HM gefur okkur von um bjartari tíma Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. janúar 2017 06:00 Ungstirnið Ludovic Fabregas reyndist íslensku vörninni erfiður í leiknum á laugardaginn. Hér skorar hann eitt fimm marka sinna án þess að íslensku varnarmennirnir fái rönd við reist. vísir/getty Strákarnir okkar luku keppni á HM um helgina. Liðið tapaði þá með sæmd gegn ríkjandi heimsmeisturum fyrir framan 28 þúsund Frakka sem létu vel í sér heyra. Sögulegur leikur því aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á leik á HM. Umgjörðin var stórkostleg og okkar lið fékk heldur betur dýrmæta reynslu í þessum leik sem og á mótinu. Fyrstu 20 mínútur fyrri hálfleiks voru stórkostlegar. Vörnin geggjuð með Bjarka Má Gunnarsson í broddi fylkingar og uppstilltur sóknarleikur gekk ljómandi vel þrátt fyrir engin mörk úr hornum eða línu. Liðið kastaði ekki frá sér boltanum og var agað. Fimm tapaðir boltar á síðustu tíu mínútunum þýddu að Frakkar leiddu með einu marki í hálfleik, 14-13. Fimm tapaðir boltar á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks í bland við lélega vörn og enga markvörslu gerði svo út um leikinn. Okkar menn sýndu karakter, dug og þor með því að koma til baka en andstæðingurinn var einfaldlega of sterkur. Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt mót og liðið hefur stigið mörg jákvæð skref fram á við. Neikvæðnipésar munu tala um að liðið hafi bara unnið einn leik á mótinu en liðið var líka bara einu marki frá því að vinna Túnis og Makedóníu. Eitt mark vantaði líka til að taka stig af Slóveníu. Það vantaði ansi oft herslumuninn og það má að mörgu leyti skrifa á reynsluleysi. Vissulega var þetta ekki bara ungt lið en þeir sem eldri eru hafa takmarkaða reynslu af stórmótum. Gullkynslóðin okkar var það frábær að þeir voru í raun ekki að fá alvöru tækifæri fyrr en núna. Óhætt er að segja að Rúnar Kárason hafi nýtt það tækifæri manna best. Frábært mót hjá honum í sókn sem og vörn. Hann sýndi líka viljann til þess að vera leiðtogi. Hann er sterkur karakter sem vill taka skotin sem öllu skipta.grafík/fréttablaðiðÓlafur Guðmundsson stimplaði sig inn sem sterkur varnarmaður en við fengum ekki það frá honum í sókninni sem vonast var eftir. Hann sýndi þó í fyrri hálfleik gegn Frökkum hvað hann getur en þessir kaflar eru of fáir og hann gerir enn of mörg mistök. Hvort hann nái nokkurn tímann þeim hæðum sem vonir stóðu til verður tíminn að leiða í ljós. Ísland eignaðist á þessu móti nýjan heimsklassahornamann í Bjarka Má Elíssyni. Óttalaus og fáranlega hæfileikaríkur. Geir þjálfari blóðgaði Arnar Frey Arnarsson og Ómar Inga Magnússon og þar fara framtíðarmenn. Janus Daði er hæfileikabúnt sem þarf frekari slípun. Hana fær hann í Danmörku og hann verður í lykilhlutverki í þessu landsliði á komandi árum. Þjálfarateymið má líka vera stolt af varnarleiknum sem liðið spilaði á mótinu þó svo besti maður varnarinnar á HM, Bjarki Már Gunnarsson, hafi verið skilinn eftir upp í stúku af þjálfurunum í byrjun. Bjarki gekk í endurnýjun lífdaga í Frakklandi sem er líka jákvætt fyrir liðið. Svo má ekki gleyma því að í liðið vantaði einn besta leikmann heims, Aron Pálmarsson. Félagar hans eru nú búnir að fá reynslu sem gerir þá sterkari. Liðið verður mun sterkara er Aron snýr aftur. Drengirnir sýndu líka karakter. Það var mikið hugrekki, vilji og andi í liðinu sem er til fyrirmyndar. Á þessu öllu má byggja til framtíðar. Margir óttuðust svartnætti hjá landsliðinu í kjölfar þess að gullkynslóðin væri nánast horfin. Það er örugglega farið að birta til hjá þeim efasemdarmönnum eftir þetta mót. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
