag, hafi verið endurvakin árið 1958 þegar Naustið tók upp á því að halda þorrablót á Þorranum. Halldór Gröndal, veitingamaður á Naustinu velti fyrir sér hvernig í ósköpunum hann gæti aukið aðsókn á veturna en yfirleitt var lítið að gera yfir vetrartímann á meðan að viðskiptin blómstruðu á sumrin. „Hann dettur niður á þessa hugmynd að endurvekja þorrablót í Naustinu og þetta sló í gegn. Þetta er snjöll hugdetta hjá veitingamanni, af því að hann var í vandræðum og þessi nútímaþorrablót byrja þarna.“ Árni segist ekkert vilja spá fyrir um framtíð þorrablóta en svo mikið er víst að nóg virðist vera að gera hjá verslunum bæjarins sem selja súrmatinn.Árni Björnsson er þjóðháttafræðingur og hefur meðal annars gefið út rit um þorrablót á Íslandi.Vísir/gvaBrjálað að gera „Þú hittir bara á mig á kafi ofan í súrtunnunum. Hérna vinnur fólk dag og nótt,“ segir Jóhannes Stefánsson sjálfskipaður Þorrakóngur Múlakaffis glaður í bragði. Það var gríðarleg stemmning á Múlakaffi þegar Vísir heyrði í Jóhannesi í gær en þau hjá Múlakaffi eru búin að vera að bjóða upp á þorratrogin í 55 ár. Jóhannes nefnir að aðsóknin í þorramatinn hafi ekkert minnkað. „Það bara bætir í hjá okkur,“ segir hann og nefnir að fólk á öllum aldri sé að koma til þeirra. „Það er náttúrulega farið að vera svolítið mikið af nýjum mat í þessum stóru veislum. Þetta er náttúrulega ekki bara þorramaturinn. Það er verið að reyna að gera öllum til hæfis,“ segir Jóhannes. Því hafi þeir tekið upp á því að bjóða einnig upp á lambalæri og salöt enda séu blótin orðin stór og margt um manninn. Þannig eru þorrablótin að nútímavæðast og þróast smátt og smátt með hverri kynslóð. „Það eru kannski svona 30 réttir á svona þorraveislu sem er að fara og af þeim eru kannski sjö súrir,“ segir Jóhannes og heldur áfram að raða í trogin og draga upp úr tunnunum.Börnin og þorramaturinnFréttastofa Stöðvar 2 heimsótti leikskólabörn á leikskólanum Nóaborg á föstudaginn og voru viðbrögð barnanna misjöfn. Sumir brosti og voru spenntir á meðan aðrir kærðu sig ekkert um matinn. Hugrakkir krakkar ásamt hugrökkum fréttamanni létu vaða og skelltu sér í súrmatinn. Hægt er að skoða fréttaklippuna hér að neðan.
Þorrablót Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira