Handbolti

Janus Daði myndaður í heim­sókn hjá Barcelona

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Janus Daði er staddur í Katalóníu.
Janus Daði er staddur í Katalóníu. Pick Szeged

Þó landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason sé að glíma við meiðsli virðist sem spænska stórliðið Barcelona vilji fá hann í sínar raðir. Þar myndi hann hitta fyrir markvörðinn Viktor Gísla Hallgrímsson. 

Í september greindi Vísir frá því að Janus Daði væri á leið til spænska stórveldisins þegar samningur hans við Pick Szeged í Ungverjalandi rynni út. Stuttu eftir að þær fréttir bárust meiddist landsliðsmaðurinn hins vegar illa og ljóst er að hann spilar ekki meira á þessu ári.

Það virðist sem Barcelona hafi þó ekki teljandi áhyggjur að meiðslin muni plaga hann inn í næsta tímabil. Allavega ef marka má Carlos Monfort, blaðamann Diaro AS á Spáni.

Sá birti myndband á X-síðu sinni, áður Twitter, þar sem sjá má Janus Daða eftir að hafa verið í heimsókn að skoða aðstæður hjá spænska stórliðinu. 

Janus Daði verður orðinn 31 árs gamall næsta sumar. Hann hefur komið víða við á sínum ferli og til að mynda spilað með Álaborg í Danmörku, Kolstad í Noregi, Magdeburg í Þýskalandi og nú Pick Szeged í Ungverjalandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×