Strákarnir okkar luku keppni á HM um helgina. Liðið tapaði þá með sæmd gegn ríkjandi heimsmeisturum fyrir framan 28 þúsund Frakka sem létu vel í sér heyra. Sögulegur leikur því aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á leik á HM. Umgjörðin var stórkostleg og okkar lið fékk heldur betur dýrmæta reynslu í þessum leik sem og á mótinu. Fyrstu 20 mínútur fyrri hálfleiks voru stórkostlegar. Vörnin geggjuð með Bjarka Má Gunnarsson í broddi fylkingar og uppstilltur sóknarleikur gekk ljómandi vel þrátt fyrir engin mörk úr hornum eða línu. Liðið kastaði ekki frá sér boltanum og var agað. Fimm tapaðir boltar á síðustu tíu mínútunum þýddu að Frakkar leiddu með einu marki í hálfleik, 14-13. Fimm tapaðir boltar á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks í bland við lélega vörn og enga markvörslu gerði svo út um leikinn. Okkar menn sýndu karakter, dug og þor með því að koma til baka en andstæðingurinn var einfaldlega of sterkur. Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt mót og liðið hefur stigið mörg jákvæð skref fram á við. Neikvæðnipésar munu tala um að liðið hafi bara unnið einn leik á mótinu en liðið var líka bara einu marki frá því að vinna Túnis og Makedóníu. Eitt mark vantaði líka til að taka stig af Slóveníu. Það vantaði ansi oft herslumuninn og það má að mörgu leyti skrifa á reynsluleysi. Vissulega var þetta ekki bara ungt lið en þeir sem eldri eru hafa takmarkaða reynslu af stórmótum. Gullkynslóðin okkar var það frábær að þeir voru í raun ekki að fá alvöru tækifæri fyrr en núna. Óhætt er að segja að Rúnar Kárason hafi nýtt það tækifæri manna best. Frábært mót hjá honum í sókn sem og vörn. Hann sýndi líka viljann til þess að vera leiðtogi. Hann er sterkur karakter sem vill taka skotin sem öllu skipta.grafík/fréttablaðiðÓlafur Guðmundsson stimplaði sig inn sem sterkur varnarmaður en við fengum ekki það frá honum í sókninni sem vonast var eftir. Hann sýndi þó í fyrri hálfleik gegn Frökkum hvað hann getur en þessir kaflar eru of fáir og hann gerir enn of mörg mistök. Hvort hann nái nokkurn tímann þeim hæðum sem vonir stóðu til verður tíminn að leiða í ljós. Ísland eignaðist á þessu móti nýjan heimsklassahornamann í Bjarka Má Elíssyni. Óttalaus og fáranlega hæfileikaríkur. Geir þjálfari blóðgaði Arnar Frey Arnarsson og Ómar Inga Magnússon og þar fara framtíðarmenn. Janus Daði er hæfileikabúnt sem þarf frekari slípun. Hana fær hann í Danmörku og hann verður í lykilhlutverki í þessu landsliði á komandi árum. Þjálfarateymið má líka vera stolt af varnarleiknum sem liðið spilaði á mótinu þó svo besti maður varnarinnar á HM, Bjarki Már Gunnarsson, hafi verið skilinn eftir upp í stúku af þjálfurunum í byrjun. Bjarki gekk í endurnýjun lífdaga í Frakklandi sem er líka jákvætt fyrir liðið. Svo má ekki gleyma því að í liðið vantaði einn besta leikmann heims, Aron Pálmarsson. Félagar hans eru nú búnir að fá reynslu sem gerir þá sterkari. Liðið verður mun sterkara er Aron snýr aftur. Drengirnir sýndu líka karakter. Það var mikið hugrekki, vilji og andi í liðinu sem er til fyrirmyndar. Á þessu öllu má byggja til framtíðar. Margir óttuðust svartnætti hjá landsliðinu í kjölfar þess að gullkynslóðin væri nánast horfin. Það er örugglega farið að birta til hjá þeim efasemdarmönnum eftir þetta mót.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira